— GESTAPÓ —
Kvikmyndaatriðagetraunarleikur Illa Apans
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 18, 19, 20 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/11/04 13:57

Hetjan hefur komist inn að altari þar sem gullið líkneski stendur. Hetjuna grunar að hér séu gildrur. Hugsar sig um meðan hann mælir líkneskið með augunum. Tekur poka og fylllir af sandi, reynir að hafa þyngdina svipaða og hann telur vera á líkneskinu. Nú stillir hann sér upp, með spennu og græðgisglampa í augum. En honum snýst hugur og kastar pokanum frá sér, grípur líkneskið, snýr sér við og gengur nokkur skref í burtu. Stöpullinn sem styttan var á sígur niður. Gildran er farin í gang. Húsið byrjar að hrynja. Hetjan hleypur eins og fætur toga. í þröngum ganginu uppgvötar hann að risastórt kúlulaga grjót rennur á eftir honum. Örvæntingin grípur hann.

Úr hvaða mynd er þessi lýsing?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 11/11/04 14:06

‹Starir þegjandi út í loftið›Deja Vu‹klórar sér í höfðinu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/11/04 14:08

Já, en þó eru ekki öll smáatriði eins. Hér er ekki um að ræða sama atriði, eða sömu mynd og Hakuchi spurði um.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/11/04 14:10

Ég giska á UHF með Weird Al Jancovic. Mikið var hún fyndin þegar maður var ungur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/11/04 14:12

Jájá, jújú. Einmitt mynd sem er fyndin þegar manni finnst kúkur og piss áhugaverður. Skrítni Alli var þetta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Illi Apinn 11/11/04 16:03

Hún er alveg ennþá fyndin

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/11/04 18:35

Ég hef ennþá lúmskt gaman af þeirri mynd... hlæ mig oftast máttlausann...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 11/11/04 22:57

UHF var ógeðslega fyndin og þá sérstaklega senan þar sem hann er að lesa upp hugmynd að sjónvarpsdagskrá og þar sem t.d. má finna þáttinn "Stripteasers Solitaire" eða "Fatafellur leggja kapal" og síðan man ég ég hann vildi alltaf enda dagskrána á einhverskonar "gríni með skít". Klikkuð mynd!

Komdu með senu, Haggsí!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/11/04 09:59

Hjón eru í bíl. Maðurinn undir stýri. Hann er nöldrandi og greinilega stressaður. Konan vorkennir honum og ákveður að fara að ráði sem nákomin kona hafði sagt að hún notaði til að hjálpa sínum manni til að slappa af. Hún leggst niður, rennir niður buxnaklauf mannsins og byrjar að hafa við hann munngælur (ekkert dónalegt sést). Maðurinn fær algert áfall við þessa framkomu konu sinnar.

Næst sjáum við bílinn, klesstan á hliðarkanti og karlmaðurinn að tala við lögreglu. Konan kemur upp að honum um leið og lögreglan spyr hvað hafi gerst. 'Þú skalt segja honum það elskan', segir maðurinn og labbar burt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 12/11/04 10:04

Parenthood með Steve Martin hefði ég haldið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/11/04 10:07

Allt of auðvelt. Þú átt leikinn lagarefur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 12/11/04 11:40

Reyni að koma með eitthvað síðar í dag, þarf að leggja höfuðið í bleyti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/11/04 11:43

Passaðu þig að fá ekki heilahimnubólgu. Það er kalt úti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 12/11/04 22:31

Tveir menn eru saman í lokuðu herbergi, fyrir utan bíður ástkona annars þeirra. Elskhugi hennar er frekar ósáttur við hinn manninn, byrjar að öskra á hann, leikurinn æsist og á endanum lætur hann manninn fara á fjóra fætur og hrína eins og svín.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 13/11/04 01:27

Úff... þetta er of erfitt fyrir minn litla haus! ‹klórar sér í höfðinu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 13/11/04 10:26

Happiness? æi ég veit það ekki...komdu með smá vísbendingu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 13/11/04 13:05

Ekki Happiness. Vísbendingin er mafíósar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 13/11/04 13:31

Skot út í loftið: "Married To The Mob"‹Þekki þá mynd eingöngu af afspurn›

        1, 2, 3 ... 18, 19, 20 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: