— GESTAPÓ —
Jóladagatal Geimverunnar
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 2/12/08 15:20

2. desember.

Gleðileg jól á Króatísku: Sretan bozic.

‹Hringir heim›
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 2/12/08 15:25

Ég opnaði blút númer 2 áðan.
Það er engin tilviljun að það séu 24 blútar í kassa.
Jóladagatal kokka.‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lepja 2/12/08 15:44

Ég hélt að þetta væri þannig að maður kæmi inn og fengi að vita hvað maður fær í geimverujóladagatalinu.
Í súkkulaðidagatalinu mínu fékk ég kisu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/12/08 15:50

‹Flissar yfir innleggi Hvæsa›

Annars fékk ég jóladagatal í vinnunni í fyrra, sem og í hitteðfyrra. Ekki bólar á slíku þetta árið. Árans kreppa.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/12/08 16:00

Ég á Andrésar Andar jóladagatal.
Í gær fékk ég Gull Ívan Grjótharða og í dag fékk ég Vask (hundinn).

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 2/12/08 16:03

Tigra mælti:

Ég á Andrésar Andar jóladagatal.
Í gær fékk ég Gull Ívan Grjótharða og í dag fékk ég Vask (hundinn).

ég er nú ekki búinn að opna í dag. Gleymdi í gær .

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 2/12/08 16:04

Tigra, fékkstu dagatal með blaðinu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/12/08 16:31

Wayne Gretzky mælti:

Tigra, fékkstu dagatal með blaðinu?

Já bæði með blaðinu og líka með syrpunni.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/12/08 16:32

Hey segið mér, hvernig er með jóladagatal sjónvarpsins? Er það ekki í gangi?
Hvaða dagatal er? Veit einhver það? (þau eru nú búin að vera í stanslausum endurtekningum frá því að ég var lítil).

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 2/12/08 16:41

Það er eitthvað með Halldóri Gylfasyni. Þá vil ég nú frekar Pú og Pa.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/12/08 16:46

Nú eitthvað nýtt? Það hefur ekki gerst lengi!
Pú og pa... á baðkari til Betlehem, Smiður jólasveinanna...eða hvað þetta hét... ég man satt að segja ekki nöfnin á næstum öllu.
Ég held samt að ég eigi ennþá uppí skáp öll gömlu dagatölin.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 2/12/08 16:53

Hvað hét þetta sem Blámi var aðalhetjan í ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 2/12/08 17:04

Lepja mælti:

Ég hélt að þetta væri þannig að maður kæmi inn og fengi að vita hvað maður fær í geimverujóladagatalinu.
Í súkkulaðidagatalinu mínu fékk ég kisu.

Þetta er dagatal sem opnast sjálfkrafa. Þú fékkst...... Stretan Bozic.

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/12/08 17:10

Hvæsi mælti:

Hvað hét þetta sem Blámi var aðalhetjan í ?

Stjörnustrákur eða e-ð?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 2/12/08 17:22

Ég var að moka holu hérna einhverstaðar og nú finn ég hana ekki. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Aww, Á Barðkari til Betlehem ‹Ljómar upp› Það er samt ekki núna. Annars á ég súkkulaðidagatal.

Kvæði:

Í Jóladagatali Sjónvarpsins í ár leita vinirnir Dýrmundur og Rottó að dýrunum í Húsdýragarðinum eftir að þau hverfa á dularfullan hátt.

Dýrmundur Dalfjörð fær vinnu sem næturvörður í Húsdýragarðinum.

Hann er himinlifandi þar sem hann sér nú fram á að hafa efni á að gefa kærustunni hring í jólagjöf.

Eftir að Dýrmundur hefur störf fara dýrin í garðinum að hverfa á dularfullan hátt.

Dýrmundur reynir að leyna því en það gengur ekki sem best.

Komist það upp gæti hann misst vinnuna og þá fær kærastan hans engan hring.

Rottó vinur hans sem er rotta reynist honum hjálpsamur.

Dýrmundur er fremur einfaldur en Rottó hefur ráð undir rifi hverju og saman reyna þeir að finna út hvað er á seyði.

Við fylgjumst með framvindu málsins.

Þar höfum við það...

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Geimveran 2/12/08 18:02

Mér fannst nú Jesús og Jósefína með þeim þetri. En ég hef líka bara séð svo fá.

‹Hringir heim›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/12/08 18:14

Jesús og Jósefína?
Vá það hefur komið eitthvað eftir mína tíð.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: