— GESTAPÓ —
Fjórmenningagátur
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 66, 67, 68  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 31/8/08 21:46

Fjórmenningagátur eru um margt skyldar hefðbundnum vísnagátum, munurinn er sá að í hverri vísnagátu er fjórum mönnum lýst, einum í hverri línu. Þeir eiga það allir sameiginlegt að heita sama nafninu.

Þessar gátur voru nokkuð tíðkaðar á vísnagátuþræðinum á Kaffi Blúti í sumar en það var því miður á kostnað hefðbundinna vísnagátna. Því stofna ég sértakan þráð um fjórmenningagátur.

Dæmi um fjórmenningagátu:
Bundin föst við skaft á spjóti flaug hún yfir á. Kamilla í grískri goðafræði
Ástsæl þykir greifynjan í heldur minna lagi. Camilla hans Kalla, greifynja af Kornbretalandi
Kjaftforri og grimmri frænku krakkinn bjó víst hjá. Kamilla í Kardimommubænum
Kryddjurt þessi er málið þegar lasinn er þinn magi.
Kryddjurtin kamilla hefur þessi áhrif

Hér má sjá að nöfn erlendra manna sem eru mjög lík íslensku útgáfunni koma til greina, þó ætti að varast að hafa það of langsótt.

Bragarhættir koma allir til greina, almmennar bragfræðireglur gilda þó vitanlega. Tilbrigði við fjórmenningagátu gæti t.d. verið braghenda sem er þremenningagáta.

Stundum koma fyrir samheiti mannsnafna, t.d. var einn Ásbjörninn einhverju sinni heildverslun (Ásbjörn Ólafsson ehf.) og Sæmundur gæti alveg verið kex í einhverri línunni.

Reynslan sýnir að menn þykjast oft finna nafnið út frá einni vísbendingu og skjóta því þá fram. Stundum eru slíkar tilgátur réttar. Ef vísnahöfundur getur upp svarið á grundvelli þess er leikurinn eyðilagður fyrir þeim sem á eftir koma. Því er hér sett sú regla að menn eigi helst ekki að svara nema þeir geti nefnt alla fjórmenningana - a.m.k. alla nema einn. Verði misbrestur á því er gátuhföundi uppálagt að svara hvorki játandi né neitandi.

Eins og á vísnagátuþræðinum er hér engin keðja. Hver sem er má slengja fram gátu hvenær sem er og því geta fleiri en ein gáta verið undir á sama tíma.

Nóg af rausi, hér kemur fyrsta fjórmenningagátan, þessi er væntanlega af léttari gerðinni.
Gaurinn þjálfar lands vors lið.
Látúnsbarki úr Þórontó*
Kynnir fólki kristinn sið.
Kvalinn, drepinn, lifir þó.

*Ég stelst til að kalla Toronto Þórontó til að forðast ofstuðlun.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 31/8/08 22:39

Húrra!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 31/8/08 22:45

‹Hneigir sig›

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 1/9/08 13:41

Held ég hafi þetta, enda sagði Hlebbi að hún væri létt!

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 1/9/08 13:47

Krem ég sleiki kexi af
karl sem getur rokkað
Á andskotanum yfir haf
eitt sinn ég í rútu svaf.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 1/9/08 13:52

Krem ég sleiki kexi af. Sæmundur í Frón
karl sem getur rokkað Sæmi Rock fylgdarsvenn Fishers.
Á andskotanum yfir haf. ? Sögurnar hans Sæma fróða hér á Baggalút voru oft um andskotann.
eitt sinn ég í rútu svaf. Varst það þú sem sofnaðir í rútunni hans Sæmundar í Borgarnesi?

Sæmundur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 1/9/08 13:56

Offari, þú komst upp um mig með 4. línu‹skammast sín›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 1/9/08 14:24

Ég held að þetta sé svona;

Gaurinn þjálfar lands vors lið. = Lúkas Kostic þjálfar drengina í U21 liði Íslands í knattspyrnu.
Látúnsbarki úr Þórontó* = Lucas Rossi Supernovus.
Kynnir fólki kristinn sið. = Guðspjallamaðurinn sjálfur.
Kvalinn, drepinn, lifir þó. = Íþróttatöskuhundurinn frægi.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/9/08 01:30

Þetta er laukrétt hjá andskota Davíðs.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/9/08 10:02

Svanna blóðið sýgur hann.
Sannleikans veldi eflir.
Slaghörpunnar sláttinn kann.
Slyngur við fjöldann teflir.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 2/9/08 11:56

Mér detta tveir í hug, en fæ þau nöfn tvö einungis til að passa við tvær línur, hvort um sig (ekki endilega sömu línur). Því ætla ég að brjóta heilann ögn.

‹Brýtur heilann›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 2/9/08 14:40

Svanna blóðið sýgur hann. - Hinn illræmdi Vlad Tepez, einnig þekktur sem Drakúla.
Sannleikans veldi eflir. - okkar ástkæri forseti.
Slaghörpunnar sláttinn kann. - Vladimir Horowitz, hinn stórfenglegi píanóleikari.
Slyngur við fjöldann teflir. - Vladimir Malakhov?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/9/08 15:17

Hér eru nú bara þrír. Sleppur það?

Kinna- þótti -kjötið gott.
Kleyf hann fjöll með stóran her.
Fluttur var í böndum brott
er Bolvíkinga hvatti ver.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 2/9/08 15:27

Já , eins og hlewa segir.
Hannibal?
Kinna- þótti -kjötið gott.Hinn grimmi Lecter
Kleyf hann fjöll með stóran her. Hannibal á hærðum fíl
Fluttur var í böndum brott Hannibal Valdimarsson?er Bolvíkinga hvatti ver.[

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/9/08 16:36

Ætl'ekki það.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 2/9/08 18:02

‹Borðar apakjöt›

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/9/08 23:54

hvurslags mælti:

Svanna blóðið sýgur hann. - Hinn illræmdi Vlad Tepez, einnig þekktur sem Drakúla.
Sannleikans veldi eflir. - okkar ástkæri forseti.
Slaghörpunnar sláttinn kann. - Vladimir Horowitz, hinn stórfenglegi píanóleikari.
Slyngur við fjöldann teflir. - Vladimir Malakhov?

Þó að ég hafi haft aðra tvo í huga í botninum þá er þetta býsna gott.
Þriðja línan er auðvitað rétt þó að ég hafi haft landa vorn Azkhenazy í huga.

Hins vegar vissi ég ekki að skautadansarinn Malkhov væri sleipur fjölteflismaður. Ég lýsi efir þeim Vladimir sem ég hafði þar í huga.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/9/08 08:53

Eflaust er það Vladimir Kramnik sem þú hefur í huga, enda hefur hann verið einn af sterkustu skákmönnum heims undanfarinn rúman áratug. Kramnik er þekktari er Vladimir Malakhov.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
     1, 2, 3 ... 66, 67, 68  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: