— GESTAPÓ —
Ég man. / Vjer munum
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 26, 27, 28 ... 140, 141, 142  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 17/12/04 00:51

Ég man þegar visa-miðar voru þrykktir með tilheyrandi sleða-apparati.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/12/04 00:51

Ég man eftir fullt af alls konar skemmtilegum táknum hér til hliðar! STRÁKAR HVAR ERU ÞAU?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Bægifótur 17/12/04 02:23

Ég man þegar helvítis álftin í „Dýragarðinum“ í Hafnarfirði beit mig augabrúnina. Hún var að éta gras og ég var að horfa á hana borða þangað til að allt í einu hún lítur upp, rekur hausin gegn um rimlana og glefsar í augabrúnina mína. Sennilega ætlaði hún að bíta úr mér augað en ég náði að víkja mér undan um sentímerter.

Auðvitað hefði ég brugðist eins við ef einver hefði verið að horfa á mig borða.

Bægifótur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 17/12/04 04:06

Ég man eftir að hafa hlustað á Karíus og Baktus, skelfingu lostinn hér í denn, mikið skelfilega var það gaman.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/12/04 10:53

Lómagnúpur mælti:

En Sanítas var gosverksmiðja. Ásamt fleiru, held ég. Hafði bækistöðvar niðri við Klett og framleiddi appelsín og pilsner og fleira gott. Svo var hún seld og flutt til Rússlands og lagði grunninn að endurvakningu alkóhólisma þar í landi, sem svo aftur skilaði bjórpeningum í vasa nokkurra Íslendinga sem nú ríða feitir um héruð og eiga prúðbúin skip fyrir landi.

Nú hvað sét þá ansans drykkurinn. Ég er nokkuð viss um að Sól hafi framleitt drykkinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 17/12/04 11:59

Geturðu lýst þessum drukk nánar? Var hann í hinum frægu plastdósum sem Schewinginn kom með á markaðinn um 1986? Þá litu dagsins ljós drykkir á borð við Sól kóla og Súkkó.

Það var og.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/12/04 12:13

Bægifótur mælti:

Ég man þegar helvítis álftin í „Dýragarðinum“ í Hafnarfirði beit mig augabrúnina. Hún var að éta gras og ég var að horfa á hana borða þangað til að allt í einu hún lítur upp, rekur hausin gegn um rimlana og glefsar í augabrúnina mína.

Álftirnar þarna hljóta að hafa verið frekar geðvondar, vér lentum í því sama. Þetta gerðist ótrúlega snögglega, á sekúndubroti og hefur oss sjaldan brugðið jafn illilega.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/12/04 13:46

Lómagnúpur mælti:

Geturðu lýst þessum drukk nánar? Var hann í hinum frægu plastdósum sem Schewinginn kom með á markaðinn um 1986? Þá litu dagsins ljós drykkir á borð við Sól kóla og Súkkó.

Drykkurinn var svipaður á litinn og mix og sinalco, kannski aðeins ljósari. Ég man ekki eftir honum í dósum, heldur í 1,5 lítra flösku, þó er ekki útilokað að þetta hafi verið til í smærra formi.

Ætli drykkurinn hafi ekki verið til amk á árunum '87-'89. Minningin er í það minnsta frá þeim tíma, sirkabát.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heillar 17/12/04 13:54

Ertu nokkuð að meina Póló, sem var í bláum dósum og með bananabragði, minnir mig? Það var svona einhvern veginn hlandgult á litinn. Annars var soddan dobía af gosdrykkjum reynd á markaðnum um þetta leyti að erfitt er að spá.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/12/04 14:07

Nei, það var ekki Póló. Ég held að þessi drykkur hafi verið enn skemur á markaðinum en sá drykkur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 17/12/04 14:20

Fyrirgefðu Hakuchi minn ég man bara ekki eftir þessum drykk.
Man einhver eftir leigubíla bardaganum á gamlárskvöld, lenti einu sinni í bráðsniðugu tilviki þar sem öllum línum sló saman og það voru 10 til 15 manns á línunni, og eins og venjulega þegar góðglaðir landar eiga í hlut, var mikil gleði og gaman á þessum línum, komu sér allir saman um að hittast í partý seinna um kvöldið og þar var mikið gaman. Hef haldið sambandi við slatta af þessu fólki allar götur síðan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 17/12/04 15:18

Heiðglyrnir hinn hugdjarfi mælti:

Fyrirgefðu Hakuchi minn ég man bara ekki eftir þessum drykk.
Man einhver eftir leigubíla bardaganum á gamlárskvöld, lenti einu sinni í bráðsniðugu tilviki þar sem öllum línum sló saman og það voru 10 til 15 manns á línunni, og eins og venjulega þegar góðglaðir landar eiga í hlut, var mikil gleði og gaman á þessum línum, komu sér allir saman um að hittast í partý seinna um kvöldið og þar var mikið gaman. Hef haldið sambandi við slatta af þessu fólki allar götur síðan.

Aha! Leigubílalínan. Lentu einu sinni á rífandi séns í þeirri línu.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 17/12/04 15:52

Fyrsta reiðhjólið sem að var keypt beint út úr búð, munið þið eftir Copper hjólunum með langa hnakknum, þriggja gíra, fjólublátt, þetta var fallegasta hjól allra tíma fannst manni þá,

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 17/12/04 17:07

Keðjubréf. Hver man ekki eftir þeim?
Hvernig væri nú að starta keðjubréfi hér? Senda efsta manni á lista einn bjór, stroka hann út, bæta sjálfum sér neðst á listann, senda fimm vinum sínum bréfið áfram. Sá sem er duglegur mun uppskera mikla ölvun en sá er hana slítur mun þrífa upp ælur í helvíti.

Listinn: (eðlilegt að byrja á ritstjórn)
1) Enter
2) Númi Fannsker
3) Kaktuz
4) Spesi
5) Lómagnúpur.

Það var og.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 17/12/04 19:28

IBM á Hverfisgötunni.............svaka græjur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 17/12/04 22:06

Ég man eftir engu.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 17/12/04 22:58

Ég man þá tíð þegar Íslendingar óku á vinstra vegarhelmingi. (sumir gera það kannski enn?) ‹Starir þegjandi út í loftið›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/12/04 23:02

Ég man þá tíð þegar tuttugu ár voru liðin ár frá því að skipt var yfir í hægri umferð.

        1, 2, 3 ... 26, 27, 28 ... 140, 141, 142  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: