— GESTAPÓ —
Hvaða raunheimsskáld orti?
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 21, 22, 23 ... 60, 61, 62  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
18/3/09 15:27

Ekki var það Káinn.

Kvæði:

Sveinn í ævilangferð lagði
- létt var sporið, móður hló -
fyrir meira en fimmtíu árum,
átti nesti og nýja skó.
Ferðapeli af vonavíni
var hans bezti gripur þó.

Ég held ég fari rétt með að bókin sem var endurútgefin á síðasta ári hafi verið eina ljóðabók skáldsins. Hún hefur notið fádæma vinsælda, en fyrir þessa útgáfu höfðu ca. 5-6 útgáfur af henni selst upp til agna. Bókin ber óvenjulegt nafn fyrir ljóðabók.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 19/3/09 18:39

Gæti það hafa verið Þorsteinn Erlingsson? En ljóðabókin man ég ekki hvað heitir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
20/3/09 12:38

Ekki var það Þorsteinn. Titill ljóðabókarinnar vísar til plönturíkisins.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 20/3/09 19:39

Þetta orti Örn Arnarson (Magnús Stefánsson 1884-1942)

Ég spyr ykkur um höfund þessa kvæðis..

Maður minnist og saknar-
maður hrekst um hinn dapra sæ
unz báran blóðuga vaknar
og ber hann að nýrri strönd sem fræ;
stund sem var stutt er gengin;
stormar rísi og byljina hvessi-
hver þú ert veit enginn
annar en ég og vísa þessi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
21/3/09 02:36

Já, drullusokkurinn þinn, það var rétt. Ljóðabókin heitir Illgresi (borið fram: „illgresi“ (en ekki: „111 gresi“)) þar sem Magnús Stefánsson notaðist við dulnefnið Örn Arnarson.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 22/3/09 18:04

111 gresi hefði nú óneitanlega verið mun óvenjulegra nafn á ljóðabók.

En um kvæðishöfundinn sem nú er spurt hef ég ekki grænan grun. Langar samt að gizka á Kristján frá Djúpalæk.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 22/3/09 20:02

Nei, ekki Kristján frá Djúpalæk. Höfundurinn notar á tveimur stöðum semikommur. Í nýútkominni bók Sigurðar A. Magúsonar,
"Fótatak í fjarska," birtir Sigurður bréf frá Friðriki Þórðarsyni málaprófessor í Osló. Þar segir Friðrik að Magús Finnbogason
hafi kennt sér í menntaskóla, að semikommur noti aðeins bolsivikar. Þarna virðist Magnús Finnbogason hafa rétt fyrir sér; að
minnsta kosti hvað varðar þennan höfund, þegar hann orti kvæðið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/3/09 20:37

Kristinn E. Andrésson?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 22/3/09 21:16

Nei ekki Kristinn E. Andrésson. Ekki veit ég til að Kristinn E. Andrésson hafi ort, þó getur það vel verið. Höfundurinn er lifandi og hefur nýlega gefið út ljóðabók.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 23/3/09 01:46

Kommi, lifandi og virkur? Það þrengir hringinn nú þó nokkuð. Árni Bergmann?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 23/3/09 12:05

Nei, ekki Árni Bergmann. Ég man ekki eftir að Árni Bergmann hafi ort ljóð og birt. Sumir kalla hann eflaust atómskáld,
en hann er einni kynslóð yngri en þeir sem bókmenntafræðingar kalla atómskáldin. Hann hefur ritað um þjóðlegan fróðleik.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/3/09 12:52

Njörður P. Njarðvík?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 23/3/09 13:23

Nei, ekki Njörður P. Njarðvík. Fyrir nokkrum árum var gefið út ritsafn hans, þar eru bæði skáldsögur og ljóð og þýðingar. En hann hefur gefið út ljóðabækur eftir að ritsafnið kom út.
Hann þýddi m.a. Edgar Allan Poe.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/3/09 13:43

Thor Vilhjálmsson?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/3/09 13:45

Eða Karl Ágúst Úlfsson? Þýddi hann ekki „Hrafninn“ eftir Poe?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 23/3/09 14:55

Árni Björnsson? Er hann ekki rauður?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bu. 23/3/09 15:22

Svavar Gests?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/3/09 16:12

Davíð Þór Jónsson?

To live outside the law, you must be honest.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 21, 22, 23 ... 60, 61, 62  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: