— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Andskotinn 30/10/03 21:15

Við yfirferð á hinni stórkostlegu vefsíðu http://www.leoncie-musik.com rakst ég á útskýringu á því um hvað titillag nýjustu plötu Indversku Prinsessunnar fjallar.

Radio rapist wrestler fjallar um "It's about a Sick, Demented, Oversexed, Sardine".
Nú er ég sæmilega mæltur á enska tungu og skil öll orðin en á pínu erfitt með meininguna. Ég held að það hljóti einhver djúp pæling að liggja að baki þessarar setningar og var að vonast til að mér vitrari menn hér á Baggalútnum gætu hjálpað mér. ‹Roðnar og flissar eins og smástelpa›

Plíííííss hjálpið mér

kveðja
heitur aðdáandi

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 31/10/03 12:38

sumt hefur eiginlega ekki dýpri þýðingu,,, sorrý

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
salvador 31/10/03 13:18

Anonymous mælti:

sumt hefur eiginlega ekki dýpri þýðingu,,, sorrý

-
þetta var ég að reyna,,, það er víst örlítill gestur í okkur öllum... he he

Salvador; Löggiltur SKRÓPAGEMLINGSMEISTARI gestapó
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Andskotinn 1/11/03 17:40

Ertu að meina að þessi mikli listamaður sé virkilega að fjalla um sjúka, vitskerta sardínu sem hefur stundað of mikið kynlíf.

Sardine hlýtur að hafa einhverja dýpri merkingu

‹klórar sér í höfðinu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 1/11/03 17:44

Ég held að sardínur risti aldrei djúpt, ekki einusinni á ristuðu brauði.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 1/11/03 17:44

Hefurðu leitað til Össurar Skarphéðinssonar með þessa spurningu? Hann veit allt um kynlíf urriða í Þingvallavatni. Þetta hlýtur að vera svipað hjá sardínunni. Nú svo má auðvitað spyrja listakonuna sjálfa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Andskotinn 1/11/03 18:36

Tjahh, þetta er lísing listakonunar á því um hvað lagið er. Hún er bara svo djúpt þenkjandi að ég skil hana ekki. Því hefur það lítið upp á sig að spurja hana.

Ég held að urriðar borði sardínur en stundi ekki með þeim kynlíf, því tel ég littlar líkur á því að Össi geti svarað þessum spurningum.

hmmmmm nema kannski að urriði hegði sér svipað og ákveðnar köngulær og éti makann eftir mökun og éti þessvegna sardínur.
‹Starir þegjandi út í loftið›

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Márus 3/11/03 12:59

Hér er augljóslega verið að tala um fyrirbærið sarð-dýnu sem var mikið notuð á tímum frjálsra ásta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/11/03 13:04

...eða saurdýna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 3/11/03 13:13

Nú eða sargdýna en hún er þvert á nafnið, mjög hljóðlát.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
gleðigantur 3/11/03 15:46

Ég hugsaði lengi hvað kvæðasnillingurinn gat verið að meina og varð að leita til orðabókar.
Þar kom fram að þetta orð er einnig yfir þrengsli (slangur reyndar), T.d: the bar is sardined with people.

Þannig að gæti þetta ekki bara þýtt að hún hafi orðið veik og brengluð á því að það sé of oft um þrengsli hennar farið.

‹finnur fyrir létti›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Güber 3/11/03 18:29

Í hennar tilfelli er varla um þrengsli að ræða

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 3/11/03 19:00

Það er ólíklegt, Mein Herr

» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: