— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 424, 425, 426 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/6/15 14:46

Horfir yfir hópinn sinn
hnugginn bóndakona:
Veltur niðrum koll og kinn
kraðakslúsin feit og stinn.

Sumarið víst sýndi lit
um síðastliðna helgi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 3/6/15 00:45

Sumarið víst sýndi lit
um síðastliðna helgi.
Lítt mér sýnist sólar vit
sífrerann þó velgi.

Andans menn í Hlíðarhjalla
holdið vantar, skjóta þó.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/6/15 09:30

Andans menn í Hlíðarhjalla
holdið vantar, skjóta þó.
Ímyndaðir allir falla
úlfar, þeim það gefur fró.

Lásasmiðinn látum vera,
leyniskyttu drögum fram.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 26/6/15 23:21

Lásasmiðinn látum vera,
leyniskyttu drögum fram.
Bróðurlindið burtu skera
blekabyttu spora þramm

Aðra vísu ei ég kann
ofan minna daga

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 2/7/15 13:42


Aðra vísu ei ég kann
ofan minna daga.
Ég undarlegan fiðring fann
fyrir neðan maga.
----------------------------------
Undarlega Birni brá
er blaðinu hann fletti.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 6/7/15 15:46

Undarlega Birni brá
er blaðinu hann fletti,
strax á þriðju síðu sá
og samstundis þá frétti

að Mangi hefði munka þrjá
myrt á einu bretti

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/7/15 16:28

Undarlega Birni brá
er blaðinu hann fletti,
strax á þriðju síðu sá
og samstundis þá frétti

að Mangi hefði munka þrjá
myrt á einu bretti.
Leiddi af þessu lundin grá,
hann ljóst í brýrnar setti.

Annað blað þá í skal ná
með umfjöllun um ketti

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 21/7/15 15:31


Annað blað þá í skal ná
með umfjöllun um ketti.
Svakalega Birni brá,
er bjór á köttinn sletti.
-------------------------- --
Göndi hafði þumla þrjá
þolinn var á bretti.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/7/15 15:57

Göndi hafði þumla þrjá
þolinn var á bretti.
Hljóp hann stöðugt staðnum á,
staurfóturinn netti.

Ætla að fara út í skip
Æri-Tobbi og Jóna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 25/7/15 13:16


Ætla að faraút í skip
Æri - Tobbi og Jóna.
Tobbi er með hriplegt hrip
hún með band og prjóna:
------------------------------------
Ákaft belginn Stebbi strauk
starir út í bláinn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/7/15 14:33

Ákaft belginn Stebbi strauk
starir út í bláinn.
Út úr báðum eyrum rauk,
eflaust finnst hann dáinn.

Ég fór eitt sinn onað sjó
án þess þó að detta.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 25/7/15 16:24

Ég fór eitt sinn onað sjó
án þess þó að detta.
arkaði síðan út í mó
án þess þó að detta,
fór í háa hæla skó
og hélt ég myndi detta,
æddi svo á ball með Bó
og byrjaði að detta.

Illt er að falla, elskan mín
einkum þó böllum.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/7/15 17:00

hlewagastiR mælti:

Ég fór eitt sinn onað sjó
án þess þó að detta.
arkaði síðan út í mó
án þess þó að detta,
fór í háa hæla skó
og hélt ég myndi detta,
æddi svo á ball með Bó
og byrjaði að detta.

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Illt er að falla, elskan mín
einkum þó [af] böllum.
Að komast af stað er kannski grín
sem kárnar á hröðum skröllum.
Ef að þú lætur eins og svín
og ólmast með feitum köllum
þá langdregið ómar eflaust hrín
og útferðin sést á möllum.

Yfirbót ég eflaust þarf að gera
eftir þessa neðanbeltisvísu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/7/15 13:03

Yfirbót ég eflaust þarf að gera
eftir þessa neðanbeltis vísu.
Eða hana barasta að bera,
og brolta kannski upp á næstu skvísu.
------------------------------------------------
Hugurinn reykar vítt um völl
vont er hugarangur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/7/15 13:15

Hugurinn reykar vítt um völl
vont er hugarangur.
Hendist svo yfir hrjóstrug fjöll,
uns háskans mig stöðvar drangur.

Heyrast úr fjarska hlátrarsköll,
held ég til baka svangur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/7/15 16:58

Heyrast úr fjarska hlátrarsköll
held til baka svangur.
Æði ´svo um víðan völl
og væblast þar með angur:
---------------------------------------------
Svangur bóndi fór á fjöll.
fyrir æði löngu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/7/15 17:16

Svangur bóndi fór á fjöll.
fyrir æði löngu.
Þar hann átu óvær tröll
hann aldrey kom úr göngu.

Rúnar fór á réttarball,
á röngunni þar snerist.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 28/7/15 23:33

Rúnar fór á réttarball,
á röngunni þar snerist.
Fullur barð'ann Bjögga Hall,
bræður, svona gerist.

Er er bjó í Breiðuvík
börnin oft ég píndi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
        1, 2, 3 ... 424, 425, 426 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: