— GESTAPÓ —
Bíómyndaglápið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 31, 32, 33 ... 48, 49, 50  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nefríður 12/11/04 23:00

Nákvæmlega.
Það vantar einmitt nú orðið svona kynningarefni sem yfir sér hefur "virðulegan blæ,"
Kynningarþættir nútímans eru uppfullir af tyggjigúmmíi, blásnu hári og almennri froðu.........

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 12/11/04 23:49

Ég ætla bara að láta ykkur vita það að ég er að horfa á Amazon Women On The Moon ´..............HE........HE.......HE

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 13/11/04 02:36

Hún er snilld. Annars var ég að horfa á I Robot. Hún var ágæt til síns brúks.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 13/11/04 02:51

Var að horfa á Revenge Of The Nerds...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 13/11/04 13:07

Sá Revenge of the Nerds í bíó fyrir um 20 árum síðan og fílaði vel. Horfði á hana í gærkveldi til að rifja upp gamlar minningar, veit ekki hvort ég eða myndin hafa elst svona illa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 13/11/04 17:40

Mér finnst Revenge Of The Nerds alltaf jafn skemmtileg áhorfs. Kannski er ég bara svona mikill nörd...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 13/11/04 20:09

Tinni mælti:

Já, einmitt! Ég er hættur að skilja umræðuna hér, en svona rétt til þess að halda trú við upphaflegan tilgang þráðarins þá langar mig að spyrja:
Er kvikmyndin Practical Magic þess virði að berja augum, en eins og er þá er ég að myndrita hana. Er eitthvað varið í hana?

Hvernig fannst þér svo myndin ? Hún er óttalegt prump, fannst mér, mest fyrir litlar stelpur með rómantískar ranghugmyndir....smáskondin á köflum en ekkert sem maður má ekki missa af...

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/11/04 23:06

Ég horfði á kvikmyndina 36 Deadly Styles í gær. Hér er um að ræða myglaða kúng fú mynd. Plottið er hefðbundið kúng fú plott. Illur kúng fú kall ætlar að drepa aðra góða kúng fú kalla og er með hækjumenn með sér til að ná því fram. Eldri meistari, góður, þarf að berjast við hann og er með ólátabelg sem lærisvein og þarf hann að þroskast og eflast til að geta drepið vonda kallinn.

Myndin ber með sér marga frábæra kosti gamalla kúng fú mynda. Myndgæðin eru arfaslæm, hljóðið ömurlegt og talsetningin alveg yndislega fáránleg. Reyndar er talsetningin óvenjulega illa samræmd við talið og er það gott. Kvikmyndatónlistin er að sjálfsögðu stolin frá öðrum Hollywood myndum, en það er samvkæmt góðri HK hefð. Það dirfskuspor er meira að segja tekið að nota Bleika Pardusarlagið.

Leikendur. Tja eina ástæðan fyrir því að ég leigði þessa mynd var snillingurinn og ofurfólið Hwang Jang Lee. Hann leikur vonda kallinn og skarar fram úr með snilldartöktum. Nóg er af slagsmálum í myndinni en þau eru ekki sérlega vel kóreógröfuð. Stíllinn er heldur hægur, í anda Shaw mynda, en ekki nærri því eins hraður og vandaður og hann var orðinn undir nýrri kynslóð í lok áttunda áratugarins (þökk sé Sammo Hung, Yuen Woo Ping, Jackie Chan ofl.) en þessi mynd er gerð 1980. Ung kona í myndinni stóð sig líka mjög vel í slagsmálum en hún mun heita Jeanie Chang. Það var líka stórkostlegt að sjá sjálfan Bolo Yeung sem einn af aðal hækjumönnum illmennisins en hann er með einhverja fáránlegustu hárkollu sem sögur fara af í þessari mynd*. Hárkollan er einhvers konar hnýtt/dreadlock/skúringarkústuskolla. Ótrúlegt alveg. Fyrir þá sem ekki vita er Bolo Yeung vöðvafjall með kúng fú kunnáttu en hann fékk aldrei neina virðingu í Hong Kong. Í flestum myndunum sem hann gerði þar lék hann vondan kall sem heldur að hann sé bestur út af þykkum vöðvum sínum en er síðan laminn í spað af hetjunni. Hong Kongar bera enga virðingu fyrir vöðvum, þeim mun meiri fyrir tækni og hraða. Bolo fór varð hins vegar nokkuð vinsæll í amerískum B-myndum á 9. og 10. áratugnum. Kaninn er sökker fyrir steravöðvum.

Allt í allt er þetta meðalgóð mynd. Plottið er hefðbundið. Hwang Jang Lee er listamaður og flottur að vanda. Bardagar eru heldur illa sviðsettir, fyrir utan einn bardaga sem var virkilega flottur en hann var klipptur inn í mitt aðalbardagaatriðið og var með mönnum sem komu myndinni ekki nokkurn skapaðan hlut við (ég elska hong kong myndir, kæruleysið er svo yndislegt). Við fáum að sjálfsögðu klassískan Hong kong endi á myndina þegar myndin hendar svo til einni sekúndu eftir að aðalvondikallinn er sigraður. Það er alltaf kúl, enginn fjandans eftirmáli, um leið og gamanið er búið...the end.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/11/04 23:07

Hmmm...þetta er fulllangt. Kannski ég smelli þessu í pistil.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 14/11/04 01:21

Horfði á þessa blessuðu Bruce Lee mynd á S1 í gærkvöldi og var hún barasta fín skemmtan, en mig grunar að stærstur hluti hennar hafi verið helber þvættingur svona staðreyndalega séð. Samkvæmt ferilskrá Bruce Lee þá mun hann hafa komið fram og leikið í heilum 19 kvikmyndum frá eins árs og upp í tvítugt, en ekki er stafkrók að finna um slíkt í myndinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 14/11/04 12:41

Horfði á mína fyrstu mynd Marx-bræðra í gær eftir að hafa keypt hana í Bónus á 899 kr. Hún heitir The Big Store. Gaman að sjá að það er á rökum reist sem maður hefur heyrt að Woody Allen hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá þessum köllum varðandi hnyttin tilsvör o.fl. Gaman líka að horfa á þetta og sjá hvernig húmorinn var á þessu tímabili. Löng söngatriði o.fl. Þetta var bara eins og að vera í leikhúsi.

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 14/11/04 12:50

Marxbræður eru hrikalega skemmtilegir oft á tíðum, þó svo sumt með þeim hafi elst illa. Groucho með hreint ótrúleg tilsvör og þá ekki síst við hrekklausar, forríkar ekkjur. Myndirnar jaðra oft á tíðum við hreinan absúrdisma sem einmitt var að ryðja sér til rúms í leikhúsum á svipðuðum tíma og þeir voru upp á sitt besta.

Semming, tékkaðu endilega líka á klassíkerum eins og Night At The Opera og Day At The Races, en sömu titlar áttu síðar eftir að dúkka upp sem nöfn á tveimur plötum mjög þekktrar rokkhljómsveitar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 14/11/04 15:04

Nennir einhver að koma í heimsókn í kvöld með spólu?
Ó já og vídeótæki eða DVD?
ummm og sjónvarp?
‹Brestur í óstöðvandi grát›
Ég á ekki sjónvarp!
BUhuuuuuu.....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/11/04 15:12

Í gærkvöldi sáum vér The Big Lebowski í sjónvarpinu og var þetta eigi í fyrsta sinn sem vér sjáum þá mynd. Hún þykir í hópi bestu mynda Coen-bræðra en er samt almennt eigi talin sú besta. Af einhverjum ástæðum er þetta hinsvegar sú mynd þeirra bræðra sem vér erum hrifnastir af. Margir karakteranna í myndinni eru óborganlega fyndnir - The Dude (e.k. uppgjafahippi), Walter Sobchak (með Víetnam á heilanum, gengur með byssu á sér, vitnar í stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi er hann þykir of hávær á veitingastað o.s.frv.), níhilistar, klámmyndaleikstjóri o.s.frv.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/11/04 15:16

Ég er sannarlega sammála Vladimír. The Big Lebowski er sígild mynd og án efa sú besta sem Cohen bræður hafa gefið út. Ég horfi reglulega á myndina og fæ aldrei leið á henni. Gott ef ég hafi ekki séð hana þrisvar sinnum í bíó. Enginn tók almennilega eftir þessari mynd á sínum tíma. Gagnrýnendur sögðu þetta ágætis mynd en ekkert meir en það. Myndin fékk nánast enga aðsókn. Hins vegar hefur þessi mynd orðið gríðarlegt költ á síðustu árum. Hún varð afar vinsæl á vídeó eftir því sem jákvætt orðspor hennar dreifðist út. Fólk er að vitna í þessa mynd í sama mæli og Resorvoir Dogs eða Pulp Fiction nú til dags.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 14/11/04 15:21

The Big Lebowski er náttúrulega snilld, frasarnir úr henni munu brátt verða klassískir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 14/11/04 15:50

Sammála með Big Lebowski - tær snilld ! Reyndar orðið fulllangt síðan ég sá hana síðast - auk þess sem Jeff Bridges = Æði !

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 14/11/04 18:42

Það sem gerir myndina nú hvað mesta snilld er ótæpileg neysla hetjunnar á nýkreistum hvítum rússum. ‹Verður fjarrænn til augnanna og tárast lítilega›

        1, 2, 3 ... 31, 32, 33 ... 48, 49, 50  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: