— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 35, 36, 37
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 19/11/22 12:58

Á klósettinu oft ég yrki
og eftir kassans voldugt sturt
eg sendinetin vona að virki
svo vel hver afurð sendist burt.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 17/1/23 22:14

Heillaósk á heiðursdegi
hinum vitra Davíð sendi.
Lengi óska að lifa megi.
Á leiðir færar áfram bendi.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 7/3/23 14:48

28-04-2016 birti ég vísu eftir mig á Baggalúti sem hljóðaði svona:
Bær er einn án víls og vols
Vona' eg til hans slefandi..
Langar mig til Lindarhvols.
Lífið þar er gefandi.

Nýlega spurði hnýsinn snápur mig um tengzl mín við Lindarhvol. Kvað ég þá þessa vísu.

Vart eg spurnir þínar þoli,
þó skal eg þér gefa svar:
Lifði' eg flott á Lindarhvoli.
Lukkupottinn hreppti' eg þar.

        1, 2, 3 ... 35, 36, 37
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: