— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 428, 429, 430 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/9/15 23:19

Ætli komi aftur ber
eftir þennan vetur?
Sjaldan kemur sumar hér
ef sólina þú étur.

Versnar hagur versna kjör
ef verkalýður þénar.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 24/9/15 16:08

Versnar hagur versna kjör
ef verkalýður þénar.
Af mér kroppuð er hver spjör
og eftirhreytur klénar.

Það var sem við manninn mælt
er mættir þú á svæðið

vér kvökum og þökkum
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 24/9/15 17:41

Það var sem við manninn mælt
er mættir þú á svæðið
og þegar höfðu allir ælt
upphófst hundaæðið.

Þeir kalla mig varg í véum
vegna breytni minnar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/9/15 18:08

Þeir kalla mig varg í véum
vegna breytni minnar.
Ég ét þig í éljahléum
sem jötnar, tröll og finnar.

Upphófst nokkurt argaþras
er þú bokku tæmdir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 7/10/15 15:36

Upphófst nokkurt argaþras
er þú bokku tæmdir.
Uppsölur og iðragas
þú orðu sæmdir.

Einatt skyldi USB
öfugt snúa

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/10/15 16:08

Einatt skyldi USB
öfugt snúa.
Ef ég geri á hugsun hlé
því helst mun trúa.

Þú skalt ekki myrða mann
meðan drottinn horfir á.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 22/10/15 14:12

Þú skalt ekki myrða mann
meðan drottinn horfir á.
Ef fagið ekki karlinn kann
er kannski best að lesa smá.

Væntanlegur vetur mun
verða nokkuð kaldur.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 2/11/15 10:24

Væntanlegur vetur mun
verða nokkuð kaldur.
Stunda skal ég stökk og brun,
eða stytta aldur.

Það er af sem áður var,
allt í kalda koli

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 3/11/15 18:00

Það er af sem áður var,
allt í kalda koli
Við því á ég varla svar
veit samt meir en boli,

Sunnudagasólin er
sýnileg um helgar.

KauBfélagsstjórinn.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 5/11/15 21:17

Sunnudaga sólin er
sýnileg um helgar,
þá söngla ég með sjálfum mér
sönglög eftir Elgar.

Andskotinn er orðinn reiður,
því allir segja fokk!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/11/15 15:48

Andskotinn er orðinn reiður,
því allir segja fokk!
Sjáfur er um bakið breiður
því bestan kýs ég flokk.

Kaffi alla daga drekk
og dunda við að reykja.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/11/15 06:13

Kaffi alla daga drekk
og dunda við að reykja.
Ef ég hefði annan smekk
ég aldrey myndi í kveikja.

Í Ástralíu er nú vor
og eldar fara að kvikna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/11/15 13:33

Í Ástralíu er nú vor
og eldar fara að kvikna.
Í eftirpartinn þarf ég þor
þegar sellur stikna.

Glopal Warming virðist ei
virka hér á landi.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/11/15 10:08

Glopal Warming virðist ei
virka hér á landi.
Enda þótt að enn eitt grey
af ísbirni hér strandi.

Ýmsir fara út í heim
sem eftir verður beðið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/11/15 15:28

Ýmsir fara út í heim
sem eftir verður beðið.
Fáðu þér nú far með þeim
svo fari slæma geðið

Styttast dagar sest fyrr sól
en sumarið snýr aftur,

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/11/15 18:33

Styttast dagar sest fyrr sól
en sumarið snýr aftur
nokkuð fyrir næstu jól,
(en núna lýgur raftur).

Fór ég út og fór ég heim,
fór ég ansi víða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/11/15 21:22

Fór ég út og fór ég heim,
fór ég ansi víða.
Til í allt og til í geim
til er ég að.................................bíða.

Í krana hann var hífaður
hátt uppi þar sofnar.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/11/15 07:44

Í krana hann var hífaður
hátt uppi þar sofnar.
Hrapaði svo hlífaður
hugur lítið dofnar.

Enginn hefur ennþá frétt
úrslit þeirrar sögu

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 428, 429, 430 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: