— GESTAPÓ —
Hringhendusmiðir allra landa sameinizt
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 28, 29, 30 ... 37, 38, 39  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 10/9/05 00:43

Fjandi dofinn dett brátt út
dott ósofinn kauði.
Vitlu lofa labbakút
að liggj'í klofi á Auði?

Er ég vakna vina mín
vertu nakin hjá mér.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/9/05 22:43

Er ég vakna vina mín
vertu nakin hjá mér.
Ávallt sakna augun þín
er þau blaka hjá þér.

Heitt er bólið hunangsrós
hjá mér góla máttu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 12/9/05 09:56

Skabbi skrumari mælti:

Er ég vakna vina mín
vertu nakin hjá mér.
Ávallt sakna augun þín
er þau blaka hjá þér.

Heitt er bólið hunangsrós
hjá mér góla máttu

Heitt er bólið hunangsrós,
hjá mér góla máttu.
Stinnt er tól mitt, daðurdrós,
þann draumanjóla áttu.

Kalt er úti, kátt er hér,
kæru Lútsins vinir.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 12/9/05 15:48

Kalt er úti, kátt er hér,
kæru Lútsins vinir.
Fullt af Blúti fæ ég mér
fé og hrútasynir.

Gasaleg er Gasaströndin.
Gaman er að masa um hana.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 12/9/05 17:37

‹Ekki alveg "orþódox" en látum vaða›

Gasaleg er Gasaströndin.
Gaman er að masa um hana
Gyllt er hjá mér glasaröndin
gjarnan vil ég slasa Kana.

Hringir síminn hátt og skært
hratt nú tíminn líður

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 12/9/05 18:39

Hringir síminn hátt og skært
hratt nú tíminn líður,
símtöl í minn ógjaldfært
Auddi kíminn býður.

Frelsið - það var fagurt orð
forðum afar talið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ender 13/9/05 01:13

Frelsið - það var fagurt orð
forðum afar talið
hér án tafar hefur morð
hann til grafar valið

vil ég fá að þekkja þá
þegar kráin lokar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/9/05 09:26

vil ég fá að þekkja þá
þegar kráin lokar
Fékk mér í tá það var bokka blá
barþjónn grái dokar

Fölna blöðin fagurgræn
fall'í röðum niður

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 13/9/05 14:14

Fölna blöðin fagurgræn
fall'í röðum niður
Gunna hún er gröð og væn
grátandi um mjöðinn biður

Vetnisoxíð viljum blautt
vatnsís myljum sundur

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
ender 13/9/05 23:14

Vetnisoxíð viljum blautt
vatnsís myljum sundur
skeður margt en skiljum trautt
skall á þiljum brundur

bíð ég þar en verð ei var
vonað barinn opni

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dvergurinn 14/9/05 08:54

bíð ég þar en verð ei var
vonað barinn opni
Helkaldar sér hendurnar
hitar Ari lopni

Ár var alda ekki neitt
enginn faldur pilsa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ittu 18/9/05 17:12

Ár var alda ekki neitt
enginn faldur pilsa
þar komst Þorvaldur í feitt
þykkan kaldan ylsa.

Undarleg er ein ég þekki
hrekkir bein á milli læra.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 21/9/05 23:23

Undarleg er ein ég þekki
hrekkir bein á milli læra.
Heyrast vein um víða bekki
er vænan tein skal færa.

Ýmsum verður orðafátt
á óðagerðarþráðum

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/05 12:41

Ýmsum verður orðafátt
á óðagerðarþráðum
Enn við herðum óladrátt
allar ferðir þáðum

Stundum festist þráðaþraut
í þurri lestasýki

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 22/9/05 13:14

Stundum festist þráðaþraut
í þurri lestasýki.
Þegar gestir ganga braut
gef ég flestum kíki.

(kíkir: glóðarauga)

Þetta er ljóta ljóðagerðin
látum skjóta svona menn.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 23/9/05 07:38

Þetta er ljóta ljóðagerðin
látum skjóta svona menn.
Inn á grjótið er þá ferðin
ætluð hótandanum senn.

Bláan Ópal börnin tyggja
berast hróp um sveitir lands

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 23/9/05 10:32

Bláan Ópal börnin tyggja
berast hróp um sveitir lands
Er þau Tópaz þakklát þiggja
þá er dópið beggja blands.

Láttu vaða, ljúfan mín
lítill skaði verður

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 23/9/05 23:40

Láttu vaða, ljúfan mín
lítill skaði verður
Farðí baðið, fruntan þín,
fröken Aðalgerður.

Margt er gert í myrkri sem
mun hér vert að flíka

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 28, 29, 30 ... 37, 38, 39  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: