— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 427, 428, 429 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 7/9/15 19:21

Almáttugur, á minn sann,
er að byrja að hausta?
Ginsopann minn góða fann
sem gerir menn hér hrausta.

Blása núna vestanvindar
vermir núna austurland.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/9/15 12:52

Blása núna vestanvindar
vermir núna austurland.
Freista núna fjallatindar
fjötrar núna klausturband.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/9/15 12:56

Freista núna fjallatindar
fjötrar núna klausturband.
Hverf ég því til hugarmyndar
hnakk ég set á minnisgand.

Ætti ég að yrkja stöku
um það hvernig lífið var?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/9/15 13:22

Ætti ég að yrkja stöku
um það hvernig lífið var?
Ætti ég að baka böku
á ba- þinn til að gefa -zar?

Ætti ég þessu aldrei vant
að yrkja lítinn fyrripart?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/9/15 13:57

Ætti ég þessu aldrei vant
að yrkja lítinn fyrripart?
Annars lendir uppá kant
og eflaust deilir hart.

Gjarnan menn hér gleyma sér
í gleði leik og störfum

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/9/15 14:12

Gjarnan menn hér gleyma sér
í gleði leik og störfum.
Áðan sá ég heilan her
halda sér pinnstjörfum.

Penan fyrripart hér set
nú prjóna skalt þú við hann.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 11/9/15 15:05

Penan fyrripart hér set
nú prjóna skalt þú við hann
Það ég ekki orkað get.
Yrkja varla ég kann

Alzheimerinn að mér sezt
ýmsu því ég gleymi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/9/15 15:52

Alzheimerinn að mér sezt
ýmsu því ég gleymi.
Fáir vilja fá þann gest
að finnast einn í heimi.

Aukast vatnavextir nú
er vatn af himnum lekur.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/9/15 18:09

Aukast vatnavextir nú
er vatn af himnum lekur.
Uppi á himnum hefðarfrú
hlandblöðuna skekur.

Jólasveinar sex og sjö
(sem er ekki níu)

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/9/15 18:49

Jólasveinar sex og sjö
(sem er ekki níu)
Segjast koma klukkan tvö
kannski var það tíu.

Nú við þurfum löggulið
sem læsir bófa inni.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/9/15 19:23

Nú við þurfum löggulið
sem læsir bófa inni.
Fúahrúga er fangelsið
og farinn er hann Tinni.

Vatnajökull veitir kraft
hann virkjar Árni á þingi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 12/9/15 11:22

Vatnajökull veitir kraft
hann virkjar Árni á þingi.
Ómar var með óp og kjaft
útaf berjalingi.

Börnin drekka mikla mjólk
mikla orku vilja.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 12/9/15 13:58

Börnin drekka mikla mjólk
mikla orku vilja.
Þetta verður vitgrannt fólk
víst að fara að skilja.

Vetur kemur, veðrið skánar.
Vel trúi ég þessu!

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 12/9/15 14:39

Vetur kemur, veðrið skánar.
Vel trúi ég þessu!
Vorar aftur er hann hlánar
allt þá fer í klessu,

Getur líka bilað Benz
sem bestur áður þótti,

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/9/15 20:41

Getur líka bilað Benz
sem bestur áður þótti,
Beitt er jafnan bílaglenz
hjá bifreiðastöðinni Þrótti.

Ég vil hvíta jafninginn
með jarðarberjasultu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 13/9/15 11:54

Ég vil hvíta jafninginn
með jarðarberjasultu.
Greitt þeir keyrðu Grafninginn
sem garminum þar ultu.

Ekkert lát á ofankomu
endalaust hér rignir.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 17/9/15 12:41

Ekkert lát á ofankomu
endalaust hér rignir.
Hólinn aldrei sólin signir
né setið úti þegar lygnir.

Átt ég hef samt ágætt sumar,
einkum hér í Reykjavík

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/9/15 13:00

Átt ég hef samt ágætt sumar,
einkum hér í Reykjavík.
Út af því nú gleðjast gumar,
geðjast flestum skemmtan slík.

Ætli komi aftur ber
eftir þennan vetur?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 427, 428, 429 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: