— GESTAPÓ —
Lömbin mín nær og fjær
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/9/07 11:55

Jæja, það er skemmst frá því að segja að getta gestasvæði er óttalega berrassað ennþá. Eins og ég.

En þið ættuð að geta leikið flestar ykkar kúnstir eftir sem áður.

Einhver tilraun var gerð til að dæla inn gömlum svæðum og drasli frá fyrri tíð. Þið getið gramsað eitthvað í því, og eflaust vantar eitthvað.

Guð veri með ykkur.

T.

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Jóreykur 2/9/07 11:57

En vantar ekki allt draslíð frá síðustu vertíð?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/9/07 11:58

Þakka þér gamli skarfur!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Jóreykur 2/9/07 11:59

Hvar eru Sarpurinn og Sandkassinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég býð ritstjórnina velkomna til baka úr sumarfríinu.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
U K Kekkonen 2/9/07 12:03

Þakkir Enter og verði Guð þér náðugur.

- Yfirmaður Skógarhöggsstofnunar Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 2/9/07 12:04

Takk gamli minn.
Má ég þá loka Kaffi Blút?

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 2/9/07 12:06

Góði skelltu í lás Garli.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/9/07 12:07

Nei, ekki loka kaffiblút strax... það eru framkvæmdir í gangi þar

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 2/9/07 12:08

Sælir, pungarnir mínir. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›[/s]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/9/07 12:34

Þakka þér fyrir að opna fyrir okkur Enter minn.

Komið þið blessuð og sæl.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/9/07 13:47

Sælir heillapungarnir mínir.

Ég ætti máske að orða þetta ögn nánar; gestasvæðið er eiginlega bara í tómu fokki.
Það stóð nefnilega til að uppfæra það (sjá nánar hér: http://www.phpbb.com/) en það hafðist ekki. Gögnin voru því komin annað og þeim þurfti að dæla hér inn í gamla kerfið í flýti.

En við erum þó altént saman í súpunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/9/07 13:48

Þetta er fínt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/9/07 13:50

Já, bara sallafínt.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 2/9/07 13:50

Bastarðir. Hvar eru næstu tónleikar?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/9/07 13:56

Og hvar er upptakan af Tekknó-útgáfunni af "Pabbi þarf að vinna"? ‹Djöfulsins snilld›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 2/9/07 16:00

Þetta er bara nokkuð þolanlegt hérna þrátt fyrir að vera rétt rúmlega fokhelt. ‹Dettur um múrskeið›

En Enter kallinn minn, svona ef þú rekst á það í framkvæmdunum þínum, heldurðu að þú getir laumað inn eins og pínkuponsulitlu ártali í dagsetningar á innleggjum? Það er svolítið ruglandi fyrir fræðimenn og grúskara að sjá ekki hvaða ár er um að ræða, sérstaklega í sorpminjasafninu. ‹Horfir með hvolpasvip á Enter og rekur sig í málningarfötu› Úps.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 2/9/07 18:21

Komið öll sæl og blessuð kempur jafnt sem konungar, dömur jafnt sem dræsur, náungar mínir nær og fjær.

Mikið er nú gott að geta farið aftur að sveifla lyklaborðinu og skála við ykkur.

Það stefnir í góða tíma og nú verður svo sannarlega tekið á því.

Skál kútarnir mínir!

-

Þorpsbúi -
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: