— GESTAPÓ —
Jóladagatal Geimverunnar
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 8/12/08 09:12

Takk, Geimvera.

Hyvää Joulua!

Og þar er y borið fram eins og íslenskt u í "upsilon", ä eins og a í ameriska orðinu "cat".

Og, fyrirgefiði ef ég er of afskiptasamur, en á eistnesku hljómar það

Röömsaid Jöulupühi.

Þar sem ü er eins og finnskt y, þýskt ü eða næstum eins og íslenskt u. Og ö ætti að vera með svona báru en ekki með tvípunkt, og er hljóð á milli ü og ö.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 8/12/08 12:37

Rõõmsaid Jõulupühi?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 8/12/08 13:06

8. desember

Franska: Bon noël.

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 8/12/08 14:26

Fergesji mælti:

Rõõmsaid Jõulupühi?

Akkúrat. Svona er það.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 9/12/08 14:25

9. desember


Þýska: Fröhliche Weihnachten.

‹♪Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó♪›

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 10/12/08 16:57

10. desember

Gríska: Kala christouyenna!

Það virkar greinilega ekkert að syngja um meiri snjó. Nú er hann bara horfinn.

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 10/12/08 17:13

Kiddi Finni mælti:

Fergesji mælti:

Rõõmsaid Jõulupühi?

Akkúrat. Svona er það.

Þess utan kunnum vér afar fátt í Eesti keel.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/12/08 21:43

Geimveran mælti:

Það virkar greinilega ekkert að syngja um meiri snjó. Nú er hann bara horfinn.

Eigum við að prófa öfuga sálfræði?

Minni snjó, minni snjó, minni snjó♪♪

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 10/12/08 21:45

Vart verður hann minni en nú.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 10/12/08 22:05

Hexia de Trix mælti:

Þið eruð að grínast, er það ekki? „Á baðkari til Betlehem“ er eitt það alversta, ef ekki bara alvondasta, sem framleitt hefur verið. Ég fæ enn hroll bara við að hugsa um „leikkonuna“ sem lék vondu konuna. Þið verðið að fyrirgefa, mér finnst hún með eindæmum lélegur leikari og alltaf föst í sömu árans óþolandi svipbrigðunum. ‹Kúgast›

Er hún ekki bakkahirðir á Stjörnutorginu?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 10/12/08 22:22

Kæmi mér ekki á óvart. Ég hins vegar á svo sjaldan leið um Stjörnutorgið að aðrir verða að svara því. Reyndar er mér til efs að hún vinni þar blessunin - ég er varla ein um það að missa matarlystina bara við að hugsa um hana...

...enn og aftur biðst ég afsökunar á hreinskilni minni. Ég þekki ekkert til manneskjunnar sem vafalaust býr yfir mörgum kostum. Að mínu mati er leikur hins vegar ekki einn af þeim.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 11/12/08 15:12

11. desember

Ítalska: Buone feste natalizie.

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 12/12/08 17:17

12. desember

Lettneska: Prieci'gus ziemsve'tkus un laimi'gu jauno gadu!


Giljagaur kemur í kvöld.

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 13/12/08 02:50

Slóvakíska: Vesele Vianoce

ég veit að Stúfur kemur þriðji en hver var annar?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lokka Lokbrá 13/12/08 02:59

Íslenska jólasveina dagatalið byrjar í nótt.

Stekkjastaur var fyrstur.

-Lesbía - Hefur stimpil frá Innflytjendahliðinu fyrir fína beljuspeki! - Opinber eign Wayne Gretzky-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 13/12/08 11:12

Grágrímur mælti:

Slóvakíska: Vesele Vianoce

ég veit að Stúfur kemur þriðji en hver var annar?

Er það ekki 1. Stekkjastaur 2. Giljagaur 3. Stúfur ...

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 13/12/08 18:38

13. desember

Litháíska: Linksmu kaledu.

Stúfur kemur í kvöld.

Kvæði:

Stúfur hét sá þriðji,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.
                         Jóhannes úr Kötlum   

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 13/12/08 18:41

Hérna koma vísurnar um Stekkjastaur og Giljagaur.

Kvæði:

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
-Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.

Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

‹Hringir heim›
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: