— GESTAPÓ —
Málvillur nútímans og málvöndun almennt.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/10/06 22:37

Þú hefur alla mína samúð fyrir að hafa mátt þola dönsku eins lengi og raun ber vitni. Þú getur huggað þig við það að yfirþyrmandi dönskuhjal í tíma og ótíma getur vart gert annað en herða þig í að tjá þig á vandaðri íslenskri tungu. Það er engin tilviljun að íslenskunnar andans jöfrar á borð við Jónas eyddu drjúgum tíma í baunaveldi og hafa án efa tvíelfst af íslenskuást fyrir vikið.

Danskan má eiga það að hún undirstrikar fegurð íslenskrar tungu og er jafnframt víti til varnaðar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/10/06 22:45

Bara eftir 5 könnur af Tuborg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 24/10/06 01:25

Gimlé mælti:

Hvornår smager en Tuborg bedst?

Hvergang!

‹Klórar sér í höfðinu› Þennan myndi ég varla skilja fyrr en eftir nokkur stefnumót við þá bræður, Carlsberg og Gustavsberg.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 24/10/06 01:33

Gimlé mælti:

Hentistefna er drengileg iðja og aftar hentug.

Það er hún, en hún hefur leikið mig og nafna mína grátt í gegnum tíðina.
Nú heiti ég Sveinbjörn(sem og maðurinn sem prýðir notendamyndina mína) og hef ég lent í illdeilum yfir eignarfallinu á þessu, að mér finnst, fallega nafni.
Er það til Björns? Eða er það til Bjarnar?

Ég vil meina að það geti einungis verið að til Bjarnar sé rétt, eða í það minnsta „réttast“. Máli mínu til rökstuðnings færi ég nafn kaupstaðar á vesturlandi sem heitir því ágæta nafni „Bjarnarhöfn“ og er nefnd er, skjátlist mér ekki, eftir Birni bjólan landnámsmanni sem getið er í Laxdælu.

Hvert er ykkar álit?

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 24/10/06 01:45

Rauðbjörn mælti:

Gimlé mælti:

Hentistefna er drengileg iðja og aftar hentug.

Það er hún, en hún hefur leikið mig og nafna mína grátt í gegnum tíðina.
Nú heiti ég Sveinbjörn(sem og maðurinn sem prýðir notendamyndina mína) og hef ég lent í illdeilum yfir eignarfallinu á þessu, að mér finnst, fallega nafni.
Er það til Björns? Eða er það til Bjarnar?

Ég vil meina að það geti einungis verið að til Bjarnar sé rétt, eða í það minnsta „réttast“. Máli mínu til rökstuðnings færi ég nafn kaupstaðar á vesturlandi sem heitir því ágæta nafni „Bjarnarhöfn“ og er nefnd er, skjátlist mér ekki, eftir Birni bjólan landnámsmanni sem getið er í Laxdælu.

Hvert er ykkar álit?

Ég er stuðningsmaður Bjarnar eignarfallsins en málfræðingar vilja meina að Björns eignarfall sé jafn rétt og sú fyrri. Til stuðning Björns eignarfalli er gjarnan bent á -son og -dóttir því til stuðnings og eru þar sterk rök á ferð.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 24/10/06 01:49

Svo er vert að minnast á „Sigurðs“ og „Sigurðar“ deiluna.
Mér þykir synd og skömm að þessu eignarfallsessi skuli vera heimilt að breyta orðum, þó að flestum finnist þau þjálli fyrir vikið þá er það mín meininga að fyrir hvert hart „err“-hljóð sem við missum færumst við nær enskunni.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 8/12/06 10:19

Hví kallast orðin u-stofna?
Gætuð þér frœtt oss um það.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Ormlaug 11/12/06 15:22

Ég vil hafa hér eftir texta eins falsmiðilsins:

Málhaltur.is mælti:

Ítalska lögreglan vill láta setja á fót sérstaka lögreglusveit sem ætlað yrði að taka á vexti nýrra trúarhópa, þá sérstaklega á ofbeldisfullum djöfladýrkendum. Í nýju sveitinni mætti finna sálfræðinga auk prests sem sérhæfði sig í hinu dulspekilega.

Lögreglusveitin myndi hafa það verka að samræma, á landsvísu, rannsóknir trúarhópum sem möguleg ógn stafar af.

Þessi hugmynd kemur í kjölfar óhugnanlegra morða sem hafa vakið mikla athygli sem nýrri kynslóð djöfladýrkenda hefur verið kennt um.

Djöfladýrkendurnir blanda saman svarta galdri, hörðum fíkniefnum, kynlífi og þungarokki svo úr verður banvænn kokteill.

Eitt nýlegasta dæmið tengist gengi sem kallast „Skepnur Satans“. Gengið barði og gróf lifandi tvo af sínum eigin meðlimum, svar var ungt par, í skógi skammt frá Mílanó.

Að sögn sérfræðingar eru djöfladýrkendur fámennur hópur á Ítalíu sem eiga m.a. rætur sínar að rekja til þeirrar firringar sem unglingar upplifa ekki síður en hvað snertir trúarlega þætti.

En um það bil milljón Ítalir tilheyra trúarhópum sem séu í minnihluta og óttast sumir sérfræðingar að nýja lögreglusveitin myndi taka þetta fólk einnig fyrir, þrátt fyrir að trúarbrögð þeirra séu skaðlaus sama hversu undarleg þau megi virðast

Þetta er bara einhver al versti fréttatexti sem ég hef séð á gagnvarpinu í langan tíma. Mikið af villum og jafnvel þar sem orð eru rétt rituð þá er málfarið svo slappt að mér leið eins og ég væri að saxa hráan lauk þegar ég las þetta.

Fegurðin kemur að innan! • Heimska anórexíu beyglan þín!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 11/12/06 16:02

Hér mætti halda að Google þýðandinn væri að verki ef hann kynni á annað borð íslensku. Annar skaðvaldur er Word ritvinnsluforritið enda reytti ég reglulega af mér allt hárið vegna afskiptasemi þess. Er ég setti upp nýja tölvu ákvað ég strax að slökkva á allri slíkri afskiptasemi.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Montessori 11/12/06 18:34

Mættum vjer forvitnast um hvaða nytsamlega forrit þjer notið í stað „ORÐS“ við uppsetningu rafbrjefa.

María mey. Eigandi eftirfarandi fyrirtækja og fjelaga: BF Group® Ltd., Baggaflug hf.® og Loftfari®.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 12/12/06 11:49

Montessori mælti:

Mættum vjer forvitnast um hvaða nytsamlega forrit þjer notið í stað „ORÐS“ við uppsetningu rafbrjefa.

Ekkert kemur fljótt í hugann annað en orðið RITVINNSLA. Fyrir Excel hafa margir kallað til orðið TÖFLUREIKNIR.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/12/06 13:26

Notar hann ekki bara „Orð“ en er búinn að slökkva á öllum sjálfvirknieiginleikum?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/12/06 13:55

‹Ræskir sig›

Ég mæli með OpenOffice öllum þeim til handa sem vantar ritvinnslu, töflureikni, eða eitthvað í þá veru.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 12/12/06 14:22

Þetta kom nú eins og skrattinn um heiðskíra nótt!

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 12/12/06 15:01

Þetta líkar mér! Ég hef oft haft áhyggjur af framtíð okkar sérstaka máls og er oft mjög hreykinn af þeim forréttindum mínum að vera einn af þeim örfáu jarðarbúum sem skera sig úr fjöldanum fyrir það eitt að tala íslensku.´Margir gamlir málshættir og orðatiltæki eru þó býsna undarleg og standast hvorki staðreyndir né rétta málfræði.
Tina mín. Mér datt í hug hvort ekki mætti bjarga þessu klúðri með skrattann og heiðskíra nótt með því að taka úr sömu línu í þekktu ljóði annað orð og segja: Bjöllurnar gullu úr sauðarleggnum?

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 12/12/06 15:20

Tja, eða þjófur úr sauðalofti. Eða kom sauðaloftið úr þjófnum? Það borgar sig alltént ekki að kasta skyrinu úr glerhúsi náungans.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 12/12/06 22:57

Þeir kasta vatninu sem eiga það.

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 14/12/06 00:33

Rétt áðan heyrði ég og sá auglýsingu frá Tekk Kompaníi. Þar þuldi karlmannsrödd upp einhverja þvælu, og klykkti út með setningunni "Bara fallegt um jólin"

Á þetta að fá mig til að verzla þarna? Ég vil kaupa hluti sem eru fallegir alltaf, ekki bara um jólin.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: