Einu sinni komust í tísku orðaleikjabrandarar eins og þessi:
Hefurðu séð kúrekastígvél? - sem má þá líka skilja sem: Hefurðu séð kú reka stígvél?
Formúlan er sem sé: Byrja á hefurðu séð og koma svo með eitthvað sem má túlka sem eitt orð og sem mörg orð og þá í annarri merkingu.
Muni ég rétt var nokkur fjöldi af þessu í umferð en datt fljótt úr tísku og þótti þá meira en ófyndið. Vafalaust er það rétt en eigi að síður ber okkur Gestapófum þjóðfræðileg skylda til að halda sorpi þessu til haga. Það er heldur ekki til neitt gamalt sorp. Nái það tilskyldum aldri heitir það mannvistarleifar. Nái það enn hærri aldri heitir það menningarminjar.
Hefurðu séð sólberjasultu?
Hefur þú séð tungumálaskóla?
Ég held að það sem Skabbi og Kargur komu með sé af annarri ætt brandara en það sem ég lýsti eftir. Um hálfri öld eldri og umtalsvert lífseigari.
Setningin hjá Hvæsa er svo á mörkunum. Hún uppfyllir strangt til tekið allar kröfur nema hvað hún byggist ekki á því grundvallarkonsepti að leika sér að samfalli nafnháttar sagnar (sól berja) og nafnorðs í eigarfalli fleirtölu (sólberja). Þar sem hvort tveggja endar alltaf á a er auðvelt að finna orðmyndir sem geta merkt hvort tveggja og þá er auvelt að smíða hina tvíræðu setningu.
Hefurðu séð vita mála stjóra?
Hefur þú séð kirkjumálaráðuneyti?
Annars má við þetta bæta að í teiknimyndinni Dúmbó (sem var gerð að mig minnir í seinni heimsstyrjöld) leika krákurnar sér með þetta að nokkru leyti.
I've seen a front porch swing, heard a diamond ring
Hefur þú séð ljós mynda sýningu?
Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið orðatiltæki (fyrsta setningin):
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/3929
Hefur þú séð bremsu borða?