— GESTAPÓ —
Braghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 33, 34, 35 ... 45, 46, 47  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 17/7/12 22:37

Fína netið fyrir legg nú fiska væna
Veiði mun ég slakur slægja
Slorið læt þó stundum nægja

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 9/8/12 18:18

Nægjusamur naumast telst en nautnasjúkur.
Enda sést að breiður búkur
um bumbuna er harla mjúkur.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 10/8/12 14:11

...

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 10/8/12 14:15

Mjúkir eru margir hér þá mörinn þyngir
Andans bragi yrkja slyngir
Ansi þykkir mittishringir

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 13/8/12 23:35

Mittishringir marglitir um maga Skúla,
sem keppist við og viðrist púla
við að reyna að læra húla.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 14/8/12 00:13

Húlatakti tæpast næ og títt ei stunda
strápils ekki stirður munda
stífar mjaðmir i mér blunda

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 15/8/12 22:24

Blunda oft á básum sínum beljur fastar
maður þeirra mjólk ei lastar
mikið hann þó á þær hastar

Nú væri gott að fá sér villigölt
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 16/8/12 11:26

Hasta ég á hundinn minn ef hænsnin eltir
Hættir þá, og hátt svo geltir
Hrygginn því næst á sér veltir

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 16/8/12 12:05

Veltur allt á vísnagerð á vorum tímum
stoltir hér við stuðla glímum
stökur okkar góðar rímum

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 21/8/12 19:00

Rímur þær sem raula ég á rökkurkvöldum
ylja mörgum kroppi köldum.
Kvæðamaður ríður öldum.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 22/8/12 07:55

Öldur brotna bátum a og ber' að landi
fley þó við það stundum strandi
ef stoppa þeir i mjúkum sandi

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 24/8/12 00:43

sandalar og sólarbað um sumartímann
verður hjá mér rugluð ríman
reyni ég að tal'í símann.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 24/8/12 13:21

Símalandi í Símalandi símar landi.
Síma- Símon vændi um -vændi
vændi er að sér bændur hændi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 26/8/12 18:12

Hændi að sér hunda þrjá í haust og vetur
Kínverjinn sem kemst af betur,
því hvolpastóðið lystugt étur.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 27/8/12 01:22

Jeti kallast jötunn þar sem jarðir fenna.
Loðið tröll með lókinn stinna.
Las ég það í bók um Tinna.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 27/8/12 17:48

Tinna ætti að taka við af Tinna núna,
jafnrétti það sætt mun sýna,
svo það verður allt í fína.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
rutúnK 27/8/12 20:51

Fín og smá er fröken ein á ferðalagi.
Stór brjóst, stinnur magi,
sleppur við raðir af ýmsu tagi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 27/8/12 21:22

Tage allir ættu að þekkja Erlander
er stats- var mætur -minister
og meiriháttar kavalér.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
        1, 2, 3 ... 33, 34, 35 ... 45, 46, 47  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: