— GESTAPÓ —
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr. Merkwürdigliebe 24/4/14 05:13

Í sífellu blöskar mér, er ég leyfi þessu auðmjúka skrapatóli auglýsingabransans, sem kallað hefur verið imbakassi, en hefur skotið sér sess sem „sjónvarp“ að stela tíma glyrna minna, um þann tíma er kvöldmaturinn er í ofninum, en þó ekki hæfur til manneldis um nokkra stund enn.

Áður fyrr gljáði ég mínum augunum að Einu sinni var, og öðrum þáttum í þeirri margrómuðu frönsku þáttaseríu, ellegar stundinni okkar með Gunna og Felix, fyrir þá tíð, er yfirgengilegt tuskudýr þurfti, til þess að grípa áhuga áhorfenda.

Þá hef ég ávallt hugsað með mér, hvort ekki væri hægt að skemmta þessum ungþegnum, á sama tíma og hægt væri að fræða þau um hin ýmsu málefni liðinnar og núverandi tíðar(og jafnvel framtíðar) í einhverri sjónvarpsseríunni.

Svarið liggur augum uppi, það er nú í sjálfu sér ekki erfitt að fræða framtíðar verjendur ríkisins, en að sjá til þess að téð unglömb hefðu gaman af efninu krafðist rannsókna.

Því lagðist ég í mikla rannsóknavinnu og komst að því að nær allt skemmtiefni barnanna viðheldur svipaðri sviðsmynd, sem er eftirfarandi.

Þéttriðinn hópur félaga, sem er þó nokkru stærri en eðlilegt getur talist, hefst að á frekar afmörkuðu svæði. Á téðu svæði eru ávallt einhverjar reglur, sem breytast lítillega í gegnum tíðina. Í hverjum þætti kemur upp ný aðstaða eða vandamál sem leysa þarf að hverju sinni. Þótt lausn í einum þætti virðist afmarka afgerandi stjórnarfarsbreytingu er henni sjaldan fylgt eftir í seinni þáttum.

Því hef ég útbúið einfalt handrit, sem skrifar sig nokkurn vegin sjálft, fyrir teiknaða barnaþætti, fyrir Ríkisútvarp vors.

Til að kenna um fortíðina, verður sviðsmyndin hin gömlu Sovésku Gúlög. Þar búa fimm Pólverjar(það kennir um nútíðina, og fjölmenningarhyggjuna) Þeir hafa allir sýnar ástæður fyrir dvöl sinni. Einn er ómenntaður og móðgaði Sovétskan embættismann. Einn er óbreyttur glæpamaður(en með gullhjarta, fyrir börnin) Einn er menntaður, og er því illa séður af Rússneskum Sovétmönnum. Hinir tveir eru kvenmenn, ein lausgirt meðan hin er andstæðan, og eiga þær að kenna börnunum að báðar gerðir kvenmanna hafa sitt til síns máls.

Þar höfum við sögusvið sem hæfir.

Vandamálin sem upp koma í hverjum þætti geta einnig verið margvísleg. Í fyrsta þætti eru persónurnar kynntar til leiks. Sá þáttur verður í stuttu máli um Menntaða Pólverjan, sem kemur í búðirnar. Honum er vel tekið af öllum föngunum, nema glæpamanninum með gullhjartað, en þegar harðari glæpamaður kemur, sem stingur ómenntaða pólverjan með hníf og mjakar gamla glæpamanninum til hliðar, finnur nýji fanginn leið til að koma einum fangaverðinum uppá kant við nýja glæpamannin svo hann verður sentur til aftökusveitarinnar. Upphefst þá mikil vinátta meðal glæpamannsins með gullhjartað og menntaða pólverjans. Sá kunningskapur verður einkennandi fyrir þættina.

Í öðrum þætti stendur til að aðskilja búðirnar eftir kynjum, en eftir 30 seknúndna samræður milli karlanna og kvennana sem þættirnir munu fjalla um, verður það erfitt mál. Upp komast svik um síðir þegar í ljós kom að vondi karlinn(sem sést ævinlega aftanfrá, sitjandi í stól með myndarlegt yfirvaraskegg) hafði ákveðið að færa kvennabúðirnar sem næst herbúðum hermanna sinna, eingöngu þeim til yndisauka að blaðamenn hóta að fletta ofan af svindlinu, og hópurinn helst þar með saman.

Í þriðja þætti er nýr yfirmaður yfir búðirnar skipaður, eftir að vondi karlinn(þessi með yfirvaraskeggið) ákveður að gamli stjórnandinn sé óhæfur. Nýji yfirmaðurinn er bæði grimmur og ofstækisfullur, og meiðir söguhetjurnar fyrir að slóra. Söguhetjunum tekst að fá nokkra verði á sitt band svo úr verður rifrildi, og halda því bæði gamli svæðisstjórnandinn og sá nýji ræður(þar með komum við smá fræðslu um framtíðina) og verða úrslitin svo að vondi karlinn(yfirskeggur aftur) ákveður að sá gamli hafði víst rétt fyrir sér, og sendir nýja stjórann í fangabúðirnar sem fangi. Í lokin er hann umkringdur samföngum sínum hræddur útlítandi, meðan samfangar hans glotta. Hann mun ekki sjást í næstu þáttum.

Ég viðurkenni, að ég hef ekki klárað handritið að næstu fimm þáttum. Þá vona ég að geta klárað í framtíðinni. Lesendum er guðvelkomið að skrifa sýna eigin, og stækka þáttaröðina, ellegar geta fúlmenni bent á vankanta við þessa fræðiáætlun mína.

Hefði sett þetta inn sem nýtt félagsrit, en því miður hefur mér ekki enn verið ljáð ásjóna, né áheyrn fyrir hinum mikla Enter.

Guð refsi danmörku.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
rutúnK 24/4/14 12:39

Af hverju er bara lausgirt kona og önnur siðprúð? Eru þær bara þarna til að viðhalda reglu um kynjahlutfall? Hafa þær ekkert til brunns að bera nema að selja sig annars vegar og vera siðgæðisvörður hins vegar? Hvar er lausgirti karlinn og menntaða konan?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Slíkt krefst frekari skrifa... en þetta er nú hugsað sem barnaefni svo persónurnar þurfa að vera grunnar og einfaldar.

Annars mætti vel skipta þessu út, en þá myndu einhverjir nöldra frekar, því lausgirtur karlmaður í gúlaginu myndi ekki lifa hrikalega lengi, nema sá hinn sami maður væri afskaplega aðlaðandi. Auk þess væri menntuð kona nokkurn vegin útundan í þessum tíma og sviðs-ramma, og hefði hún verið fundin hefði hún eflaust endað í fjöldagröf í Katyn skógi frekar en Gúlaginu.

En lausgirti karlmaðurinn sem lifir af í gúlaginu gæti eflaust verið mjög góð persóna, því neita ég ekki, en slík skrif krefjast mun meiri vinnu en barnaefni ætti venjulega að þurfa.

Guð refsi danmörku.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: