— GESTAPÓ —
TILKYNNINGAR FRÁ HINU OPINBERA
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/12/04 19:09

Hér hafa verið teknar saman tilkynningar þær sem ber að lesa. Sumar eru óbreyttar en aðrar eru lagfærðar og staðfærðar með hliðsjón af efnahagsástandinu.

TIL NÝLIÐA
Skabbi Skrumari skrifaði ágætis pistil á EFST Á BAUGI. Ég tek mér það bessaleyfi að birta það örlítið breytt og leiðrétt ‹Glottir eins og fífl›

Góðar reglur til að fylgja:

1- Stafsetning og málfar skiptir miklu máli, vanda sig. Hér er meiri áhersla lögð á gott málfar en á flestum öðrum spjallborðum.
2- Passa sig á að hafa í heiðri almennar umgengisreglur, aðgát skal höfð í nærveru sálar, orðlýti og níð ber að varast.
3- Gott er að kynna sig í upphafi, menn fá yfirleitt góðar móttökur hérna, sérstaklega ef menn hafa í heiðri ofangreind atriði (sjá Vér ánetjaðir).
4- Félagsrit skulu vera vönduð og vel hugsuð, léleg félagsrit fara illa með mannorðið, sjaldan skal nota orð annarra í félagsriti nema geta heimilda.
5- Gott er að nota Skilaboð ef nýliði er í vafa um eitthvað, flestir Heimavarnaliðar taka því vel ef leitað er til þeirra.
6- Gott er að spá aðeins í það hvar nýir þræðir eiga að birtast, kveðskapur á t.d. hvergi heima nema í kveðskapnum, frumsamið helst ekkert annað.
7- Fyrst ég er að tala um kveðskap, þá má benda á www.rimur.is í sambandi við reglur um kveðskap.
8- Aðalatriðið er þó að hafa gaman af því að vera hér, anda rólega ef einhver pirrar þig og sleppa þá bara að svara því, því hér er nóg af þráðum til að svara.
9- Já, ekki má gleyma að tvípunktar og svigi lokast og annað slíkt er illa séð hér
10- Halda skyldi greinarmerkjafjölda í lágmarki. ,,Fleiri upphrópunarmerki en eitt gera ekki neitt" sagði faðir hans SlipknotFan13 alltaf.

Um breytingar á skrifum annarra og þínum skrifum:

Regla: Þegar verið er að vitna í skrif annarra, er bannað að breyta eða falsa þau skrif, þ.e. leggja mönnum orð í munn.
Leiðbeining: Einnig er ekki mælt með því að breyta eigin skrifum eftir á, sérstaklega ef mörg svör hafa komið á eftir sem krefjast þess að samhengið verði að haldast.

Efst á síðunni til hægri má sjá nokkur atriði:

Gestapó er mengi svokallaða „spjallsvæða“ sem þú ert staddur á núna og eru eftirtalin spjallsvæði hér:
Almennt spjall
Efst á baugi
Vjer ánetjaðir
Baggalútía
Undirheimar
Kveðist á
Dægurmál, lágmenning og listir
Vísindaakademía Baggalúts
Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
Lygilega vinsælir leikir
Fyrirspurnir
Umvandanir, ábendingar, tilmæli
Sorpminjasafnið.
(sjá neðar til útskýringar á þessum spjallsvæðum).

Hvert „spjallsvæði “inniheldur gríðarlegt magn af „spjallþráðum“ sem hver um sig er einstakur og skemmtilegur.

Athvarf yðar er svæði þar sem upplýsingar um þig koma fram ásamt nýjasta félagsriti þínu.

Ritstörf yðar er svæði þar sem þú býrð til, breytir og eyðir nýjum félagsritum (sjá neðar, upplýsingar um félagsrit).

Niðurskipan:
Þar skráirðu niður ýmsar upplýsingar um þig sem munu síðan birtast í Athvarfi þínu. Þar geturðu meðal annars sett inn mynd af þér og sett inn undirskrift sem birtist við öll Innlegg.

Póststöð er svæði þar sem þú getur lesið og sent póst til og frá öðrum einstaklingum innan Gestapó.

Félagsrit er svæði þar sem þú getur skoðað þau félagsrit sem búin hafa verið til.

Heimavarnalið er svæði þar sem þú sérð hverjir Gestapóarnir eru.

Útför er útskráning af Gestapó.

Spjallsvæðin eru:

Almennt spjall

(Skynsamlegar, rökvísar og dægrastyttandi umræður um lífið og jafnvel tilveruna.): Þetta er frekar laust í reipinu, nánast allt gengur hér, nema það sem á að vera á hinum svæðunum.

Efst á baugi
(Allt slúður og umræður um það sem efst er á baugi hverju sinni) Hér er ekki óalgengt að fólk ræði um það sem hæst ber hverju sinni. Hér má jafnvel tala um stjórnmál, jafnréttismál og annað sem getur orðið óþægilega erfitt. Samsæriskenningar vel þegnar.

Vjer ánetjaðir
(Kynningar, rafmæli, kveðjuteiti, myndbreytingar, andlát og fermingar gestapóa) Þetta segir sig sjálft. Hér eiga nýliðar að kynna sig.

Baggalútía
(Hin alltumlykjandi útópía fastagesta Baggalúts) Merkilegt samfélag. Nauðsynlegt er að lesa nokkra þræði til að komast inn í tíðarandan þar áður en þú byrjar að babla.

Undirheimar
(Skuggaveröld Baggalútíu): Þorirðu, farðu varlega. Hér ráða árar og skuggaverur ríkjum.

Kveðist á
(Hér er allt látið flakka, samkvæmt ströngustu reglum bragfræðinnar þó): Kvæði, rímur, vísur. Margir þráðanna krefjast þess að fylgt sé keðju, lestu þig til og áttaðu þig á reglunum. Bragfræði nauðsynleg á langflestum þráðunum, sjá www.rimur.is og www.heimskringla.net en einnig er bragfræðiþráður til að fá leiðbeiningar.

Dægurmál, lágmenning og listir
(Viltu ræða tónlist, kvikmyndir eða jafnvel bókmenntir? Þetta er staðurinn): Lítið meir að segja um það.

Vísindaakademía Baggalúts
(Vísindi, framfarir, uppfyndingar og tilraunir - með ofuráherslu á stjarnvísi og kóbalt): Allar fræðigreinar og rökfræðiþrautir stundaðar hér.

Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
(Kannt þú leik sem hresst gæti upp á hversdag annarra lesenda? Láttu hann flakka): Alls kyns orðaleikir og dægradvöl í gangi hér, ef þeir verða lygilega vinsælir, þá flytjast þeir inn á næsta svæði.

Lygilega vinsælir leikir
(Leikir, þrautir og annað tilgangslítið dútl sem notið hefur linnulítilla vinsælda): Hingað fara einungis leikir sem orðið hafa vinsælir á hinu leikjasvæðinu. Hér er bannað að stofna leiki eða aðra þræði, friðargæsluliðar sjá um það.

Fyrirspurnir
(Hér má beina gáfulegum fyrirspurnum til ritstjórnar): Það er ekkert víst að þeir svari þér, en það er um að gera að reyna, því sá heiður mælist í kílóbrosum.

Umvandanir, ábendingar, tilmæli
(Allt sem tengist tæknilegum vandkvæðum, útliti og notkun vefsins - annað ekki): Segir sig að mestu sjálft.

Sorpminjasafnið
(Gamlar umræður sem enginn nennir lengur að lesa. Kjörlendi grúskara og nörda). Ef þú villist inn á þetta, ekki búast við að koma heil(l) til baka.

Um Félagsrit

Félagsrit eru ákveðin leið til að koma ýmsu á framfæri.

Leiðbeiningar Ritstjórnar eru svona:

Ritstjórn mælti:

* Félagsrit skulu vera fræðandi, skemmtileg og innihaldsrík.
* Félagsrit skulu ekki innihalda blaður, orðagjálfur, tittlingaskít ellegar argaþras.
* Félagsrit skulu vera höfundi sínum til sóma.

Áður hef ég vikið að því að félagsrit skuli ekki innihalda skrif annarra, en það er mín persónulega skoðun. Skrifið eitthvað sem skiptir ykkur máli, leggið vinnu í það og hugsið áður en þið sendið hvort þetta eigi ekki frekar heima sem þráður.

Hér er gömul umræða um Félagsrit
sem Skabbi fann og þar sjáið þið að ekki eru allir sammála um hvað Félagsrit snúast.

Annars skiptast félagsrit upp í eftirtalda flokka og fer hér á eftir mín skoðun á því hvað eigi að fara í hvern flokk:

Dagbók: Gerðist eitthvað merkilegt hjá þér sem þú vilt koma á framfæri, varstu óheppin(n), var þetta frábær dagur, varstu brottnumin(n) af geimverum, þróaðirðu nýja leið til að kljúfa Kóbalt eða fórstu í tímaferðalag? Nánast allt gengur hér.

Gagnrýni: Hér má koma með allt sem gagnrýnisvert er og gefa því stjörnur. Horfðirðu á bíómynd sem kom þér á óvart? Ertu ósátt(ur) við nágrannan, varstu að hlusta á hinn frábæraBaggalútsdisk eða á tónleikum hjá þeim? Ertu gagnrýnin(n) á eitthvað? Láttu það flakka.

Sálmur: Lumarðu á góðum sálm, kvæði, rímu, atómljóði eða söngtexta sem þú vilt sína öðrum? Láttu það eftir þér.

Saga:
Kanntu að segja sögu, sanna eða skáldaða? Gamansögur eru vinsælar og einn sá vinsælasti í bransanum er hann Sundlaugur Vatne. Lumarðu á smásögu? Láttu vaða.

Pistlingur:
Er eitthvað sem liggur þér á hjarta, hefurðu ákveðnar skoðanir á hlutum og málefnum, langar þig að fræða okkur um einhverja fræðigrein eða áhugamál þitt? Hér er lag að koma með það.


ÁRÍÐANDI reglur Gestapó um hu**.is :

1) Aldrei, undir nokkrum kringumstæðum skal vitnað í vefrit sem byrjar á hu og endar á .is
2) Aldrei skal taka sér málfar þess vefrits sér til fyrirmyndar.
3) Aldrei og ég segi alldrei, skal víkja frá reglu 1 og 2.
4) Aldrei skal hugsandi maður/kona...manneskja... fara á ofarnefnt vefrit.
5) Aldrei nokkurntíman skal víkja frá reglu 4 eða 3
6) Aldrei skal efast um að þessar reglur gildi hér á Gestapó
7) Regla 7 segir: „Allar reglurnar hér að ofan eru rangar“
8) Regla 8 segir: „Regla 7 fer með fleipur“
9) Allar reglur hér að ofan segja sannleikann eins og Gestapó vill hafa það, nema regla 7.

Friðargæsluliðar:
Eftirfarandi aðilar voru skráðir friðargæsluliðar í apríl síðastliðnum:

Í svæðaröð;
Almennt spjall: Vladimir Fuckov og Haraldur Austmann
Efst á baugi: Skabbi Skrumari og Vamban
Baggalútía: Mikill Hákon og Þarfagreinir
Undirheimar: Frelsishetjan
Næturgölturinn: Vamban
Kveðist á: Barbapabbi
Dægurmál: Tinni
Vísindaakademía: Hakuchi
Leikir og lygilega vinsælir: Sverfill Bergmann, Jóakim Aðalönd og Ívar Sívertsen
Fyrirspurnir: Ritstjórn
Umvandanir: Albert Yggarz.

Ef einhverjum er misboðið vegna skrifa hér á Gestapóa þá má leita til þeirra... einnig til að fá upplýsingar um ýmislegt annað (brugg og skonsu-uppskriftir og annað sem skiptir máli)...

Friðargæsluliðar hafa völd til að eyða og breyta innleggjum hér á Gestapó. Þeir varast þó að nota það, nema farið sé yfir strikið í kjaftbrúk og níði um nafngreindar persónur.

Á báðum leikjasvæðunum eru Jóakim, Sverfill og Ívar einráðir...
Þarfagreinir er víst friðargæsluliði á Baggalútíu... veit ekki meir.

Ein leiðbeining:

Það eru ekki allir sammála um það, en flestir Gestapóar vilja að menn varist að blanda saman hinum svokölluðu raunheimum við þetta samfélag sem er hér. Að gefa upp nafn og upplýsingar um aðra Gestapóa hér, finnst mörgum að ætti að vera brottrekstrarsök.

Um útlit, galla og annað tengt þróun Gestapó, skal bent á svæðið Umvandanir, ábendingar, tilmæli. Þar má einnig finna leiðbeiningar varðandi myndir notenda.

Að lokum:

Saga Gestapó er löng, ef þú hefur áhuga á því að vita hvernig þetta byrjaði og þróaðistþá vil ég benda á þessi félagsrit Skabba Skrumara sem heita Saga sannleikans I - IV og birtust sem félagsrit.

Síðast uppfært 20. febrúar 2006.

P.S. sendið okkur friðargæsluliðum línu ef þið hafið eitthvað um þetta að athuga eða viljið frekari upplýsingar um það hvernig þetta virkar allt saman hérna.

TILKYNNING VIÐ STOFNUN LYGILEGA VINSÆLLA LEIKJA
Eins og venjulega ber friðargæsluliða að tilkynna að hér skulu menn hegða sér vel og allt sem getur flokkast undir níð, meiðyrði, leiðindi eða hvatning til heimilisstarfa verður hiklaust þurkað út. Ef einhver tekur eftir færslum sem þykja ósæmilegar þá bið ég um að mér verði send tilkynning þess efnis hið snarasta svo ég geti við fyrsta hentugleika sullað ómenguðu asentoni á færsluna. Njótið vel og lengi!

VARÐANDI FRAMKOMU
Ég vil bara nefna það að hér verður notendum treyst til að hegða sér skynsamlega. Verði hins vegar vart við ósæmilegt innlegg þá verður því skóflað út með heygafflinum og því dýft í saltpétursýru og því þar með eytt.

EF STOFNA Á NÝJAN LEIK
Ég vil benda á að ef stofna á nýjan leik þá skal gera það á Sögur leikir dægradvöl en ekki hér. Leikir og aðrir þræðir sem stofnaðir verða hér verða umsvifalaust færðir til.

UPPLÍMINGAR EKKI VIÐ LÝÐI HÉR
Engir leikir verða límdir upp í Lygilega vinsælum leikjum. Óvinsælir leikir fara til baka í Sögur leikir dægradvöl og Lygilega óvinsælir leikir fara beinustu leið í Sorpminjasafnið.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 13/12/04 15:02

VIÐBÓT VIÐ LYGILEGA VINSÆLA LEIKI

Tveimur leikjum bætt við í sarpinn okkar, Spesaleikur Órækju: hver er maðurinn og Ég man.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 6/1/05 21:41

EF STOFNA Á NÝJAN LEIK

Ég vil benda á að ef stofna á nýjan leik þá skal gera það á Sögur leikir dægradvöl en ekki hér. Leikir og aðrir þræðir sem stofnaðir verða hér verða umsvifalaust færðir til.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 6/1/05 21:43

TIL NÝLIÐA

Skabbi Skrumari skrifaði ágætis pistil á EFST Á BAUGI. Ég tek mér það bessaleyfi að birta það óstytt hér:

Það er oft erfitt fyrir nýliða að feta sig um á hálli braut Gestapó, flestir nýliðar taka sig þó til og lesa og læra áður en þeir mæta af fullum krafti...
Fyrir þá sem vantar upplýsingar um Gestapó í hvelli, þá getur verið gott að hafa í huga eftirfarandi:

1- Stafsetning og málfar skiptir miklu máli, vanda sig.
2- Passa sig á að hafa í heiðri almennar umgengisreglur, aðgát skal höfð í nærveru sálar, orðlýti og níð ber að varast.
3- Gott er að kynna sig í upphafi, menn fá yfirleitt góðar móttökur hérna, sérstaklega ef menn hafa í heiðri ofangreind atriði.
4- Félagsrit skulu vera vönduð og vel hugsuð, léleg félagsrit fara illa með mannorðið, sjaldan skal nota orð annarra í félagsriti nema geta heimilda.
5- Gott er að nota skilaboðin ef nýliði er í vafa um eitthvað, flestir Heimavarnaliðar taka því vel ef leitað er til þeirra.
6- Gott er að spá aðeins í það hvar nýir þræðir eiga að birtast, kveðskapur á t.d. hvergi heima nema í kveðskapnum, frumsamið helst ekkert annað.
7- Fyrst ég er að tala um kveðskap, þá má benda á www.rimur.is í sambandi við reglur um kveðskap.
8- Aðalatriðið er þó að hafa gaman af því að vera hér, anda rólega ef einhver pirrar þig og sleppa þá bara að svara því, því hér er nóg af þráðum til að svara.
9- Já, ekki má gleyma að tvípunktar og svigi lokast og annað slíkt er illa séð hér, sem dæmi :)
Þá er það upptalið í bili.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 6/1/05 21:47

TILKYNNING VIÐ STOFNUN LYGILEGA VINSÆLLA LEIKJA

Eins og venjulega ber friðargæsluliða (í þessu tilfelli mér - ligga ligga lái) að tilkynna að hér skulu menn hegða sér vel og allt sem getur flokkast undir níð, meiðyrði, leiðindi eða hvatning til heimilisstarfa verður hiklaust þurkað út. Ef einhver tekur eftir færslum sem þykja ósæmilegar þá bið ég um að mér verði send tilkynning þess efnis hið snarasta svo ég geti við fyrsta hentugleika sullað ómenguðu asentoni á færsluna. Njótið vel og lengi!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 25/1/05 22:02

ÁRÍÐANDI TILKYNNING FRÁ FRIÐARGÆSLUNNI!
Af gefnu tilefni skal bent á að ekki er ráðlegt að flytja til þræði á milli svæða nema friðargæsluliði viðtökusvæðis samþykki. Á þessu er ein undanþága! Það er ef einhver stofnar leik á Lygilega vinsælum leikjum þá verður sá leikur umsvifalaust færðu á Sögur, leikir og dægradvöl.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 16/2/05 01:12

Sælir kæru leikþyrstu Baggalýtingar. Í ljósi uppsagnar Ívars Sívertsens hef ég verið skipaður friðargæzluliði og umsjónarmaður ,,Lygilega vinsælla leikja". Ég þakka Ívari vel unnin störf og mun ég reyna eftir fremsta megni að halda spjallsvæðinu eins góðu og verið hefur og vinna að heilindum að friðargæzlu. Ég geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á reglum hér, en ég mun tilkynna allar breytingar á þeim í þríriti og með mánaðar fyrirvara til að minnka huxanlega hugarangist leikþyrstra.

Kveðja, Jóakim

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 8/4/05 23:20

Smá orðsending frá opinberunarbókinni:
Ég er kominn aftur með lyklavöld en er hér undir stjórn Joe the Kim Main Duck.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/5/05 18:10

Akkúrat og Víst leikurinn er kominn hingað.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 25/9/05 15:48

UPPLÍMINGAR EKKI LENGUR VIÐ LÝÐI HÉR
Hér eftir verða engir leikir límdir upp í Lygilega vinsælum leikjum. Ég hef nú þegar aflímt þá sem fyrir voru límdir og reika þeir nú um svæðið í leit að æti. Til stendur að skipta óvinsælustu leikjunum hér út fyrir vinsælustu leikina á hinum leikjaþræðinum.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 27/10/05 19:27

Það er BANNAÐ að stofna nýja þræði hér!

LOKAÐ
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: