— GESTAPÓ —
Hvað er í matinn?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5, 6 ... 113, 114, 115  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 2/10/05 20:30

Ég fékk lamb líka, nema það var fyllt með sólþurrkuðum tómötum. Helst hefði ég viljað það jurtakryddað.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/10/05 22:26

Hexia de Trix mælti:

‹Stangar úr tönnunum› Alveg var þetta indælis máltíð! Lambafilé með rjómalagaðri sveppasósu. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Jájá... það er ekkert verið að segja frá því hver eldaði ha... stóð sveittur við eldamennskuna í tæpan klukkutíma og setti svo í uppþvottavélina ha... á ekkert að minnast á það ha?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 3/10/05 19:42

Alveg hreint ágætis fiskisúpa og nýbakað pönnubrauð með ásamt ofvöxnu glasi af vestfirsku vatni!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skarlotta 3/10/05 19:48

Æðislegur pastaréttur hvítlauksbrauð og maís með salt og smjöri öllu svalað niður með ískaldri kók.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/10/05 19:55

Saltkjöt. Svolítið lint. Ágætt samt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 3/10/05 20:04

Hænsn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/10/05 20:08

Þú ert það sem þú étur Enter minn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 3/10/05 20:10

Hakuchi mælti:

Saltkjöt. Svolítið lint. Ágætt samt.

Þú ert það sem þú étur.‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/10/05 20:12

feministi mælti:

Hakuchi mælti:

Saltkjöt. Svolítið lint. Ágætt samt.

Þú ert það sem þú étur.‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Vertu ekki að spilla fínu móðguninni minni femínistinn þinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 3/10/05 20:15

Afgangar úr ísskápnum. Þessi líka fína lambalifur í sósu með eplum og gulrótum. Gasalega gott.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 3/10/05 20:15

Seg mér feministi. Nærist þú eingöngu á þínum líkum eða borðar þú t.d. salat eða kommúnista í bland?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 3/10/05 20:20

Enter mælti:

Seg mér feministi. Nærist þú eingöngu á þínum líkum eða borðar þú t.d. salat eða kommúnista í bland?

Ég lifi nær eingöngu á næringu í æð, sérblandaðri af Feministafélagi Íslands. Í undantekningartilfellum borða ég þó apaketti eins og ykkur í morgunmat.‹Ropar›

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/10/05 20:23

‹Slettir vígðu testosterónvatni á femínista og hleypur burt›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 3/10/05 20:46

Mmmm. Apakettir.

‹Sleikir útum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/10/05 20:47

Láttu bauv í friði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 3/10/05 20:59

Hmm, bauv já.

Segjum sem svo að ég borði bauv. Verð ég þá bauv? eða verð ég áfram Enter, með þá ákveðna bauv eiginleika? eða hættir bauv einfaldlega að vera til við átu?

Eða.

Verður bauv kannski fyrri til og étur mig. Eða bíður bauv þar til ég hef gleypt hann og byrjar smátt og smátt að éta mig innan frá? Hver hefur þá étið hvern? Og hver er þá hver?

Hefur þetta kannski þegar átt sér stað? Og hvort er ég þá Enter - eða bauv sem er búið að éta Enter og er þar með orðið Enter?

‹Teygir sig í saltstaukinn›

Hvar er nú litla skinnið?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/10/05 21:13

Verðugar spurningar.

Við vitum að bauv er meira andlegt ástand en holdlegt fyrirbæri. Spurningin er þá heldur hvort það sé hægt að elda bauv, hvað þá borða hann.

Mig grunar að það sé allt háð því hvort bauv skilji að verið sé að borða hann. Ef hann skilur það ekki (og viðurkennir þ.a.l. ekki að verið sé að borða hann), þá mun hann ekki borðast. Bauvið er einmitt ódauðlegt af því það fattar ekki dauðann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 3/10/05 21:17

‹Kemur fyrir minkagildru og bíður átekta›

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
        1, 2, 3, 4, 5, 6 ... 113, 114, 115  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: