— GESTAPÓ —
Létt gáta
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 18/8/04 16:08

Sverfill Bergmann mælti:

Donald Rumsfeld. Það eru engin horn í skrifstofunni...

Hef það fyrir víst að hangi vel hyrnt Buffalahöfuð þar á vegg..............

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/9/04 13:30

Hér er ein létt gáta:

Par nokkurt ákvað að ganga saman. Þau héldust í hendur og spjölluðu um heima og geima. Eftir klukkustund stoppuðu þau og kysstust. Maðurinn hafði þá gengið fjórum km lengra en konan, hvernig stenst það?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 2/9/04 14:26

Voru þau að ganga í hringi, og maðurinn þá ytra meginn?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/9/04 14:36

Þetta er reyndar fullgild tilgáta sýnist mér, þó ekki sé það svarið sem ég var að fiska eftir...
Ég set þau skilyrði (svona eftirá) að þau hafi labbað í sömu átt, hvernig stenst það?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 2/9/04 15:20

almennur gönguhraði er 4km/klst ef maður fer mikið hraðar yfir er maður farinn að hlaupa, því liggur beinast við að maðurinn hafi gengið eðlilega en konan eigi gengið neitt. Hann hafi t.a.m. leitt konuna og dregið hana þannig áfram á reiðhjóli, en það virðist ekki stemma þar sem tekið er fram að þau hafi gengið saman (gæti stemmt ef hér er um að ræða frú Klukku, hún gengur jú stöðugt). Fyrst datt mér reyndar í hug að maðurinn hefði gengið á móti flugstöðvarfæribandi. en hver hefur heyrt um 4 km langt flugstöðvafæriband? Ég stend því nokkurn vegin á gati.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/9/04 15:39

Góðar tilgátur, Glúmur hugsuður. Rétt er það að hún gekk en var ekki hjólandi og ekki er þetta frú klukka, né gengu þau á flugstöðvarfæribandi.
Svarið er því ekki komið, en þú ert ekki langt frá því Glúmur góður...
Ég reikna þó með að fólk geti gengið hraðar en 4 km/klst, sjálfur hef ég gengið 6 km á einni klst...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/9/04 15:40

Tvísteig maðurinn á meðan á kossinum stóð? Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið alllangur koss...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/9/04 15:44

Það getur vel verið, en þegar þau stoppuðu til að kyssast þá var hann búinn að ganga 4 km lengra en hún...
Þannig að svarið er ókomið...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/9/04 15:52

Voru þau kannski í líkamsræktarstöð og gengu/hlupu þar hlið við hlið á mismunandi hraða án þess að færast úr stað ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/9/04 16:40

Vladimir Fuckov mælti:

Voru þau kannski í líkamsræktarstöð og gengu/hlupu þar hlið við hlið á mismunandi hraða án þess að færast úr stað ?

Rétt Vladimir, þar kom svarið...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 3/9/04 13:09

Eða maðurinn sótti konuna heim og bjó fjóra km. frá henni.

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/9/04 14:25

Neibb, þau voru að labba saman, svarið er reyndar komið

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 21/9/04 15:14

Ætlar Vladdi ekki að koma með nýja gátu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 12/10/04 22:44

Er þessi þráður ekki að færast út á svið Rökfræðiþrautanna?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 12/10/04 22:50

Hvernig er hægt að leiða einhvern ef maður er á hlaupabretti ? ‹klórar sér í höfðinu og ákveður að prófa það næst í ræktinni›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 27/11/04 23:23

Með Miklum Hákoni þá?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
        1, 2, 3
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: