— GESTAPÓ —
Uppástungur...einhver?
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kaftein Bauldal 6/10/05 21:35

Þannig er mál með vexti að ég bý úti á landsbyggðinni.
Eftir margra mánaða annir hefur loksins birst örlítil glufa í annars þéttpakkaðri stundaskránni. Hyggst ég nýta þetta tækifæri til að skella mér í safarí um Borg Óttans.

Þætti mér vænt um ef að bagglýtingar gætu séð sér fært um að koma með uppástungur að viðkomustöðum í Reykjavík.

Kveðja, Kapteininn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 6/10/05 21:51

Hef ekki hugmynd. Hef einmitt verið að velta þessu sjálfur fyrir mér.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 6/10/05 22:07

Á neðangreindri síðu má finna, í horninu efst til hægri, lista yfir mikilvægustu viðkomustaði gesta sem og heimamanna borgarinnar

http://www.atvr.is/index.jsp?ib_page=8&idega_session_id=073873B2004168A68F006659064655FE

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 6/10/05 22:14

Þess má geta að ég sjálfur hyggst breggða undir mig betri fætinum, dusta rykið af tweedjakkanum og skella mér í bæinn á skrall, labba bara laugaveginn, þá blessast allt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Á horninu á Laufásveg og Skúlagötu Lá almenniningssalerni sem var frægt fyrir það að ofurlítill maður í hvítum einkennisbúningi seldi getnaðarvarnir í olíu fyrir löngu síðan. Nú er hann Dauður og búið að rífa salernishúsið þess vegna vinur þarft þú ekkert að fara þangað, og gætir í staðin farið á pulsu barinn við kyrkjugarðinn í rauðagerði sem laungu er búið að breyta í myndlysta safn sem lagt var niður og á að gera að heimili fyrir aldraða öskukalla sem líka er búið að leggja niður.

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 6/10/05 23:31

Talandi um kringluna,
Fínt er að labba á tjörnina og sækja sér gæs á grillið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 6/10/05 23:40

Gísli Eiríkur og Helgi mælti:

Á horninu á Laufásveg og Skúlagötu Lá almenniningssalerni sem var frægt fyrir það að ofurlítill maður í hvítum einkennisbúningi seldi getnaðarvarnir í olíu fyrir löngu síðan. Nú er hann Dauður og búið að rífa salernishúsið þess vegna vinur þarft þú ekkert að fara þangað, og gætir í staðin farið á pulsu barinn við kyrkjugarðinn í rauðagerði sem laungu er búið að breyta í myndlysta safn sem lagt var niður og á að gera að heimili fyrir aldraða öskukalla sem líka er búið að leggja niður.

Horninu á Laufásveg og Skúlagötu????? Þangað hef ég aldrei komið. En ég veit hvað Hjarðarhagi er.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
salvador 7/10/05 08:43

Þá vappaðu inní Víðihlíð,í Víðihlíð, í Víðihlíð og vertu þar síðan alla tíð,,, alla þína tíð.
-
Það sem ég á við er að þessi þyrping á s-v horninu er stórlega ofmetin sem viðkomustaður.

Salvador; Löggiltur SKRÓPAGEMLINGSMEISTARI gestapó
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 7/10/05 10:11

Grand Rokk, Hressó, Litli Ljóti andarunginn, Amokka og gatnamót Bankastrætis, Austurstrætis og Lækjargötu hafa löngum hentað vel til skemmtanahalds og líkurnar á að hitta Gestapóa þar eru yfirþyrmandi.
Einnig finnst mér listasafn ASÍ alltaf skemmtilegt.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 7/10/05 10:17

Kringlukráin og Glæsibær klikka aldrei, þar getur maður dansað vals, ræl og skottís. ‹Ljómar upp›

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 7/10/05 12:43

Beggabar í hraunbergi.sá í einhverjum sneppli að Háttvirtur árni Jonsen myndi gaula þar í kvöld‹Setur á sig heyrnahlífar›

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stefán 7/10/05 19:57

Eitt sinn bar ég fram spurninguna „hvað er svo hægt að gera í Reykjavík sem ég get ekki gert í Síberíu?“. Ég varð furðu lostinn þegar ég fékk svarið sem var á þá leið að maður gæti „kanski farið í bíó og stundum í keilu líka“ og ekki hef ég séð ástæðu til að fara þangað eftir það.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/10/05 20:00

Hvaðahvaða Sæmi, Geirmundur er á Kringlukránni alla helgina... ég held að hann sé að spila. Svo er alltaf gaman að fara bara með fartölvuna sína þar sem er þráðlaust net og skrifa á Gestapó.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 8/10/05 11:27

Komdu bara inn í Hafnarfjörð góurinn. Það er miklu notalegra heldur en Reykjavík. Þú getur meira að segja náð að spjalla við skemmtilega rússneska sjómenn! ‹Ljómar upp›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 8/10/05 22:00

Já... og A. Hansen...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/10/05 22:52

A... Hansen... ég fer ekkert annað ef ég er í bænum... skál...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 8/10/05 22:58

Skabbi, láttu vita þegar þú ert næst í bænum og við förum saman í karókí á A. Hansen ‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/10/05 23:00

Má ég taka með mér vini mína ef þeir skilja eftir exina?

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: