— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 7/11/05 19:12

Einhver lús virðist vera á kreiki þar sem leit er framkvæmd. Ef leitað er eftir t.d. öllu sem einhver höfundur hefur skrifað á Kveðist á, haldast leitarskilyrðin aðeins á fyrstu síðunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 7/11/05 19:49

Á íslensku er leitað að einhverju en á norðurlandamálunum letar man efter saker o ting.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 7/11/05 20:26

Raunar er leita eftir fullkomlega löggilt hér þar sem ég er að biðja um viðkomandi greinar (sbr. fala). Maður leitar t.d. eftir stuðningi allra vopnbærra manna - hér leita ég eftir öllum innleggjum á Kveðist á (eða bið um öll innlegg á Kveðist á). Eða er það misskilningur hjá mér? En hvað um það, útúrdúr.

Vafalaust á gagnrýni þín alveg rétt á sér. Þó sýnir einföld leit á Google að þú átt mjög langt í land með að fá fólk til að nota alltaf leita að.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 9/11/05 13:10

Er nú búið að eyðileggja ábendinguna með snakki!?

Enter, hefurðu einhverja skoðun á þessu? Það er nefnilega ótækt að maður geti ekki fundið öll ljóð einhvers skáldanna hér í einni andrá, vanti mann inspírasjón (eða bara eitthvað til að stela).

Tillaga þessu tengd: Hægt verði að velja að sjá innleggin (ef beðið er um þau) á læsilegri hátt. Nú virkar það svo ef valið er að sýnd séu öll innlegg, að upp kemur yfirlitsmynd yfir þau. Þar væri frábært ef þau kæmu eins og þau sjást venjulega á Lútnum, svo hægt sé að setjast með brúsa af góðu kaffi og lesa allar vísur einhvers snillings í einum rykk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 13/11/05 16:01

Isak Dinesen mælti:

Er nú búið að eyðileggja ábendinguna með snakki!?

Ef þú vilt kalla fram Enter verðurðu að fara með töfraþuluna. lesbía

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/11/05 16:55

Sjáið, hérna lesbó lesba,
lessu- þetta er -haf!
Þægi Enter þú mátt hespa
þessu snöggvast af

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/12/05 11:54

Ennnnnter!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 13/12/05 12:06

Enter er fullur, eða að skeina krakkanum... eða hvortveggja.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 13/12/05 12:12

Maður verður nú fjandakornið ekki fullur af einni ákavítisflösku! Krakkinn er annars löngu farinn að skeina sig sjálfur og kominn á kaf í indverska dulspeki.

Leit og póstur verða löguð við fyrsta tækifæri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/2/06 15:09

Enter, hefurðu náð að skoða þessa leitarlús eitthvað?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/2/06 15:24

NEI!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 3/2/06 14:59

Ja hérna! Og ég hélt þig séntilmann.

En jæja, væri e.t.v. hægt að leita með GET í stað POST, þannig að ég gæti einfaldlega skrifað:

http://www.baggalutur.is/search.php?search_author=Enter&search_forum=2

Mér sýnist nefnilega search_forum ekki vera tekið til greina í veffangi sem þessu.

» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: