— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 408, 409, 410 ... 459, 460, 461  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 5/2/14 20:00

Dýrt að kveða kannki er sport
ef kanntu frá að segja.
Ég hef stundum alldýrt ort
en allt það fljótt mun deyja..

Eigi þykja pútnahúsin holl
þó hali þau inn mikinn gróða

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/2/14 22:11

Eigi þykja pútnahúsin holl
þó hali þau inn mikinn gróða.
Ýmsum vernum koma þau í koll,
kaunum valda mök við sóða.

Undarlegt er okkar sport
með orðafléttureglum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 5/2/14 22:22

Undarlegt er okkar sport

með orðafléttureglum.
Vekur gleði ef vel er ort
svo vísur saman neglum.

Gleður eins og gestaþraut
gamall kvæðaháttur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/2/14 09:53

Gleður eins og gestaþraut
gamall kvæðaháttur.
Eitt sinn ég um hann hér hnaut,
hélt á brottu sáttur.

Fúin eru flest öll borð
í farskipinu mínu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 6/2/14 13:21

Fúin eru flest öll borð
í farskipinu mínu.
Æ mig skortir oftast orð
og mynd af fari þínu.
---------------------------------------
Hugan læt ég líða
langt í tímans rökkur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/2/14 13:31

Hugan læt ég líða
langt í tímans rökkur.
Enn þó ætla að bíða
að einhver bíti á sökkur.

Agnið hef ég alltaf bert
svo enginn glópur bíti.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 7/2/14 18:44


Agnið hef ég altaf bert
svo enginn glópur bíti.
Alla lausa hnúta hert,
og hendi út í flýti:
----------------------------------
Þarf að bíða stutta stund
stekkur einn og bítur á.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 8/2/14 12:42

Þarf að bíða stutta stund

stekkur einn og bítur á.
étur agn með léttri lund
líður síðan mettur frá.

Vaka fiskar vötn um blá
víða gárast hringar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/2/14 20:49

Vaka fiskar vötn um blá
víða gárast hringar.
Bara að þeir bíti á,
þá brosa klærnar slingar.

Alltaf skaltu eigna þér
annarra manna verk.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 12/2/14 11:25

[/i]

Alltaf skaltu eigna þér
annara manna verk.
Af og frá það meini mér
markinu að ná.
---------------------------------
Gunnar bóndi fór í ferð
flausturslega klæddur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/2/14 12:45

lappi mælti:

Alltaf skaltu eigna þér
annara manna verk.
Af og frá það meinar mér
markinu að ná.

Gunnar bóndi fór í ferð
flausturslega klæddur.
Þó með boga sinn, og sverð;
svona er að vera utan við sig (eða mæddur).

Langar mig að leggjast að
löndunargarði þínum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 13/2/14 09:13

Langar mig að leggjast að
löndunargarði þínum.
Hvert er gjaldið? Greiði það
með gjaldtólunum mínum.

Hænur eru hafðar í búrum.
Það heftir frelsi þeirra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/2/14 11:40

Hænur eru hafðar í búrum.
Það heftir frelsi þeirra.
Undir þeim við aldrey svo skúrum,
eða þrífum fleirra.

Fáðu þér á fimmtudegi
frí frá vinnunni.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 14/2/14 13:40

Fáðu þér á fimmtudegi
frí frá vinnunni.
Súptu fyrst á sælulegi
og sinntu kvinnunni.

Er föstudagur fer í hönd
fá þér skalt í nefið.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 14/2/14 13:41

Fáðu þér á fimmtudegi
frí frá vinnunni.
Súptu fyrst á sælulegi
og sinntu kvinnunni.

Er föstudagur fer í hönd
fá þér skalt í nefið.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/2/14 14:50

Er föstudagur fer í hönd
fá þér skalt í nefið
og dobbla aftur dobbluð grönd,
sem detta; það er gefið.

Alslemmuna ættir þú
ásalaus að forðast.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 22/2/14 18:24

Alslemmuna ættir þú
ásalaus að forðast
Það er satt, og sért í 'brú'
sagnir lægra orðast.

Skjögraði ég skjóðufullur
skápnum að í leit að víni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/2/14 20:39

Skjögraði ég skjóðufullur
skápnu að í leit að víni.
Mig reyndu að stoppa reiðar bullur,
réðist ég á þá með gríni.

Burðarhlutverk býðst þér nú
í Borgarleikhúsinu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 408, 409, 410 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: