— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 416, 417, 418 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 19/11/14 11:45

hér þurfti lagfæringar við:

Þar er bæði loka og lás,
líka hespa, kengur.
Þar á ég af góssi glás,
í geymslu. Illur fengur.

Um vorhlýja nóvembernótt
nýt ég þess úti að reykja

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/11/14 15:20

Um vorhlýja nóvembernótt
nýt ég þess úti að reykja.
Ætli þá sæki að mér sótt-
svolítil illyrmis -kveikja?

Nú skal hirða næstum allt
sem náðst hafði að öngla.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/12/14 18:25

Nú skal hirða næstum allt
sem náðst hafði að öngla.
Nú er orðið alltof kalt
inni ég því söngla.

Vetrarharkan hafin er
hýsa þurfum kindur.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/12/14 20:09

Vetrarharkan hafin er
hýsa þurfum kindur.
Förum út með eyrun ber
þá illa ber þau vindur.

Onúr fjalli arkar nú
enn einn jólasveinninn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 16/12/14 23:37

Onúr fjalli arkar nú
enn einn jólasveinninn.
Þá rekur ær á rú og stú
hans rauðnefjaði hreinninn.

"Heimski teboðshræsnari,"
hrópar lýður æstur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/12/14 16:03

"Heimski teboðshræsnari,"
hrópar lýður æstur.
"svikin verða svæsnari,
frá samvisku ert læstur."

Ruggum vöggum, ruggum ekki bátum,
réttum báða vanga fram að höggum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 20/12/14 18:43

Ruggum vöggum, ruggum ekki bátum,
réttum báða vanga fram að höggum.
Stuggum, böggum, stuggum burtu dátum.
Stúlkur okkar liggja þeir í bröggum.

Ég ætla með rímsins rökum.
að reyni snúna þér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 29/12/14 16:57

Ég ætla með rímsins rökum
að reyna að snúa þér.
Næði ég traustum tökum
ég tæki í lurginn á þér:
__________________________
Erviðar reynast þínar þrautir,
þrútið er loft og hauga sjór.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/12/14 20:16

Erviðar reynast þínar þrautir,
þrútið er loft og hauga sjór.
Erum við núna allir blautir,
öldunum skvetti hafsins jór.

Viðar Bragi, vörpulegur,
víst er aðal járnkarlinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 30/12/14 23:05


Viðar Bragi vörpulegur
víst er aðal járnkarlinn.
Sagður er í taumi tregur
traustur sagður aðal jarlinn.
----------------------------------
Gapir upp í vestan vindinn
vælukjóinn Grámann bóndi:

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/1/15 10:35

Gapir upp í vestan vindinn
vælukjóinn Grámann bóndi:
Er á svipinn eins og kindin
Auðhumla sem til hans góndi.

Árar mættu allir til
áramótaveislu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 2/1/15 12:55

[i]
Árar mættu allir til
áramótaveislu.
Nú var komin tími til
traustrar átarreislu,
[-----------------------------
Um áramótin dansa dátt,
dömur bæð'og herrar:

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 2/1/15 18:14

Um áramótin dansa dátt,
dömur bæð'og herrar:
Þá er fram á kvöldið kátt
er klípa í rassar perrar.

Læknar flytja af landi brott,
lýður fylgir eftir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 4/1/15 13:23

Læknar flytja af landi brott,
lýður fylgir eftir.
Flýa burt með skítug skott,
skakklapparnir heftir.
--------------------------------
Nú er úti slubbu slabb
slettist vítt um bæinn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/1/15 19:12

Nú er úti slubbu slabb
slettist vítt um bæinn.
Áðan tók ég ágætt labb
sem endaði við sæinn.

Ef að geng ég út í sjó
og ekki sný til baka

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 5/1/15 16:21

Ef að geng ég út í sjó
og ekki sný til baka.
Með nesti gott og skakka skó,
sköturnar við þér taka:
--------------------------------------
Læt ég það vera og geri gott
gæskur upp frá þessu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/1/15 17:15

Læt ég það vera og geri gott
gæskur upp frá þessu.
Dreg ég mér ýsur og dembi í pott
og dröslast svo í messu.

Flugeldarnir fjúka á brott
þá flestir kveðja jólin.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 5/1/15 22:08

Flugeldarnir fjúka brott
þá flestir kveðja jólin.
Og prestar allir gerðu gott
er gengu þeir í stólin:
-------------------------------
Hefurðu lesið gagn og gaman
Gilitrutt og Þirnirós.

lappi
        1, 2, 3 ... 416, 417, 418 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: