— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 383, 384, 385 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 5/9/12 17:04

Regn er bölvað,rok í gær
rjóma blíða núna.
Áðan sá ég tátur tvær
tölta heim með kúna.
-------------------------------------------
Kýrin ygsna, boli bölvar
bíður eftir kallinu.

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 5/9/12 20:16

Kýrin yxna, boli bölvar
bíður eftir kallinu.
Bóndinn sem sig inni ölvar
aldrei hættir svallinu.

Geymslan er full af glóperum,
því get ég áfram lifað

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 5/9/12 20:25

Geymslan er full af glóperum,
því get ég áfram lifað.
Og Lúturinn af ljóðperrum
sem lítið geta skrifað.

Hér yrkjum vér af miklum móð,
magnið enginn telur

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 5/9/12 20:38


Hér yrkjum við af miklum móð
magnið enginn telur.
Ljóðadisir ,hin gullna glóð
gaman orðin velur.
--------------------------------------------
Mirkur í lofti fuglinn flígur
friðardúfa byrtist hér.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 6/9/12 22:36

Myrkur í lofti fuglinn flýgur
friðardúfa birtist hér.
Hundurinn á margt oft mígur
merkir bíladekkin sér

Sjaldan fer á versta veg
Vísugerðin okkar

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 6/9/12 23:04

Sjaldan fer á versta veg
Vísugerðin okkar
Skáldagyðjan skemtileg
skarfana hér lokkar.

Ekk'er spáin spennandi
sperrings norðan garri

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 6/9/12 23:16

Ekk'er spáin spennandi
sperrings norðan garri
Refur verður rennandi
Rjátlar snjór af barri

Ef að fönnin fellur greitt
fær senn uppgrip Mjási

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 6/9/12 23:27

Ef að fönnin fellur greitt
fær senn uppgrip Mjási
Þá er tönnum taumlaust beitt
talsvert þó ég blási

Það er frekar þreytandi
þegar mikið snjóar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 7/9/12 07:01

Það er frekar þreytandi
þegar mikið snjóar
Bíllinn keðjum beitandi
brekkusvellinn prófar

Ef á vegi skefur skafl
Skal þá heiðum loka?

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 7/9/12 22:27

Ef á vegi skefur skafl
Skal þá heiðum loka?
Vélar þegar vantar afl,
verða menn að doka.

Í glas ég mér rauðvíni renndi
robboðslegerða nú gott.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 8/9/12 09:31

Í glas ég mér rauðvíni renndi
robboðslegerða nú gott.
Því lífið mér linnulaust kenndi
að lakara er þurrt en vott.

Þótt lífið sé langtímapródjekt
lendum við öll í því

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 8/9/12 22:36

Þótt lífið sé langtímapródjekt
lendum við öll í því
og berfætt öll bölvum við skónekt
bætum svo úr því á ný

Allt er gott sem endar vel
ástir vín og staka

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 8/9/12 22:53

Allt er gott sem endar vel
ástir vín og staka
Kvennmanns bestu kosti tel
kunni hún að baka.

Dimmar nætur núna hér
norðurljósin glitra.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 8/9/12 23:15

Dimmar nætur núna hér
norðurljósin glitra.
Gumum öllum gleðja ber
góða snót og vitra

Þegar leiði þjáir mig
þá er ekki gaman

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 8/9/12 23:35

Fyrripartinn virðist vanta
verður því hér úr því bætt.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 8/9/12 23:43

fyrripartur gleymdist um stundasakir áðan og þakka Offara reddinguna

Þegar leiði þjáir mig
þá er ekki gaman
alltaf gleður einhver sig
og yrkir hérna saman

Offari mælti:

Fyrripartinn virðist vanta
verður því hér úr því bætt.

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 8/9/12 23:50

Fyrripartinn virðist vanta
verður því hér úr því bætt.
seinnipart ég síðan panta
sem að getur einhvern kætt

Stöðugt meira yrkja á
ef það geðið bætir

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 9/9/12 17:32

Stöðugt meira yrkja á
ef það geðið bætir.
Þennan botn ég einan á
sem andans jötna grætir.

Við höfuðstaf sem hækju geng
og halla mér að rími.

vér kvökum og þökkum
        1, 2, 3 ... 383, 384, 385 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: