— GESTAPÓ —
Bókafréttir: Fimmtíu litbrigði blámanns
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermann Blöring 2/3/13 22:12

Hér er á ferðinni frumraun rækjupakkarans Hinriks á sviði erótískra bókmennta, og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Konur
sem ólust upp í þeirri tíð að tabú þótti að leggja sér svart hold til munns iða af spenningi yfir þessari bók um forboðnar nautnir og raunir þess að vinna í matvælapökkun úti á landsbyggðinni.
Bókin hefur selst í hundruðum eintaka, og stendur til að þýða hana á færeysku fyrir jólin. Hér fylgir úrdráttur.

Hún lá þarna í myrkrinu, bundin á höndum og fótum á þartilgerðum bekk. Hún hafði misst allt tímaskyn, þar eð hún hafði ekki frelsi til þess að vinda upp á sig og líta á skífu galdrastelpuúrsins sem hún bar á vinstri úlnlið.
Allt í einu heyrði hún þrusk, leit í kringum sig og kallaði "Hver er þar?"
Skyndilega, nær henni en hún hafði getið sér til um, ekki tíu sentimetrum frá andliti hennar lýstist upp myrkrið er skjannahvítt glott
birtist þar rétt eins og kötturinn í Undralandi. "Það er bara ég" sagði Gestur og renndi yfir kolsvart andlit sitt grímu sem bar ásýnd
Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra lýðveldisins. "Og nú skulum við hafa smá gaman".

Úrdráttur úr skáldsögunni Fimmtíu Litbrigði Blámanns eftir Hinrik S. Ævarsson.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr. Merkwürdigliebe 12/3/13 19:54

Nú væri hentugast fyrir þig að breyta nafninu í bókatíðindi, og leyfa öðrum að tilkynna fréttir, en ég hef glæsilegar fréttir fram að færa.

Uppgröftur í Reykholti hefur nefnilega dregið í dagsljósið einhver mestu tíðindi íslenskra bókmennta fyrr og síðar. Gersemin sú er engin önnur en sjálf brandabók Snorra Sturlusonar, og hefur mér tekist að verða mér út um hluta af þeim menningararfi, til að halda frá sóðum og öðrum skinnætum.

Þegar hef ég hafist handa við að færa þetta megna safn á stafrænt form, og hef ég fengið leyfi frá Þjóðarbókhlöðunni til að birta einn hinna margumtöluðu brandara fyrir ykkur hér.

Af Haukdælum:

Tilvitnun:

Fæddist þá Höskuldi Bárðasyni sveinbarn, en af illu efni var hann fenginn Gissuri Þorvaldssyni í fóstur, og gékkst Gissur honum snemma í föðurstað, en svipur þótti með þeim. Fékk barnið nafnið Hörður, og var ætíð frá sínum áttunda vetri þekktur sem Hörður Gissurarson. Er hann náði sautján vetrum, fékk Gissur honum konu til að kvongast úr Vatnsfirði, er Þórgunna hét, og gékk það eftir. Kvöldið eftir brullaupið, hafði Þórgunna að orði, að aldrei hefði hún sængað hjá manni, og hafði þá Hörður sig á brott, og gékk til fóstra síns. Er Gissur spurði Hörð, hví hann hefði frábuðið sér kvenkost þann, sem honum hafði valið, beindi Hörður máli sínu að því sem að Þórgunna hefði sagt honum fyrr. Mælti þá Gissur „Gerðir þú rétt, sé hún ekki sínu fólki til sóma og fryggðar, skal hún eigi okkar“

Guð refsi danmörku.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 12/3/13 20:01

Á íslensku er bara fyrsti stafur í fyrirsögn með hástaf.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr. Merkwürdigliebe 12/3/13 20:14

Réttast væri Hermann, að þú breyttir fyrirsögninni, til að svala hér tvem kröfum sem þegar hafa verið settar fram.

Guð refsi danmörku.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermann Blöring 12/3/13 20:22

Og Hermann sagði: ,,Verði leiðrétting." ‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr. Merkwürdigliebe 12/3/13 20:29

‹Brosir eins of fífl, en sér fljótlega að eingöngu helmingi krafanna var sinnt›
Svei.
‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Auk þess hafið þér notað útlenskar gæsalappir, íslenskar eru ,,svona'' en ekki ''like this'' bölvaður fanturinn þinn. Ég biðst afsökunnar á þessari viðbjóðslegu slettu, en vona að aðrir skilji, að ég hafi ekki viljað saurga íslenskuna með því að setja hana inn í enskar ‹Hikar, vegna ælu upp í koki› gæsalappir.

Viðbót: Nú þegar leiðrétting hefur átt sér stað, skal ég dæma fyrri skrif mín hér í kvöld ómerk. Þér getið vonandi séð yður fært að breyta fyrirsögninni síðar, en allt gott tekur sinn tíma.

Svei-ið mitt er þó ekki ómerkt með öllu, en mun þó vera ögn daufara en fyrst átti að vera.

Guð refsi danmörku.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 12/3/13 20:31

Glæsilegt! Einmitt stór stafur á eftir tvípunkti! Nú fer ég að lesa rest, kannski. ‹Glottir eins og fífl›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermann Blöring 12/3/13 20:42

Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu illa klippt niður sagan er, en ég tók þetta beint upp úr skjali sem ég skrifaði fyrir löngu og hef ekki í mér að breyta þessu. Þakka fyrirfram fyrir fyrirgefningu lesenda.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/3/13 22:52

Dr. Merkwürdigliebe mælti:

...Auk þess hafið þér notað útlenskar gæsalappir, íslenskar eru ,,svona'' en ekki ''like this'' bölvaður fanturinn þinn....

Nú bendi ég á stórgóða þætti Enters um íslenskt mál á rás1 á laugardögum kl. 15:30. Í einum þættinum fjallaði hann meðal annars um hinar svokölluðu íslensku gæsalappir. Þær voru nú lítt íslenskari, eftir allt saman, heldren megnið af öðrum ganglimum gæsa í veröldinni.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr. Merkwürdigliebe 13/3/13 20:41

Við ættum kanski að taka upp lappir lóunnar, eða rjúpunnar, frekar en einhvers fiðurfénað sem getur bara verið hérna þegar veðrið er gott, eins og kríufjandinn.

Hafandi haft náin samskipti við kríur, hef ég sannfærst að þegar púkar helvítis stingi mann í skankana, er maður hangir á handakrikunum yfir eldstæði, þá orgi þeir eins og kríurnar. Hve oft hef ég vaknað í andköfum þegar þessir skrattar orga fyrir utan gluggan minn?

Í helvíti heyrir maður stanslaust í kríum, þeir sveima yfir manni alla daga allan daginn, og verður maður sífellt á nálum að þær stingi sér niður á mann hvenær sem er. Auk þess reikna ég með, að lyktin sé vond þarna niðri.

Við ættum kanski, að nota bara krummafót, frekar en gæsalappir.

Guð refsi danmörku.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/3/13 21:46

Kríur eru skemmtilegir fuglar, flugfimir og frekir, og flinkir að hræða skræfur. Kríuvængi líst mér vel á. Hvernig líta þeir
út á prenti?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermann Blöring 13/3/13 22:24

Sá yðar sem kríuhrifin er hefur aldrei þurft að aka reglulega í gegnum heimsins stærsta kríuvarp á 90 kílómetra hraða. Ef ekki væri fyrir vind þá gætu menn haldið í enda sumars að Lukku Láki hefði komið í heimsókn og fundið eitthvað að veginum.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr. Merkwürdigliebe 13/3/13 22:34

Krían er skaðvaldur, ég man þegar ég var að veiða í þingvallavatni, og einhver kría hafði ákveðið að ég væri alltof nálægt hreiðrinu hennar, sem var auðvitað reginfirra, ég var í það minsta 12 metra frá því. Þegar loks beit á hjá mér, gerði krían mér aftur á móti hverft við með því að fljúga og banka í hausinn á mér, og greip ég þegar í stað yfir höfuð mér, og sleppti þar með stönginni, sem óð útí vatnið á feykilegum hraða. Einn stóð ég við vatnsbakkan í sólinni og bölvaði kríunni sem enn var sveimandi yfir mér í margar mínútur, áður en ég hafði mig á brott. Voru þá aðrir veiðimenn í nágrenninu farnir að horfa á mig. Krían gargaði bara hærra á móti mér, og játaði ég mig sigraðan.

Næsta rittákn sem kemst lagi kríuvængs væri ◄svona►, sem myndi fara illa með blýanta í rituðu máli.

Krummafóturinn væri ►svona◄, sem er mun smekklegra.

Guð refsi danmörku.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/3/13 08:45

Hahaha, vera meðt hjólahjálm. ‹Brosir út að eyrum›
En er þetta einhver sérstakur blámaður sem er svona litbrigðaríkur?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermann Blöring 15/3/13 19:56

Ástæðurnar fyrir litbrigðafjölda hans eru ýmsar, og koma þær fram í bókinni. Ein af þei er að hann átti erfiða æsku, hafandi verið alinn upp af lesbískum elskhugum á sjöunda áratuginum, og lent í einelti vegna þess sem og húðlits síns. Ein mesta niðurlægjing hans var að hafa verið sendur tvisvar á ári út í búð að kaupa gúmmiteygjur og gúrkufræ, því Gunnhildur mamma vildi þær ,,ribbed" eins hún orðaði það. Hlógu afgreiðslumennirnir, ómenntuð freknufésin, ávallt mikið af honum þá. Í einmanaleik sínum hóf hann að að umgangast furðulegri kunningja mæðra sinna. Þar lærði hann ýmsan perraskap, sem fylgdi honum alla ævi. Eða var svo? Bækurnar verða til sölu ásamt Morgan Kane bókaröðinni í Kolaportinu á komandi árum.

» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: