— GESTAPÓ —
Eitthvað sem einhverjum dettur í hug
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 21/5/19 18:51

"The house of the rising sun" eða "Rising sun blues" er gamalt bandarískst þjóðlag. Sumir hafa talið sig getað rakið rætur þess til Englands á 16. öld. hvort það sé rétt er umdeilt.

Textinn kom fyrst út á prenti 1925 í blaði í þætti sem hét: Gamlir söngvar sem karlmenn hafa sungið.

Söngurinn var fyrst gefinn út á plötu 1933 sunginn af Clearence Ashley og Gwen Foster. Síðan hafa fjölmargir notað sönginn á plötur sínar. Ég nefni aðeins nokkra: Woody Guthrie 1941, Lead Belly 1944 og 1948, Josh White 1947, Joan Baez 1960, Bob Dylan 1961, Nina Simone 1962, The animals 1964, Dolly Parton 1981. Á Frakklandi söng Jonny Hallyday lagið 1966 með frönskum texta og kallaði: :" Le Pénitencier". Á Spáni söng Los Speakers lagið 1966 með spænskum txta og nefndi : "La casa del sol naciente.

Ekki er ljóst hvaða starfsemi fer fram í "The house of the rising sun" ef frumtextinn er lesinn. Hvort það sé vændishús,eiturlyfjabæli, spilavíti eða húsið sé fangelsi eða geðsjúkrahús eða sjúkrahús fyrir fólk sýkt af kynsjúkdómum. En textamælandinn er neyddur til að fara þangað hvort sem það sé vegna fíknar eða af öðrum ástæðum, En þó er í sumum textum slegið föstu hvaða starfsemi fer fram í "The house of the rising sun". Dolly Parton enduryrkir textann og þar er starfsemin hóruhús. Í franska textanum er húsið fangelsi en í þeim spænska er það spilavíti.

Margskonar orðamunur er á milli textanna sem flytjendur syngja. Hjá sumum karlsöngvurum er textamælandinn piltur; hjá öðrum stúlka. En allar söngkonunar leggja stúlku textann í munn.

Flytjendur syngja frá 4 upp í 8 erindi. Ég stældi og staðfærði þau 4 erindi af "The house of the rising sun, sem Joan Baez söng á sinni fyrstu plötu. Þau erindi sem hún syngur ekki eru svona:

My mother was a tailor
She sewed my new blue jeans
My sweetheart was a gambler
Down in New Orleans

Now the only thing a gambler needs
Is a suitcase and a trunk
And only time he's satisfied
Is when he's on the drunk

He fills his glasses up to the brim
And he'll pass the cards around
And the only pleasure he gets out of life
Is ramblin´from town to town

Well it´s one foot on the platform
The other food on the train
I'm going back to New Orleans
To wear that ball and chain

Í þessum samsetningi mínum notaði ég Sunnuhvol í Reykjavík sem þýðingu á The house of the rising sun í New Orleans. Það var ekki gert til að særa það heiðarlega og siðprúða fólk sem eitt sinn bjó á Sunnuhvoli í Reykjavík eða býr á Sunnuhvoli þar eða annars staðar. Það var vegna RÍMSINS.

There is a house in New Orleans
they call it rising sun
It's been the ruin for may poor girls
and me oh Lord I'm one

Í Reykjavík er hóruhús
sem heitir Leyndarhvoll
Þar sel ég mig fyrir drykki og dóp
sem dró mig í illan soll

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 21/5/19 20:40

If I had listen what my mother said
I'd have been home today
but I was young and foolish oh God
let a rambler lead me astray

Ef hefði ég minni móður hlýtt
ég mundi heil á sál.
En ég var ung og óráðþæg
elti dópsins sælutál.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 21/5/19 21:11

Oh mother tell my baby sisters
not to do what I have done
to spend their lives in sin and misery
in the house of the rising sun.

Ó, mæður bendið börnunum
á bölvun dóps og víns
sem eitrað hefur allt mitt líf
Er orsök starfa míns

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 22/5/19 10:37

I'm going back to New Orleans
My race is almost run
I'm going back to spend my life
beneath the rising sun

Nú rekur mig í Reykjavík
þó rýrt sé skrokksins þol
mín ólæknandi eiturfíkn
í argan Leyndarhvol

        1, 2, 3, 4, 5, 6
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: