— GESTAPÓ —
Frjáls leikur Ívars: Hvernig er veðrið?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 21, 22, 23 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 17/6/04 09:14

mjög fínt gluggaveður en ég held að það eigi eftir að hlýna.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 17/6/04 11:42

Ömurlegt gluggaveður á sjálfan 17.Júní. Maður vaknar hnerrandi og byrjar á að loka öllum gluggum.

En eitt er það við svona veður sem gerir 17. júní alveg ótrúlegan, það er þetta hvernig hljóðbylgjur úr míkrafónum útiskemmtana fjúka einhvernveginn upp í vindinn og slitrur úr röddum ræðuhaldara endurvarpast á ótrúlegustu stöðum í andrúminu...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 17/6/04 11:44

Það er ekkert svoleiðis hjá mér. Býrðu nokkuð í kjallaranum Alþingishúsinu?

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 17/6/04 11:54

Æi fattarðu ekki þegar þú ert á útískemmtun á 17 júní ‹æi þú hefur greinilega aldrei búið á 101› og þegar rokð er mikið þá geta hljóðbylgjurnar hagað sér svolítið einkennilega. Það er svolítið erfitt að skýra þetta út, en þeir eru örugglega einhverjir sem fatta þetta.

Hvar ertu í bænum, Frelli og hvernig er veðrið hjá þér núna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 17/6/04 14:10

Núna er ég við sjóinn. Annars bý ég á Grafarvogsheiði.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 19/6/04 16:17

Sól og blíða en þó alskýjað og nokkur kalsi í lofti. Enginn vindur nema þessi hægi að austan

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 20/6/04 12:39

Skýjað og frekar kaldur, hægur andvari. Hauststemning.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/6/04 18:35

Glæsilegt sumarveður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/6/04 08:15

Það er ekki hundi inn sigandi í þetta veður. Varla hægt að ætlast til að fólk sé inni að vinna undir svona kringumstæðum.

Hmm...ég gæti þurft sólvarnarkrem í dag. Hver er heppilegasti styrkleikinn, svona ef maður vill ekki brenna upp til agna en hefur ekkert á móti því að fá smá lit á hörund? Veit einhver um það?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 21/6/04 15:49

Bara tékka í apótekinu, ætli styrkleikinn væri ekki á bilinu 10-15 á Niveaskalanum...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/6/04 18:34

Fann gamalt myglað Piss Búinn í klósettskápnum, númer 15. Ég vona að það hafi virkað. Ég er í það minnsta ekki orðinn eins og Frelsishetjan í útliti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 21/6/04 18:37

Hakuchi. Þú myndir náttúrlega fá stelpurnar hlaupandi til þín ef þú værir eins og ég. Ég skil ekkert í þér að þú viljir það ekki.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/6/04 18:39

Ég hef hana Júlíu mína.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 21/6/04 20:16

Æjj já. Nú skil ég ástæðuna.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/6/04 21:41

Í dag er einmunatíð og notum vér hér með tækifærið og mótmælum því formlega að hér á þessu storm- og kuldaskeri skuli eigi vera "fljótandi" helgar (með fáeinum undantekningum, það er með öllu óheimilt að færa næstu helgi).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 21/6/04 21:50

Æ mikið er íslenska sumarkvöldið yndislegt. Mann langar til að hoppa og skríkja með smáfuglunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/6/04 21:52

Það er eitthvað aðeins að taka í vindinn hérna í vesturbænum. Bölvaður gegnumterkkur og kötturinn að verða kolvitlaus. Best að loka einhverjum gluggum...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/6/04 17:27

Diotallevi mælti:

Æ mikið er íslenska sumarkvöldið yndislegt. Mann langar til að hoppa og skríkja með smáfuglunum.

Svo ég vitni í orð norsku skáldkonunnar Margit Ravn: Draumbjarta sumarnótt / dásemdarík!
Á nokkuð að rigna á morgun?

        1, 2, 3 ... 21, 22, 23 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: