— GESTAPÓ —
Örlygsstaðabardagi
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 51, 52, 53 ... 63, 64, 65  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 21/10/09 01:16

Pó mælti:

Að sjálfsögðu verð ég með. Ég ætla að nota bogann hans Billa, svona fyrst hann er laus. Hann hefur verkað ágætlega hingað til.

Nei andskotinn, en þú sniðugur! Þú verður ósigrandi í næsta leik!

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 21/10/09 13:10

Goggurinn mælti:

Ég hyggst beita Fourier-ummyndun.

‹horfir á einhverjar jöfnur og fölnar upp›

Annars mæli ég eindregið gegn því að þátttakendur sendi aðgerð samhliða skráningu. Það gefur þeim sem koma seint til leiks meiri líkur á því að lifa af.

Hoc dicit skrái ég mig til leiks.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 21/10/09 13:22

Ég verð með og nota minn fagra skalla sem vopn.

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 21/10/09 13:37

hvurslags mælti:

Goggurinn mælti:

Ég hyggst beita Fourier-ummyndun.

‹horfir á einhverjar jöfnur og fölnar upp›

Annars mæli ég eindregið gegn því að þátttakendur sendi aðgerð samhliða skráningu. Það gefur þeim sem koma seint til leiks meiri líkur á því að lifa af.

Hoc dicit skrái ég mig til leiks.

Það er til lausn á því. Ég sendi um daginn þriggja aðgerða pakka á leikstjórann. Ma var þriðja aðgerðin sú að myrða þann af eftirlifandi spilurum sem væri fyrstur í stafrófi. Gallinn var bara að sjálfsmorð mitt í fyrstu umferð lukkaðist, þannig að þetta var óþarfa fyrirhyggja...‹Starir þegjandi út í loftið›

En mao; ég er með og ætla að beita öfund og illmælgi.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 21/10/09 13:40

Já og þess ber að geta að ég hyggst lúskra á andstæðingum mínum með latnesku Cassel's orðabókinni.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bu. 21/10/09 14:23

Ég er með og nota augnaráð Þorgríms nefs.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 21/10/09 14:58

Ég verð með og nota nokkrar fræðigreinar um rými.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 21/10/09 17:05

hvurslags mælti:

Annars mæli ég eindregið gegn því að þátttakendur sendi aðgerð samhliða skráningu. Það gefur þeim sem koma seint til leiks meiri líkur á því að lifa af.

Aðgerðin mín síðast var að drepa hvern þann sem myndi skrá sig síðastur til leiks. Ef það væri ég sjálfur þá ætti að framkvæma sjálfsmorð.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 21/10/09 21:33

Ég þarf að fara að fríska uppá minnið! Klikka á þessu annað sinnið! En það þýðir ekki að hætta þessu. Mitt vopn verður geisladiskur með Spice Girls sem ég neyði fórnarlambið til að hlusta á!

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/10/09 21:57

Skráningu lýkur kl. 23:00 og aðgerðir fyrstu umferðar skulu komnar í hús kl. 11:00 í fyrramálið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/10/09 10:25

Jæja, skráðir eru:

Golíat : Öfund og illmælgi
Grýta : Fagur skalli
Útvarpsstjóri : Fræðigreinar um rými
Bu. : Augnaráð Þorgríms nefs
Nermal : Geisladiskur með Spice Girls
Goggur : Fourier ummyndun
Pó : Boginn minn
hvurslags : Latnesk orðabók Cassels.

Allir nema einn hafa sent inn aðgerðir...
ég bíð til 11:00.
Aðgerðir annarrar umferðar, ef að henni kemur, skulu skilast inn fyrir kl. 23:00 í kvöld.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/10/09 11:08

Goggur er í miðju kafi við að Fourier ummynda sjálfum sér, þegar augnaráð, geisladiskur og ör trufla hann. Lifir.
Golíat er vinur allra í dag og sér því enga ástæðu til að beita öfund og illmælgi. Lifir.
Grýta bónar skallann og leitar að vænlegu fórnarlambi. Lifir.

Bu. beinir augnaráði Þorgríms nefs að Goggnum, sem tekur ekki eftir neinu. Starir yfir sig. Deyr.
hvurslags finnur ekki Latnesku orðabók Cassels og brestur í ólæknandi harmagrát. Deyr.
Nermal þeytir geisladisknum með Spice Girls í átt að Goggnum, en hann kemur til baka e.o. boomerang. Deyr.
Pó setur bilaða ör á streng bogans míns, sem fer hringinn í kring um Gogg, og svo heim aftur. Deyr.
Útvarpsstjóri les yfir fræðigreinarnar um rými, til að athuga hvort þær virki. Þær gera það. Deyr.

Aðgerðir annarrar umferðar, ef að henni kemur, skulu skilast inn fyrir kl. 23:00 í kvöld.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 22/10/09 11:12

Áfram G!

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/10/09 12:08

Goggur ákveður að Fourier ummynda Grýtu. Það tekst. Lifir.

Golíat er vinur allra nema sjálfs síns og kafnar á eigin öfund og illmælgi. Deyr.
Grýta bónar skallann áfram og ummyndast í Fourier. Deyr.

Goggurinn sigrar með glæsibrag.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 22/10/09 12:25

Jæja þá.... Til hamingju Goggur!

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 22/10/09 12:31

Til hamingju Goggur!
Þau eru seig G-in!

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 22/10/09 13:34

‹Fagnar ógurlega› Skál! Tx

Ég hugsa að ég haldi mig í ummyndunum, næst get ég notast við Laplace-ummyndun. Hér má lesa meira um hana.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/10/09 13:47

Goggurinn mælti:

‹Fagnar ógurlega› Skál! Tx

Ég hugsa að ég haldi mig í ummyndunum, næst get ég notast við Laplace-ummyndun. Hér má lesa meira um hana.

Þetta er aldeilis áhugaverð lesning! Myndirnar eru líka fallegar.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
        1, 2, 3 ... 51, 52, 53 ... 63, 64, 65  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: