— GESTAPÓ —
SAMHENDUÞRÁÐUR
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 12, 13, 14, 15, 16, 17  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 10/8/22 23:32

Fikta ég við drykkju og dóp
dálítið með vinahóp.
Illir gera að mér hróp.
Ýmsan vanda það mér skóp.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/8/22 10:39

Skópið hefur skolast til,
skal því taka viðtalsbil,
uns við kunnum á því skil
hvort eitthvað leynist bak við þil.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 11/8/22 19:16

Þilja verður þetta hús.
Þú ert kannski til þess fús.
Láta í sökkul grjót og grús.
og girða fyrir rottu og mús.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/8/22 13:40

Músin sem að mætti í gær
myrti köttinn, eiður sær,
hún er svona flink og fær,
fagnar hún sem síðast hlær.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 12/8/22 21:58

Hlær nú mikið þessi þjóð
því ég mörg hef ort hér ljóð
Ég í villu og vímu óð
væru þau öll snilldargóð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 14/8/22 00:38

Snilldargóð er snjáldursbók,
snýr hún flestu upp í djók,
sannleikann hún setti í mók
og sýn á falsið stöðugt jók.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 15/8/22 11:16

Jókst mitt illa þokkað þras.
Þegar greinar hans ég las.
Hvílíkt djöfuls mærðar mas
og mikið bölvað árans fjas.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 15/8/22 21:43

Fjasa ég um foldarskart
svo fjallað verði um minn part
í skáldasögnum blítt og bjart
þó bæti það nú lífið vart.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 17/8/22 15:24

Vart mér orðið vært hér er.
Vondur maður út mig ber.
Tll Belgíu eg bráðum fer.
Belgar verða góðir mér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 18/8/22 00:11

Mér að öllu meinalaust
þú magna skalt upp þína raust
og frjálst svo syngja fram á haust
uns farfuglarnir halda aust-
ur.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 18/8/22 22:35

Austur var þá áttin röng.
Áttu að fara vegar göng.
Þeirra beið þá leiðin löng
Lúa olli brautin ströng.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/8/22 08:52

Ströng er skólastýran mín
þó stundi það að drekka vín.
Hún þolir hvorki glens né grín
og gefur mér þá kvöl og pín.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 19/8/22 17:48

Pínulítill piltur fór
pallinn á og þóttist stór.
Þarna söng falskt karlakór
Kneifuðu þeir einnig bjór.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 21/8/22 00:04

Bjór ég ekki bragða vil,
bruggið heldur ekki skil,
og bokka er hér engin til,
ég ætla bara að taka í spil.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 22/8/22 10:30

Spilar hann af lútu af list.
Ljúfir tónar upp á kvist,
berast mér og bæta vist.
Bráðum hef ég hana misst.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/8/22 00:56

Mistrið stundum magnar seið,
má þá líta álfareið
sem aldrey villist út af leið
þó ekki sé hún stöðugt greið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 23/8/22 20:25

Greið var ei hin langa leið.
Lengi ettir þér ég beið
þó þú hafir skellt á skeið.
Skopleg fannst þér víst mín neyð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 23/8/22 23:17

Neyðarleg er nektin mín
því nú ég skyldi híalín
með rokki spinna, fötin fín
þá fá, og ekkert skapa grín.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
        1, 2, 3 ... 12, 13, 14, 15, 16, 17  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: