— GESTAPÓ —
Hvaða ljóð?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 38, 39, 40 ... 71, 72, 73  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 1/5/07 23:46

Á einum staf!!! Nú verðurðu að toppa þetta með því að leysa úr eingöngu stjörnum.
‹Glottir›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/5/07 23:48

Það mætti svo sem prófa að byrja alltaf þannig. ‹Ljómar upp›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 1/5/07 23:49

Þetta er sáraeinfalt. Þriggja stafa orð sem endar á n . Von, Jón, hún, ein.
Ein var
Jón var
Hún var hýr og rjóð.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/5/07 23:50

Einmitt. ‹Ljómar upp›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 1/5/07 23:51

Mér finnst það ekkert sáraeinfalt.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 1/5/07 23:51

Man, sin, væn, tin, kyn, bón, vin, dyn....
‹Klórar sér í höfðinu›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Þetta sýnir okkur bara að Vímus er snillingur.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 2/5/07 00:01

Mesti vandinn við þetta er að raða í sig réttu lyfjunum svo heilinn starfi rétt.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Schrödinger Kisinn 2/5/07 17:41

Þetta er skemmtilegt ljóð, veistu nokkuð hvar er hægt að lesa það allt?
Var að rifja þetta upp og ef ég man rétt þá gekk mamma hennar Tótu á krukkum? Getur það passað? og afhverju þá?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/5/07 18:02

Kvæði:

Hún var hýr og rjóð,
hafði lagleg hljóð,
sveif með söng um bæinn,
sumarlangan daginn.
Hún var hér og þar,
á hoppi alls staðar,
en saumaskap og lestri,
sinnti hún ekki par.

Tóta litla tindilfætt
tók þann arf úr föðurætt
að vilja lífsins njóta,
veslings litla Tóta.
Ýmsum gaf hún undir fót,
umvandanir dugðu ei hót.
„Aðrar eru ei betri ef að að er gætt“,
svaraði hún Tóta litla tindilfætt.

Mamma Tótu var,
mesta ógnarskar,
með andlit allt í hrukkum,
og hún gekk á krukkum.
Eitt sinn upp hún stóð
og æpti „Dóttir góð!,
Sæktu mér að lesa
sögur eða ljóð!“

Tóta litla tölti af stað
til að kaupa morgunblað.
„Seint ert þú á labbi“,
segir fjólupabbi.
„Ekkert varðar þig um það,
ég þarf að fá eitt morgunblað.
Maður getur alltaf á sig blómum bætt“,
svaraði hún Tóta litla tindilfætt.

Mamma Tótu beið,
gerðist býsna reið,
er Tóta gekk í hlaðið,
hún hrifsaði morgunblaðið.
„Að bjóða bókaorm,
blað með svona form,
ég heimta að fá að lesa,
Harðjaxl eða Storm.“

Tóta litla tölti af stað,
til að kaupa annað blað,
lengi mátti hún ganga
að leita að Oddi og Manga.
Farnir voru fuglar þeir
til fundahalda báðir tveir.
Blaðakóngar hafa lengi lýðinn frætt,
og að þeim leitar Tóta litla tindilfætt.

(Það hafði verið frétt í einhverju blaði, þýdd úr dönsku, um að einhver hefði gengið við hækjur (krykker), og það var þýtt að viðkomandi hefði gengið á krukkum, og rataði náttúrlega beint inn í revíu. Í dag hefði það verið frétt á Baggalúti.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 2/5/07 18:21

Hérna hefur þú ljóðið eins og ég kann það. en þetta með krukkurnar held ég að sé á misskilningi byggt.
Ég held að þetta sé léleg þýðing úr dönsku eða sænsku. Hækjur á sænsku eru kryckor og í dönsku er það
eitthvað svipað. Kerlingin gekk sennilega við hækjur en ekki á krukkum.

Mamma Tótu var
mesta ógnarskar
Með andlitið allt í hrukkum,
og hún gekk á krukkum.
Eitt sinn upp hún stóð,
og æpti dóttir góð
sæktu mér að lesa sögur eða ljóð.
Tóta litla tölti af stað
til að kaupa Morgunblað.
Seint ert þú á labbi,
sagði Fjólupabbi.
Ekkert varðar þig um það,
ég þarf að fá eitt Morgunblað.
Maður getur alltaf á sig blómum bætt,
svaraði hún Tóta litla tindilfætt.

Nú Billi er kominn með þetta allt.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/5/07 18:24

Það er mjög algengt að þriðja erindinu sé sleppt í skrásetningum.
Ég bjó hins vegar svo vel í mínu ungdæmi að 78 snúninga plata með upptöku af þessu lagi var til á mínu heimili, og var hún fastagestur á plötuspilurum heimilisins.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Schrödinger Kisinn 2/5/07 18:26

Frábært! þakka þér fyrir þetta Billi bilaði! Þetta er frábært svar! Einkennileg þýðing þó, þar sem mjög auðvelt er að rugla þessu saman við sultukrukkur...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 2/5/07 21:20

Jæja næsta ljóð.

***u* ***u* ** u* *****u**,
*** ** *** u* *** ** ****.
****u* ******* **** u* *******u**
***** ***** ***** *** ****.
********* ***u* ** ** **,
***** **** ** ****** ***.
*u**** **** * ****u* ****** **,
******* ***u* **** ***** **.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/5/07 10:45

Kvæði:

Bátur líður út um eyjasund
enn er vor um haf og land.
Syngur blærinn einn um aftanstund
aldan niðar blítt við sand.
Ævintýrin eigum ég og þú
ólgar blóð og vaknar þrá.
Fuglar hátt á syllum byggja bú
bjartar nætur vaka allir þá.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 3/5/07 12:33

Yeeessssss!

Ekki lengi að því með einn staf.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/5/07 12:39

‹Ljómar upp› Ég fattaði loksins „aftanstund“.

*** *g **** *g ******* ****
******* *** * ***** ***.
****** * ***** *g ****** * ****,
*****g**** * ***********.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 3/5/07 12:51

Hvað segirðu um þetta?

Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunarstund.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
        1, 2, 3 ... 38, 39, 40 ... 71, 72, 73  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: