— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 142, 143, 144 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 29/9/04 14:07

Illa í nótt mér netið brást
niðurbrotinn var ég þá
Um það þýðir ei að fást
enda kominn netið á.

Haarde undir feldi fannst
fýsilegur Jón Steinar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/9/04 20:53

Haarde undir feldi fannst
fýsilegur Jón Steinar
íhaldinu böndum bandst
básúna nú sveinar
-
það strokast út öll bil
-
útlitið á kvæða koll
kannski má hér breyta

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/9/04 11:30

Útlitið á kvæða koll
kannski má hér breyta.
Að mér setur sjúkan hroll
slíku má ei neita.

Breytt er síða, bætir ei
bagglýtinga geðið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 30/9/04 13:47

Breytt er síða, bætir ei
bagglýtinga geðið
virðist einkum Vímus grey
viðbjóðslega freðið

Herðir frostið hausti með
helfrosinn að vori

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 30/9/04 16:03

Herðir frostið hausti með
helfrosinn að vori
Í það l0stans litla peð
lítið tosa þori

Þegar hrollur hristir skrokk
hraust mér ekki stendur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 30/9/04 21:51

Þegar hrollur hristir skrokk
hraust mér ekki stendur
Djöfuls bölvað fjandans fokk...
...ing frost er hér um lendur

Nenni ekki nýjan part
nú að hnoða saman

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 30/9/04 22:27

Nenni ekkinýjan part
nú að hnoða saman,
hornagríti er það hart
hér er fjandi gaman.

Hér má víst frá mörgu segja
mín er skjóðan tóm.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 1/10/04 01:18

[Má hér] víst frá mörgu [að] segja
mín er skjóðan tóm.
Ætla ég því um að þegja
okkar þjóðarblóm.

Þó að blómin þeki grund
þá mun alltaf hausta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/10/04 09:00

Þó að blómin þeki grund
þá mun alltaf hausta.
Margt er það er léttir lund
lútsins kvæða rausta

Látum eigi útlit breytt
alla slá af lagi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 1/10/04 09:47

Látum eigi útlit breytt
alla slá af lagi
Heldur sötrum kaffi seytt
og semjum góða bragi

Lóló hafði lengi reynt
Lárus í að krækja

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/10/04 09:52

Lóló hafði lengi reynt
Lárus í að krækja
Eitt er það við höfum hreint
hún var blessuð skækja

Fyrir aura lagðist ljúf
ljómaði þá Siggi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 1/10/04 11:26

Fyrir aura lagðist ljúf
ljómaði þá Siggi
Lólu lamdi höndin hrjúf
honum fékk úr Biggi

Lóla átti sjaldan aur
allur fór í dópið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 1/10/04 11:55

Lóla átti sjaldan aur
allur fór í dópið
Hitti síðan graðan gaur.
Götum upp af sópið.

Örvænt ekki Lóló litla
Lögleiðing er skammt undan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
fótboltastelpan 1/10/04 14:24

Örvænt ekki Lóló litla
lögleiðing er skammt undan
Láttu engan lúða fitla
líf þitt móður drepa mund'ann

Marga vísu ort hef ég
án þess kvarti nokkur


Fótboltastelpan biður Aðalöndina innilegrar afsökunar á að hafa farið rangt með fyrripartinn um Valgerði! Fótboltastelpan veit samt ekki hvað var að fyrripartinum sem hún orti og þætti vænt um að fá skýringar á því! Kannski eru einhverjar af bragarreglum lútsins henni ókunnar!!

non scholae, sed vitae discimus
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 1/10/04 15:03

Aldrei hef ég vísu ort
án þess kvarti nokkur
Liðið bæði skuld og skort
skáld er skítakokkur

Hóran Lóla heldur víst
að Lárus ætl'í bæinn

Ég bið Fótboltastelpuna innilega afsökunnar á að hafa breytt fyrripartinum hennar. Ég bið líka alla afsökunar á að hafa ofstuðlað botninn.
Ef eitthvað er athugavert við fyrripartinn minn þá bara látiði mig heyraða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 1/10/04 15:19

Hóran Lóla heldur víst
að Lárus ætl'í bæinnn,
hún í brókar leisi brýst
blessuð, góðan daginn.


Gleði veldur ef lund er góð
eflist gamla brínið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 2/10/04 00:03

Stuðlasetning. Nafni, Heyrðu það!!! Krummi líka!!!
Nenni ekki að yrkja núna, hef ekki góða reynslu af kynnum hagmælsku og heldurmikiðafvískíi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 2/10/04 00:20

Ég vil svara þeim er spurðu og afsaka fóboltastelpuna fúslega. Ég ætlaði ekki að raska andlegu jafnvægi neins með þessum athugasemdum; einungis að benda á betri leið að tjá bundið mál. Málið er að stuðlar eiga heima í 1., 2. eða 4. atkvæði, auk 3. atkvæðis, ef rétt skal kveðið. M.ö.o. ávallt skal stuðull vera í 3. atkvæði fyrstu hendingar. Æskilegt er að næsta hending byrji á höfuðstaf, eða fyrsta áherzluatkvæði. Ég kann ekki allskostar við að nöldra mikið yfir kveðskap sem þessum, en finnst lágmark að bögusmiðir virði grundvallarreglur bragsins. Ég bið krummo afsökunar á að botna ekki fyrripartinn hans, en vonandi verða brögð á því síðar. Ég þakka gott hljóð.

Kveðja, Aðalöndin (í vísukröm)

Seztur í helgan stein...
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 142, 143, 144 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: