— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 232, 233, 234 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fíflið 5/4/09 12:32

Ég er mikil menntamaður,
mestur allra manna.
Gauka ég þó að þér glaður,
gulli minna tanna.

_____________________________________________________________________________________

* [ ATH ! ]

Góðan daginn & velkominn á svæðið – hér leyfi ég mér að gera smávegis athugasemdir við vísuna héraðofan.

Í fyrsta lagi er ansi hressilega ofstuðlað í fyrriparti, þarsem a.m.k. tveimur m-ljóðstöfum er ofaukið miðað við ríkjandi bragfræði-iðkun. Í öðru lagi er stuðlasetning seinnipartsins óviðundandi, þarsem of langt er á milli g-stuðlanna.

Helsta almenna reglan ætti að vera sú að hafa tvo stuðla í frumlínum (1. & 3.), en á milli þeirra má ekki vera meira en ein s.k. kveða (einnig nefnt bragliður). Ennfremur þarf að passa að stuðlarnir séu ekki báðir í lágkveðum, einsog það er kallað. Síðlínurnar (2. & 4.) hefjast þá á samsvarandi höfuðstaf, & ættu helst ekki að innihalda fleiri áhersluþung atkvæði með þeim ljóðstaf.

Annars bendir allt til þess að þú sért með grundvallaratriðin n.v. á hreinu, svo það ætti að vera einfalt mál að pússa þetta aðeins til.

- m/vinsemd - z n ó j -

_____________________________________________________________________________________

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 5/4/09 14:01


Ég rölti latur Laugarveginn
læddist ekki Offi þar.
Kotaroskinn þurr og þveginn
en þreitulegur karlinn var.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/4/09 21:17

Var hér áður álæði
arðránið þá mikið.
Nú fær karlinn kálfæði
kreppan étur spikið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/4/09 21:30

Spikið kemur hvölum vel
er kaldan sjó þeir vaða,
og akfeitan þar elta sel
sem utaná sig hlaða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
sulli 5/4/09 21:43

Hlöðu uppí sveit ég sá
sú var ekki fögur
beljan inni á básnum lá
býsna var hún mögur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
5/4/09 21:56

Mögur stúlka er Stína síst,
stór á alla kanta.
Hennar fremsta fag er víst
flatbökur að panta.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/4/09 14:15

Panta verð ég viftureim
vantar hana núna.
Reyndar leit að reimum þeim
er reynast vel þeim brúna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
6/4/09 15:26

Brúnn er ljótur litur mjög
og liggur jafnvel við
að hann brjóti litalög,
svo ljótt er ástandið.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/4/09 15:31

Ástandið er ægilegt
enda nú í rannsókn.
Þá fyrst verður þægilegt
þegar hefst hér framsókn.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
sulli 6/4/09 16:24

Framsókn manna frábær er
fram á veg skal halda
en kjósa Framsókn forðast ber
og fá á ný til valda.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 6/4/09 16:25

Framsókn sögð er þörf á þyngi
en þeirra lítil reynist sveit.
Vonarljós að Halldór hringi
heim svo flytji í æskusveit.

------------------------------------- Of seinn


Valda engu þessuir þursar
þeirra brátt er liðið stríð.
Enda miklir skammar skussar
skömmin hirði alla tíð

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
6/4/09 16:38

Valdi konu valdi sér,
valdamikla.
Kjarnafrú sú kona er,
og kann að sprikla.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/4/09 16:42

Valdabrölt með auðnum er
okkar þjóð til skammar.
Halda margir þá með þér
þegar hér þú djammar.

Örlítið of seinn.‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 6/4/09 16:44

,
Enn of seinn.

Spriklar ennþá lappi á lútnum
löngum hefur verið þrár.
Gaman er á kvæða kútnum
körlum meður engin sár
.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/4/09 16:50

Tíðarfarið fer að lagast
framsókn tekur völd á ný.
Hætta vinstri völd að jagast
vorið kemur með sín ský.

Sprikla fiskar lífið lifnar
lækjarsprænur renna í
Vötnin fögru vakir rifna
vorið kemur með sín ský.

Og aftur of seinn,‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/4/09 16:58

Sárt að vera seinn
sjáfsagt þar ei einn.
Enn með vorsins von
vænti ég að Spron
Muni Margeir hjá
mikið græða á.

_____________________________________________________________________________________

* [ ATH ! ]

Ágætlega kveðið, en þetta ´emm-pé´ stuðlar í rauninni ekki í heyrandahljóði. Þaraðauki er keðjan komin í rugl.
- m/vinsemd
- z n ó j -

_____________________________________________________________________________________ Þetta hefur verið lagað.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 6/4/09 17:34

Á mína göngu lífsins lít
í ljóss og myrkurs skugga.
Þar til stóra happið hlit,
hamyngjan mun rugga.

_____________________________________________________________________________________

* [ ATH ! ]

Stuðlar í lágkveðum. Aukþess fylgir vísan ekki þræði . . .
- m/vinsemd
- z n ó j -

_____________________________________________________________________________________

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Tíðarandinn er mér kær,
einsog Danny Zuko.
Flest, sem þótti flott í gær,
finnst mér núna púkó.

        1, 2, 3 ... 232, 233, 234 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: