— GESTAPÓ —
Ryk
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/6/05 23:24

Ég held að ryk og ryksöfnun sé það náttúrufyrirbrigði sem fer hvað mest í taugarnar á mér. Spurning hvort að einhver kann góðar herkænskuaðferðir gegn þessum illa vágesti.

Tvö vandamál í þessa veru finnst mér vera hvað brýnust:

1. Ryksöfnun á lyklaborði. Kann einhver skothelda aðferð við að hreinsa slíkt án þess að lyklaborðið liggi óvígt á eftir?
2. Kóverið af sjónvarpinu mínu og myndbandstækinu er úr svörtu plastefni sem barasta ekki hægt að þrífa svo maður sé fullkomlega sáttur. Kannast einhver við vandamálið?

Annars má nú þessi þráður barasta fara umræður vítt og breitt um viðhorf til ryks og ryksöfnunar.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 6/6/05 23:30

Hvað með að hann leysist upp í umræður um ákavíti og sviðslýsingar - eins og venjulega?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/6/05 23:35

Smábaggi mælti:

Hvað með að hann leysist upp í umræður um ákavíti og sviðslýsingar - eins og venjulega?

Ef það gerist þá getið þið bara troðið þessum þræði upp í rassgatið á ykkur. Umræðan um ryk er alltof mikilvæg svo hún koðni ekki fjas um óæðri málefni. Við verðum að vera málefnaleg...ha?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/6/05 23:35

Þvoðu þetta með ákavíti maður. ‹Leggst á gólfið og emjar úr hlátri af tilhugsuninni um Tinna og lyklaborðið eftir ákavítisbaðið. Treður þræðinum upp í rassgatið á sér.›

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/6/05 23:39

‹Býður Haraldi í sérstakt Lyklaboð með ótæmandi ákavítisnöfsum› Ja, mér sýnist sem ákavítið sé bara mesta töfraefni síðan C-11 var markaðssett. Þetta Svín virkar! ‹Hugsar um Harald›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Fáðu þér svona sætan bleikan rykkúst. Rafmagnaðir, og allt ryk festist við þá ef þú bara sópar létt yfir sagða fleti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuhci 6/6/05 23:42

Ég myndi teppaleggja draslið, þá verður þetta ekki til vandræða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/6/05 23:43

Rýtinga Ræningjadóttir mælti:

Fáðu þér svona sætan bleikan rykkúst. Rafmagnaðir, og allt ryk festist við þá ef þú bara sópar létt yfir sagða fleti.

Sko! Tjellingarnar kunna þetta.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/6/05 23:43

Já, takk fyrir það Rýtinga. Þetta verður maður að prófa. ‹dammdirammdiramm...›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/6/05 23:45

Það má líka kaupa sérþjálfaða rykmaura í næstu gæludýrabúð.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 6/6/05 23:46

Við strumparnir eigum slatta af þeim.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tony Halme 6/6/05 23:47

Ef þú ert með laptop er best að plokka bara stafina af og hreinsa draslið sem er undir.

Svo mæli ég með því að þú setir stafina aftur á lyklaborðið í eðlilegri stafrófröð, ekki í þessari fáranlega handahófskenndu röð sem stafirnir eru venjulega. Ekki eru menn t.d. með tölustafina í rugli, mér virðast þeir yfirleitt vera nokkrun veginn frá 1-9, að vísu er núll á eftir 9 og svo kemur stafurinn ö sem er náttla fáránlegt... ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Formaður félags finnskra drykkjulagasöngvara.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/6/05 23:48

Tony Halme mælti:

Ef þú ert með laptop er best að plokka bara stafina af og hreinsa draslið sem er undir.

Svo mæli ég með því að þú setir stafina aftur á lyklaborðið í eðlilegri stafrófröð, ekki í þessari fáranlega handahófskenndu röð sem stafirnir eru venjulega. Ekki eru menn t.d. með tölustafina í rugli, mér virðast þeir yfirleitt vera nokkrun veginn frá 1-9, að vísu er núll á eftir 9 og svo kemur stafurinn ö sem er náttla fáránlegt... ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Trúi að þú hafir verið nokkuð fljótur með töfratening Rubiks.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tony Halme 6/6/05 23:51

Einmitt... þessi rauði í miðjunni á kubbinum er laus og svo smellir maður bara stjörnuskrúfjárni á þetta drasl. Gríðarlegur tímasparnaður.

Formaður félags finnskra drykkjulagasöngvara.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/6/05 23:57

Tony Halme mælti:

Ef þú ert með laptop er best að plokka bara stafina af og hreinsa draslið sem er undir.

Og í kjölfarið getur niðurstaðan orðið endurbætt lyklaborð ‹Ljómar upp›:
http://www.irtc.org/ftp/pub/stills/2005-04-30/keyboard.jpg
Annars notum vjer stundum einfaldlega ryksugu á lyklaborð. Mikilvægt er að eigi sjeu neinir lausir lyklar sje það gert.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/6/05 23:59

Þakkir fyrir góð ráð. þakkir...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 7/6/05 00:11

Hvað er málið með þennan penna þarna hjá lyklaborðinu?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 7/6/05 00:13

jemeinaða...

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: