— GESTAPÓ —
Ráð til nýliða
» Gestapó   » Almennt spjall
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 9/1/05 22:48

Skabbi skrumari skrifaði tilkynningu í EFST Á BAUGI er beint er til nýliða. Birtum vér hana hér líka óbreytta því hér er um góð ráð að ræða fyrir nýliða.

Það er oft erfitt fyrir nýliða að feta sig um á hálli braut Gestapó, flestir nýliðar taka sig þó til og lesa og læra áður en þeir mæta af fullum krafti...
Fyrir þá sem vantar upplýsingar um Gestapó í hvelli, þá getur verið gott að hafa í huga eftirfarandi:

1- Stafsetning og málfar skiptir miklu máli, vanda sig.
2- Passa sig á að hafa í heiðri almennar umgengisreglur, aðgát skal höfð í nærveru sálar, orðlýti og níð ber að varast.
3- Gott er að kynna sig í upphafi, menn fá yfirleitt góðar móttökur hérna, sérstaklega ef menn hafa í heiðri ofangreind atriði.
4- Félagsrit skulu vera vönduð og vel hugsuð, léleg félagsrit fara illa með mannorðið, sjaldan skal nota orð annarra í félagsriti nema geta heimilda.
5- Gott er að nota skilaboðin ef nýliði er í vafa um eitthvað, flestir Heimavarnaliðar taka því vel ef leitað er til þeirra.
6- Gott er að spá aðeins í það hvar nýir þræðir eiga að birtast, kveðskapur á t.d. hvergi heima nema í kveðskapnum, frumsamið helst ekkert annað.
7- Fyrst ég er að tala um kveðskap, þá má benda á www.rimur.is í sambandi við reglur um kveðskap.
8- Aðalatriðið er þó að hafa gaman af því að vera hér, anda rólega ef einhver pirrar þig og sleppa þá bara að svara því, því hér er nóg af þráðum til að svara.
9- Já, ekki má gleyma að tvípunktar og svigi lokast og annað slíkt er illa séð hér, sem dæmi :)
Þá er það upptalið í bili.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: