— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 381, 382, 383 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/8/12 23:02

Djöflumst þá við daglegt amstur
dröttumst þreyttir fætur á
djöflast eins og heimskur hamstur
um helgar kannski fæ í tá.

Hættir fríið hér á morgun
hefst þó törn á næturvakt.

‹Skiptir um bremsuborða í sendihnappnum›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 15/8/12 07:58

Hættir fríið hér á morgun
hefst þó törn á næturvakt.
Fyrir það víst færðu borgun
Fátt er meira um það sagt

Alltaf skaltu vinna vel
í vísnagerð a neti

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 15/8/12 18:39

Alltaf skaltu vinna vel
í vísnagerð a neti.
Dýrt þó kvæðin sjaldan sel
sjálfur – þótt ég geti!

Nú er liðið á sumar og ljósið berst
langt út á dökkan fjörð

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 15/8/12 20:57

Nú er liðið á sumar og ljósið berst
langt út á dökkan fjörð
Brátt á galeiðan kólna og gróður verst
Gerast svo veður hörð

Bráðum jólin birtast góð
börnin okkar kætast

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 16/8/12 08:10

Bráðum jólin birtast góð
börnin okkar kætast
Brjálast þá í búðum þjóð
barnaóskir rætast

Þá næst eru þorrablót
þambar vín þá sveinar

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/8/12 11:38

Þá næst eru þorrablót
þambar vín þá sveinar
Öldin finnst mér alltof fljót
en árstíðirnar seinar.

Pása þar til páskarnir
punta egg og hríslur.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 20/8/12 12:15

Pása þar til páskar
punta egg og hríslur.
Brennur niður bláskar
um báðar múlasýslur

við svo tekur vorið blítt
vermir sólin grundir

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 20/8/12 12:18

Afsakið ég gleymdi greininum

Pása þar til páskarnir
punta egg og hríslur.
hali kvelja háskarnir
húnavatns- um sýslur

Við svo tekur vorið blítt
vermir sólin grundir

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 20/8/12 15:17

Við svo tekur vorið blítt
vermir sólin grundir.
Úti grilla, ótt og títt,
allir kindalundir.

Komið er nánast heilan hring,
hér skal staðar nema

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 20/8/12 16:05

Komið er nánast heilan hring,
hér skal staðar nema
aftan og framan og allt um kring
er nú Flosa skema.

Engar fréttir eru betri
en þær vondu

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 22/8/12 12:37

Engar fréttir eru betri
en þær vondu
karl á nöglur kátt á vetri
keyrir Hondu

Samt þó kýs ég frekar Ford
til ferða minna nota

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 23/8/12 23:27

Samt þó kýs ég frekar Ford
til ferða minna nota
Akir þú á E-escord
áttu vænan flota.

Fordar eru flottir vagnar
fátt þó við þá rímar hér

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 24/8/12 14:13



Fordar eru flottir vagnar
fátt þó við þá rímar hér.
Orka vélar,gírinn gagnar
gömlum skarfi eins og mér.
----------------------------------------
Ljóða dísin dásamleg
drauma marga vekur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 24/8/12 16:00

Ljóða dísin dásamleg
drauma marga vekur.
Öslast hún hér áfram veg
ærnar sínar rekur.

Bjart er yfir Breiðdalsvík
brosa íbúarnir.

KauBfélagsstjórinn.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 25/8/12 22:45

Bjart er yfir Breiðdalsvik
brosa íbúarnir
enda flestir liðin lík.
Löngu eru hinir farnir.

Sigurvissa og sjálftraust þitt
sýnist vera í góðu lagi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 26/8/12 00:52

Sigurvissa og sjálftraust þitt
sýnist vera í góðu lagi.
Mitt er þitt og þitt er mitt
þó að efinn stundum nagi.

Gangir þú um gluggann út
og gónir inn um dyrnar

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 27/8/12 22:49

Gangir þú um gluggann út
og gónir inn um dyrnar
Oft nú mjólka ýmsir hrút
með olíu flest stirðnar

Þessi finnst mér baga bull
Best er henn'að gleyma

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 27/8/12 23:34

Þessi finnst mér baga bull
Best er henn'að gleyma.
Bokkan tóm og bittan full,
brátt mun þörf að eima.

Ekki batnar Blixa hjá
bragarháttatalið

        1, 2, 3 ... 381, 382, 383 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: