— GESTAPÓ —
Gagnslaus viska frá A til Ö
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3 ... 12, 13, 14  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 15/8/05 13:53

Markmið leiksins er að fræða okkur um hluti sem við dags daglega höfum ekkert við að gera, eða tilgangslaus fræði eins og má kalla það.
Hérna gefst ykkur kost á að pósta einhverri gagnslausri visku sem þið hafið upp á að bjóða og þar með fræða restina.
Þarfagreinir :: húsreglur
Sá sem svarar þarf að halda sig innan við þeirra marka sem fyrri ámælandi skipar. Sem dæmi:
Áhangandi númer eitt gefur upp visku um Japan og í lok bréfs ritar hann "kórea". Þá þarf sá áhangandi sem kemur þar á eftir að nefna eitthvað um Kóreu. Þegar hann hefur svo lokið af grein sinni um Kóreu skal hann nefna annað orð sem næsti þarf svo að nota sem miðpunkt. Þannig gengur þetta koll af kolli.
Þar sem þetta kom fram í viðræðum hér upp í vinnu, þá læt ég Þarfagreini um að byrja þetta almennilega.
Líta má svo á mitt innlegg sem Dæmi.

„Japan er skipt niður í fjörtíu og sjö fylki sem ná yfir 377.835 ferkílómetra. Japan gengst undir tvö önnur heiti: Nippon og Nihon.

Kórea“

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/8/05 13:57

Það er fluga í glugganum við hliðina á mér.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 15/8/05 13:59

Það er könguló í glugganum við hliðina á mér. Hún heitir Fúsi.

...

Þetta er hresst, og minnir mig á þráð nokkurn sem Jóakim stofnaði eitt sinn, en virðist vera dauður.

Ég bið þann næsta sem skrifar náðarsamlegast að rita einhvern áhugaverðan fróðleik um:

Býflugur.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/8/05 14:00

Bzzzzzzzzzzzzzzzz.............

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 15/8/05 14:03

Afrískar drápsbýflugur(killer bees) hafa drepið um 1000 manns síðan þær komu til Brasilíu.

Plútó og tunglið Karon.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 15/8/05 14:09

Plútó er níunda plánetan frá sólu og var uppgötvuð árið 1930. Karon er eina tungl Plútós sem vitað er af og var uppgötvuð árið 1978 af vísindamanninum James Christy.

Skoda

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Haraldur Sigurðsson, betur þekktur sem Halli, kom hér á árum áður ósjaldan fram í auglýsingum fyrir Skoda-umboðið Jöfur hf. Þess má geta að Haraldur þessi er bróðir Þórhalls Sigurðssonar, Ladda, en þeir bræðurnir koma úr stórum systkinahópi Sigurðarbarna frá Kirkjubæ, landsþekkts hestamanns & hrossaræktanda á sínum tíma.

Burknar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 15/8/05 14:54

Það vex fjöldi burkna í gjótum í Búðahrauni á Snæfellsnesi.

Noregur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rósin 15/8/05 15:00

Stórt land, þar sem allir elska að segja Heja Norge og eru íbúarnir undantekningarlaust ljóshærðir.

Mambó.

Rósin er rós er rós er rós. -- Ilmur fagurrar rósar lifir lengi í vitum manns.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
spesi 15/8/05 15:08

Pabbi vill mambó. Og mamma vill mambó.

Eter.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 15/8/05 15:10

Eter er lesblind útgáfa af Enter

Baggalútur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/8/05 15:47

Baggalútur er víðfeðmt samsæri frímúrara og bakarameistara um að fanga stóran hluta landsins í iðjuleysi.

Stál.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 15/8/05 15:48

Stál er járn, með viðbættu kolefni.

Órangútanar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/8/05 16:23

Órangútan afbrigðið, einnig kallað Pólska afbrigðið eða Sokolsky afbrigðið hefst á því að hvítur leikur peði b2-b4 í fyrsta leik.

Um það má fræðast hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Polish_Opening

og hér

http://www.sudburychess.org.uk/ChessOpenings.htm#polish

og hér

http://homepage.mac.com/cknelsen/chess/chess_open.html#polish

Niður

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/8/05 16:34

Niður er hljóð en er líka í hlutverki áttar, þá andstæð áttinni upp.

Mont Blanc.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 15/8/05 17:36

Mont Blanc eru gæðapennar, sjálfblekungar. Það er varla nokkur maður sem skrifar með svoleiðis penna í dag því allstaðar er hægt að verða sér úti um ókeypis kúlupenna með auglýsingu.

Hamborgari

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 15/8/05 18:29

Hamborgarinn var sennilega fundinn upp árið 1885 af hinum 15 ára gamla Charlie Nagreen. Hann var að selja kjötbollur á markaði í Wisconsin. En það var erfitt fyrir fólk að borða kjötbollur á meðan það var að ganga á milli bása á markaðnum þannig að honum datt í hug að fletja þær út og skella þeim á milli tveggja brauðsneiða.

Hamborgarar eru ágætir á bragðið.

Kóbalt.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 15/8/05 18:49

Kóbalt hefur sætistöluna 27 í lotukerfinu, en 27 er einmitt þrír í þriðja veldi.

Coca cola

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
     1, 2, 3 ... 12, 13, 14  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: