— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 100, 101, 102  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 7/10/04 13:30

Limbri mælti:

Óendanlega lengi og fljótir.

-

ertu að gefa í skyn að pí apar séu ekki til?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 7/10/04 13:31

Ívar Sívertsen mælti:

Eigum við ekki bara að mölva glerið og halda áfram?

spurningin mín var bara létt aukaspurning meða beðið er eftir spurningu frá Vímusi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/10/04 13:32

eru pí apar þá ekki 3 vikur að drekka pí glös af kóki?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 7/10/04 13:35

Coca Cola mælti:

ertu að gefa í skyn að pí apar séu ekki til?

Ég veit ekkert um tilvist þeirra. En ef þeir væru til (sem er eitthvað sem maður þarf að gefa sér til að svara gátunni) þá geri ég ráð fyrir að þeir séu með óendanlega marga aukastafi. Við erum semsagt með óendanlega mikið af öpum að drekka. Sem væru þar af leiðandi óendanlega fljótir að því. Einnig erum við með óendanlega mikið af kóki sem myndi gera það að verkum að það væri óendanlega lengi verið að drekka það.

... Já eða eitthvað svoleiðis. Þetta er allavegana mín tillaga.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 7/10/04 13:52

Ívar Sívertsen mælti:

eru pí apar þá ekki 3 vikur að drekka pí glös af kóki?

jú það hugsa ég... þú færð 10stig
og ég verð að gefa Limbra 10stig líka - fyrir stærðfræði með frjálsri aðferð

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/10/04 13:54

Coca Cola mælti:

Ívar Sívertsen mælti:

eru pí apar þá ekki 3 vikur að drekka pí glös af kóki?

jú það hugsa ég... þú færð 10stig
og ég verð að gefa Limbra 10stig líka - fyrir stærðfræði með frjálsri aðferð

En hver á þá leik? Þú mátt alveg Limbri ef þú vilt...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 7/10/04 14:31

Ég kláraði gáfurnar á síðustu þraut.

Þú mátt endilega kæri vin.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 12/10/04 13:22

Jæja, best að halda smjörinu á hreyfingu. (ég bið Vímus og Hr. Sívertsen forláts)

Ef maður sagar burtu tvo reiti skákborðs af gagnstæðum hornum, getur maður þá þakið restina af skákborðinu með spjöldum sem eru 1*2 að stærð? (spjöldin þekja tvo reiti, spjöldin mega augljóslega ekki liggja ofan á hvort öðru)

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/10/04 13:26

Væntanlega mega spjöldin eigi ná út fyrir skákborðið, þ.e. það verða að vera tveir reitir undir hverju spjaldi ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 12/10/04 22:41

Ég sný út úr innleggi Vladimirs
‹biður Vladimir afsökunar á því›
og segi: Já, með því að leggja tvo reiti af áður umræddri stærð og láta þá ná einn reit út af borðinu, hvorn um sig.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 13/10/04 00:09

Fæ þetta ekki til að ganga upp... Sé ekki trixið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Svefnburkur 13/10/04 00:30

Í tilgangsleysi mínu, tók ég upp gamalt rykþrútið taflborð og setti brúnann pappír yfir sitt hvort hvítt hornið, á móti hvort öðru. klippti ég síðan út miða er náðu yfir 62 reiti, þ.e. 31 miða. Raðaði ég miðunum upp á borðið og merkti með tölu. Í þriðju tilraun náði ég, að fylla upp í alla reitina! þetta tókst! Eigi get ég þó útskýrt aðferð mína til þess yfir netið, en svar mitt er já, það er hægt. ‹Stekkur hæð sína›

Formaður Leikfélags Baggalútíu • mikil gleði og endalaus hamingja!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Svefnburkur 13/10/04 00:31

Helvíti... við frekari skoðanir þá vantar einhvern reit í viðbót. Jæja ég gefst upp. Segjum sem svo að þú sért með taflborð með auka hornum, og þú fjarlægir síðan bara hornin, og þá er þetta venjulegt taflborð. Voila! Svo er restin auðskiljanleg.

Formaður Leikfélags Baggalútíu • mikil gleði og endalaus hamingja!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 13/10/04 00:50

Er búin að teikna upp fullt af taflborðum - það eru alltaf tveir reitir óþaktir - með einum þöktum reit á milli, sé ekki að þetta sé hægt en mun vaka í alla nótt við að reyna !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 13/10/04 10:11

Er ekki með skákborð á mér en mín skoðun er að þetta sé ekki hægt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 13/10/04 11:27

Eftir töluverðar vangaveltur og tilraunir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki hægt.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 13/10/04 13:02

Ég hef skoðað þetta betur og komist að villu minni áður og eftir það prufað þetta með taflborði og dómínói með öllum ráðum og komist að raun um að þetta sé allsendis ómögulegt

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 13/10/04 14:27

Eyddi nóttinni í þetta og þetta bara getur ekki verið svona flókið, það hlýtur að vera einhver rökvilla í þessu. Hvað eru annars gagnstæð horn ? Eru ekki baraA1 og A8 sagaðir af ? Eða H1 og H8 ??? Er það ekki nógu gagnstætt ? Og þá er nú restin hægur vandi... Nei, annars, er bara alveg á gati.

        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 100, 101, 102  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: