— GESTAPÓ —
Opin fyrirspurn
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Seinheppinn 22/9/05 21:47

Tilefni þessarar fyrirspurnar er að Seinheppinn skellti sér á tónleika með köntríhljómsveitinni síðastliðinn föstudag. Það er ekki í frásögur færandi, nema að undirritaður drakk töluverðan kjark í sig fyrir tónleikana (frétti að þar yrðu sætar píur). Raunar drakk hann svo mikið að hann man vart eftir kvöldinu, en daginn eftir var hann með baggalútsmerkið tattóverað á hægri hendina! Því er honum spurn, veit einhver hvar hægt er að fá ódýra laseraðgerð?!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 22/9/05 21:53

Ráðlegra væri að tattúvera spegilmynd merkisins á vinstri höndina til að ná aftur samhverfu.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 22/9/05 23:10

Ef þú ert örvhentur þá ætti góð öxi að gera gagn, annars veit ég svei mér ekki.
‹Starir þegjandi út í loftið›

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 22/9/05 23:16

Baggalútsmerkið tattúverað á hendur er galdur sem hefur reynst vel til að ná sér í maka. Í guðanna bænum ekki taka það af nema þú viljir frekar vera einhleypur.

Ef þú hefur þegar verið búinn að ná þér í maka áður en tattúveringin átti sér stað, þá skaltu athuga vandlega hvort makinn vilji kannski losna við þig til annars maka...

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 23/9/05 09:35

Seinheppinn mælti:

Tilefni þessarar fyrirspurnar er að Seinheppinn skellti sér á tónleika með köntríhljómsveitinni síðastliðinn föstudag. Það er ekki í frásögur færandi, nema að undirritaður drakk töluverðan kjark í sig fyrir tónleikana (frétti að þar yrðu sætar píur). Raunar drakk hann svo mikið að hann man vart eftir kvöldinu, en daginn eftir var hann með baggalútsmerkið tattóverað á hægri hendina! Því er honum spurn, veit einhver hvar hægt er að fá ódýra laseraðgerð?!

Þetta er ekki tattú heldur stimpill.
Það er deginum ljósara að þú verður að fara að koma þér í BAÐ!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 23/9/05 14:06

Þú hefur verið stimplaður sem Baggalútur fyrir lífstíð, ég samgleðst.

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Andskotinn 23/9/05 16:46

Til að afmá húðflúr er gott að velta glóandi kolamola yfir myndina, skolist á eftir með saltlausn.

Ef þetta er stimpill dugir saltpétursýra blönduð til hálfs með klór og nuddað vel með vírbursta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/9/05 16:49

Það hlaut að vera að andskotinn væri með sítt að aftan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Doofus Fogh Andersen 23/9/05 20:23

Ef þú býrð við góðan liðleika í hálsi gætirðu náð að naga af þér handlegginn við öxl.

This is a product of my Thinking Faculty. •  Copyright: D.Fogh Anderssen
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Doofus Fogh Andersen 23/9/05 20:24

Hakuchi mælti:

Það hlaut að vera að andskotinn væri með sítt að aftan.

Gæti hann verið Þýskur?

This is a product of my Thinking Faculty. •  Copyright: D.Fogh Anderssen
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 24/9/05 00:22

Eða þýzkur?

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 24/9/05 22:32

Eða þýðverskur ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Doofus Fogh Andersen 24/9/05 22:36

Held ég hafi séð hann í Flensborg á lítilli krá að borða Schnitzel og drekka Weißbier.

This is a product of my Thinking Faculty. •  Copyright: D.Fogh Anderssen
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 24/9/05 22:39

Þá er hann þýskur. Hvern var aftur annars verið að tala um ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 27/9/05 00:31

Otto Schöderau, var það ekki? Allavega drekkur hann alltaf Weißbier.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Andskotinn 28/9/05 10:02

Það vita allir heilvita menn (og jafnvel konur þó þær séu ekki heilvita) að Andskotinn er Amerískur, eins og sést vel í skammstöfuninni USA.

Uppruninn er Þýzkur en ég fluttist snemma til Andskotiku, þar reyndi ég að drekka Budwieser og tvöfaldann JD í Kók en gafst upp. Þeir drykkir eru verri refsing en að vera hýddur og afhausaður í einu.

Bjór skal vera bruggaður samkvæmt góðri og gildri þýzkri hefð og koníak frá Frakklandi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/9/05 10:10

Hefurðu hitt ömmu þína nýlega?
‹fær sér camus xo›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/9/05 11:19

Vjer viljum hjer með bjóða Andskotann formlega velkominn hingað, hann hafði ei sjest hjer árum saman. Gaman verður hins vegar að sjá viðbrögð Frella við þeim árum og andskotum er spretta upp eins og gorkúlur á Gestapó þessa dagana.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: