— GESTAPÓ —
Gestapói svarar. Leiðinlegur leikur Galdra.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 15, 16, 17  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/3/05 18:03

Ég vil mótmæla þeim brigslum þínum um að ég hafi verið mikill þátttakandi í þessum leik. Ég tók einu sinni þátt í honum, nýlega og klúðraði því, enda kunni ég ekkert á reglurnar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 9/3/05 18:06

já, það var þér líkt - tók nú bara nöfn af handahófi - það var ekki meint persónulega á einn eða neinn þó að fólk virðist núna vælandi út um allan bæ. Hins vega byrjaði þessi leikur mjög skemmtilega...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/3/05 18:11

krumpa mælti:

já, það var þér líkt - tók nú bara nöfn af handahófi - það var ekki meint persónulega á einn eða neinn þó að fólk virðist núna vælandi út um allan bæ. Hins vega byrjaði þessi leikur mjög skemmtilega...

En þeir sem þú nefndir taka það að sjálfsögðu til sín og ég er hundfúll við þig Krumpa... þér hefur tekist það sem fáum hefur tekist, að gera mig fúlan...

Ekki gleyma einu að það eru bara visst margir sem að eru hérna dagsdaglega og eðlilega eru þeir valdir... gerðu vísindalega úttekt á þessu endilega, en eitt er víst að þú hefur gert einn Gestapóa að minnsta kosti, fúlann... vel af sér vikið

‹strunsar út›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Forseti 9/3/05 18:11

Er verið að mótmæla?

‹Fær sér vatnssopa og þrumar yfir viðstöddum.›

Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.

Forseti hringir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 9/3/05 18:41

‹Stendur og starir orðlaus á Skabba, lítur svo á Krumpu og hristir höfuðið vonleysislega. Gengur svo út og lætur hurðina falla varlega að stöfum, hún þolir sennilega ekki meiri skelli í dag›

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 9/3/05 18:42

Forseti mælti:

Er verið að mótmæla?

‹Fær sér vatnssopa og þrumar yfir viðstöddum.›

Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.

‹Rís upp ásamt öðrum þingmönnum›

Vér mótmælum allir!

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 9/3/05 18:44

Skabbi skrumari mælti:

krumpa mælti:

já, það var þér líkt - tók nú bara nöfn af handahófi - það var ekki meint persónulega á einn eða neinn þó að fólk virðist núna vælandi út um allan bæ. Hins vega byrjaði þessi leikur mjög skemmtilega...

En þeir sem þú nefndir taka það að sjálfsögðu til sín og ég er hundfúll við þig Krumpa... þér hefur tekist það sem fáum hefur tekist, að gera mig fúlan...

Ekki gleyma einu að það eru bara visst margir sem að eru hérna dagsdaglega og eðlilega eru þeir valdir... gerðu vísindalega úttekt á þessu endilega, en eitt er víst að þú hefur gert einn Gestapóa að minnsta kosti, fúlann... vel af sér vikið

‹strunsar út›

Neikvæðnisleikurinn minn býður ekki upp á neina svona vitleysu og engar deilur. Þar mega líka (næstum) allir vera með!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 15/3/05 13:59

Hver drap þráðinn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 15/3/05 14:00

Var hann einhverntíman lifandi?

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 15/3/05 14:00

Held það hafi verið krumpa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 15/3/05 14:03

hver á að gera næst?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 15/3/05 14:05

Merkilegt hversu illa þessi leikur gengur. Gætum við reynt að koma honum á réttan kjöl að nýju?

Frelsishetjan mælti:

Nornin, Skabbi eða Hakuchi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 15/3/05 14:06

‹bíður›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 17/3/05 17:20

Júlía mælti:

Var hann einhverntíman lifandi?

Ég veit það ekki.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 18/3/05 18:48

Leikurinn er dæmdur til að deyja. Neikvæðnin er framtíðin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 27/3/05 01:57

Eftir að hafa rýnt í reglurnar þá langar mig að bera fram eftirfarna breytingatillögu á reglum leiksins. Feitletranir og skáletranir verða settar fram með einhverju kerfi til skýringa:
Svona var þetta:

Galdrameistarinn mælti:

Ég var að láta mér detta í hug langsóttur og leiðinlegur leikur sem gengur út á það, að gestapói skrifar nafn á öðrum gestapóa og sá gestapói sem er nefndur svarar og verður að skrifa stutta, ímyndaða lýsingu á þeim sem nefnir hann og hvernig hann kemur honum fyrir sjónir í huganum.

Þess má einnig geta að ekki er æskilegt að aðrir séu að trana sér inn í leikinn og skemma röðina.
------------------------------------------------------------
Dæmi:
Ég segi hundingi.

Hundingi svarar:
Galdrameistarinn er........og ................svo...................eða þannig sé ég hann fyrir mér.

Tígra.
------------------------------------------------------------

Gjörið svo vel. Fyrsti Gestapóinn má byrja.

Mín tillaga er svona:
Ég var að láta mér detta í hug breytingar á langsóttum og leiðinlegum leik sem gengur út á það, að Gestapói verður að skrifa stutta, ímyndaða lýsingu á öðrum Gestapóa og hvernig hann kemur honum fyrir sjónir í huganum. Gott viðmið er að skrifa um þann sem var næstur á undan að skrifa.

DÆMI:
Gestapói a) hefur skrifað.

-Næsti skrifar eftirfarandi-
Gestapói b) skrifar um gestapóa a)

-Næsti skrifar eftirfarandi-
Gestapói c) skrifar um gestapóa b)

-Næsti skrifar um Gestapóa c)-
o.s.frv.

Þess má einnig geta að Hver sem er getur tranað sér inn í leikinn með því að skrifa umrædda lýsingu
------------------------------------------------------------

------------------------------------------------------------

Gjörið svo vel. Fyrsti Gestapóinn má byrja.[/color]

Nú legg ég þetta undir ykkar atkvæði og ef vel hefur farið að breyta forsíðuinnleggi Galdra.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 27/3/05 11:42

Ég er sammála þessu. Ef Galdri og hinir eru ósammála þá er hægt að stofna nýjan leik með þessum reglum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 8/5/05 14:18

Þar sem ekkert hefur gerst hér í fjölmargar vikur ætla ég að trana mér fram samkvæmt breytingartillögunum, og skrifa því hér með um Frelsishetjuna (sem mér skilst að hafi verið síðasta „löglega“ innleggið í leiknum).

Mér finnst Frelsishetjan vera óskaplega sýrður ungur maður sem hefur gaman af að stríða fólki. Líklegast er hann samt besta skinn inn við beinið og veit svona í flestum tilvikum hvenær hann er farinn yfir strikið. Spurningin er bara hvort hann vilji nokkuð sleppa því að fara yfir strikið... ‹Starir þegjandi út í loftið›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 15, 16, 17  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: