— GESTAPÓ —
Þöggum niður í glerkuntunum.
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Doofus Fogh Andersen 14/9/05 21:32

Að bera hár í andliti hefir öldum saman verið tákn karlmennsku og hugrekkis. Einnig gefur það til kynna innri styrk og gott líkamlegt atgerfi viðkomandi einstaklings. Veiklulegir unglingar sem ekki sprettur grön og ef eitthvað vex í andliti þeirra er það í versta falli svokölluð glerkunta, storma hér síður Baggalúts hins göfuga og bera níð á hendur virðulegum öldungum. Gróskumikið og þykkt hár á höfði og í andliti hefur nært öfundsýki og fitað fáviskupúkann á fjósbitanum. Vér líðum ekki árásir þessar og skora því á Lúta þá kennda við Bagga að stéttarskipta samfélagi Baggalúta upp í sambýli stéttlausra, þ.e. ungra og óreyndra, skegglausra og sköllótta. Aðra stétt þ.e. lokað elítu samfélag hinna mikilsmetnu skeggjuðu vísdómsmanna skipum við hinir eldri, heldri og lífreyndu.

KK. D.F Andersen

This is a product of my Thinking Faculty. •  Copyright: D.Fogh Anderssen
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 14/9/05 21:35

Vel mælt Doofus. Aldrei mun ég skerða mitt yfirvaraskegg.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 14/9/05 21:56

‹Stekkur hæð sína›Á þessi áskorun við um öll líkamshár?

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/9/05 22:08

Hmm...þetta er greiniega mjög öflugt skegg sem hefur gert Doofus að hýsli sínum. Á þeim tíma sem Doofus hefur verið fjarverandi, þá hefur skegginu greinilega tekist að brjóta algerlega niður persónuleika Doofusar.

Mér liggur við að segja að tök þess á Doofusi séu aðdáunarverð og því að sama skapi varhugarverð. Það virðist hafa algera stjórn á hegðunarmynstri mannsins, ef marka má tíð ummæli hýsilsins (Doofus) um hár og manískan glampa í augum hans. Skeggið er líklega komið á þriðja stig yfirráða yfir honum, jafnvel fjórða, þarf að rannsaka það betur.

‹Virðir skeggið betur fyrir sér. Potar í það með blýanti ›

Hvefsin viðbrögð, en ekki árásargjörn við fyrstu snertingu. Það útilokar kertensk áhrif....ég myndi giska að skeggið sé af ætt Darúlanta: Hörð í horn að taka en að mestu meinlaus, þrátt fyrir grallaraskap.

Darúlantaskeggin eru sæmilega góðkynja og ætti Doofus því ekki að verða fyrir alvarlegum heilsubrestum meðan það nærist á lífsorku hans.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/9/05 15:37

Skemmtilegt hvernig fornmenn hugsuðu hlutina sbr. Njálu.

Njáll er skegglaus og þar með þykir allt í lagi að bregða honum og sonum hans um ergi (samkynhneigð). Njáll lætur það yfir sig ganga að láta brenna sig inni og er fyrir bragðið brugðið um gunguhátt. Egill Skalla-Grímsson er hins vegar skeggjaður maður en sköllóttur. Engum dettur í hug að tala um hann sem kynvilltan, ekki einu sinni Ármanni Jakobssyni, "manninum sem eyðilagði fornsögurnar"®. Egill verður sóttdauður en Njáll deyr í reyk (spurning hvort ekki megi líta á reykinn sem vopn?). Samt er svona misskipt áliti manna á þeim.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 15/9/05 16:18

Hakuchi mælti:

Hmm...þetta er greiniega mjög öflugt skegg sem hefur gert Doofus að hýsli sínum. Á þeim tíma sem Doofus hefur verið fjarverandi, þá hefur skegginu greinilega tekist að brjóta algerlega niður persónuleika Doofusar.

Mér liggur við að segja að tök þess á Doofusi séu aðdáunarverð og því að sama skapi varhugarverð. Það virðist hafa algera stjórn á hegðunarmynstri mannsins, ef marka má tíð ummæli hýsilsins (Doofus) um hár og manískan glampa í augum hans. Skeggið er líklega komið á þriðja stig yfirráða yfir honum, jafnvel fjórða, þarf að rannsaka það betur.

‹Virðir skeggið betur fyrir sér. Potar í það með blýanti ›

Hvefsin viðbrögð, en ekki árásargjörn við fyrstu snertingu. Það útilokar kertensk áhrif....ég myndi giska að skeggið sé af ætt Darúlanta: Hörð í horn að taka en að mestu meinlaus, þrátt fyrir grallaraskap.

Darúlantaskeggin eru sæmilega góðkynja og ætti Doofus því ekki að verða fyrir alvarlegum heilsubrestum meðan það nærist á lífsorku hans.

Voðalega kemstu vel að orði en við sjáum sko í gegnum þessa öfundsýki þína.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 15/9/05 16:26

‹klórar sig í skegginu›

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 15/9/05 17:20

hmmmmm.................

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/9/05 18:23

Frelsishetjan mælti:

Hakuchi mælti:

Hmm...þetta er greiniega mjög öflugt skegg sem hefur gert Doofus að hýsli sínum. Á þeim tíma ‹Virðir skeggið betur fyrir sér. Potar í það með blýanti ›

Voðalega kemstu vel að orði en við sjáum sko í gegnum þessa öfundsýki þína.

Voðalega sérðu illa skeggrótina á myndinni minni Frelli minn.

‹Gefur frella þriggja sentímetra þykk gleraugu og setur á hann›

Dona. Kannski þú þurfir lýsispillur líka, þar sem þú virðist vera farinn að gleyma svo miklu, sérstaklega skegginu sem ég var með í árdaga hins nýja Gestapó.

‹Treður lýsispillum ofan í Frella. Sturtar rauðu eðalginsengi líka ofan í, til öryggis›

Hmm...ætli heilsufæði fari öfug áhrif í djöflum?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 16/9/05 00:35

Skegg er hin mesta prýði og þykir mér leitt þegar agnúast er við því stolti sem skeggvöxtur er. Einnig hef ég mikinn ýmigust á því þegar fólk hefur eitthvað við hárvöxt á höfði að athuga. Sumir okkar eru bara frjálslyndir og viljum hafa hár og skegg eftir (úff hvað þetta hljómar klaufalega en samt) okkar höfði... Þetta er okkar hár og okkar skegg. Þið sem hafið fengið skalla eða eruð með skeggrót á við barnsrass eigið að láta okkur virðulegu mennina í friði og reynið a.m.k. að fá ykkur ígræðslu til að líta ekki úr fyrir að vera sýktir af geislavirkni frá Chernobyl! Ég vil hafa mitt skegg í friði og hárið eins sítt og mig langar!

HREIN TRÚ, HREINT HÁR, SLÉTT FÖT o.s.frv...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 16/9/05 20:51

‹Rakar sig...›

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 16/9/05 20:55

Ívar Sívertsen mælti:

...

HREIN TRÚ, HREINT HÁR, SLÉTT FÖT o.s.frv...

Mikið er þetta sniðugt.

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 16/9/05 23:40

Ívar Sívertsen mælti:

Skegg er hin mesta prýði og þykir mér leitt þegar agnúast er við því stolti sem skeggvöxtur er. Einnig hef ég mikinn ýmigust á því þegar fólk hefur eitthvað við hárvöxt á höfði að athuga. Sumir okkar eru bara frjálslyndir og viljum hafa hár og skegg eftir (úff hvað þetta hljómar klaufalega en samt) okkar höfði... Þetta er okkar hár og okkar skegg. Þið sem hafið fengið skalla eða eruð með skeggrót á við barnsrass eigið að láta okkur virðulegu mennina í friði og reynið a.m.k. að fá ykkur ígræðslu til að líta ekki úr fyrir að vera sýktir af geislavirkni frá Chernobyl! Ég vil hafa mitt skegg í friði og hárið eins sítt og mig langar!

HREIN TRÚ, HREINT HÁR, SLÉTT FÖT o.s.frv...

Við erum búin að ræða þetta Ívar minn. Skegg eða kossar. Annaðhvort; ekki bæði.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 17/9/05 09:50

HAH! Ég er með meira hár en þið öll til samans!
‹Teygir sig og beygir og sýnir fína feldinn sinn›

Annars þá vil ég að minn kall sé með skegg. Ég kyssi hann fram og til baka jafnvel þótt hann sé með fínasta skegg.
Það væri líka svolítið kjánalegt ef tígrisdýr myndi raka sig held ég...

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 17/9/05 11:16

Herbjörn Hafralóns mælti:

Vel mælt Doofus. Aldrei mun ég skerða mitt yfirvaraskegg.

Já ekki ég heldur.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 17/9/05 12:20

Konan mín hefur aldrei séð mig skegglausan. Hún hefur stranglega bannað mér að raka mig, sem ég hlýði auðvitað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/9/05 13:07

Tigra mælti:

Annars þá vil ég að minn kall sé með skegg. Ég kyssi hann fram og til baka jafnvel þótt hann sé með fínasta skegg.

Mikið hlýtur þinn kall að vera með mjúkt skegg. Annað en vírburstinn hann Ívar... ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Doofus Fogh Andersen 17/9/05 17:09

Vil þó minna á að neðanrakstur kvenna er stórlega vanmetinn.

This is a product of my Thinking Faculty. •  Copyright: D.Fogh Anderssen
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: