— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 378, 379, 380 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 28/7/12 21:59

Oft hér strand er erfitt rím
okkur hér er boðið.
Þetta mesta ljóðalím
í letur er hér troðið.

Í skotfimi og skeifukasti
skelfin er ég góður.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 29/7/12 08:38

Í skotfimi og skeifukasti
skelfin er ég góður.
í eigin hóli lof og lasti
líka voða fróður.

Jarmar nú mín gamla geit
er girðingu ég setti.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 30/7/12 14:52

Jarmar nú mín gamla geit
er girðingu ég setti.
Aðra svo ég aldrei leit
sem átti met í spretti.

Rigningin nú reynist góð
rótum gróðurs jarðar.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 30/7/12 15:29

Rigningin nú reynist góð
rótum gróðurs jarðar.
Verða bráðum rifsber rjóð,
roðna tré og garðar.

Ólympíuleikar ljúft
lita dagskrá alla.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 31/7/12 09:45

Ólympíuleikar ljúft
lita dagskrá alla.
Þetta finnst mér heldur hrjúft
hér ég frekar svalla.

Á morgun fer í ferðalag
á flakk um suðurlandið.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 31/7/12 19:10

Á morgun fer í ferðalag
á flakk um Suðurlandið.
Um fimmleytið þá fæ ég slag
ef fjandans gleymist blandið.

Ég þvælist inn í Þjórsárdal,
þar er margt að líta

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 31/7/12 19:19

Ég þvældist inn í Þjórsárdal,
þar gat margt að líta
Gat þar litið Gauksins sal
og gemlinga sem bíta.

Kirkjubæjarklaustursgólf
kíki á á morgun.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 1/8/12 09:45

Kirkjubæjarklaustursgólf
kíki á á morgun.
Vínglös síðan vil ég tólf
og vertinn svíkja' um borgun.

Skoðað hef ég Skógafoss
og skondið safn hjá Þórði.

vér kvökum og þökkum
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 1/8/12 23:14

Skoðað hef ég Skógarfoss
og skondið safn hjá Þórði
Þar fénaðurinn hænsni og hross
á horriminni tórði

Ég klæði mig í kjól og hvítt
og kræki í heiðursmerkin

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 2/8/12 19:17

Ég klæði mig í kjól og hvítt
og kræki í heiðursmerkin
Í sunnanvindi verður hlýtt
og viðjan styrkir berkinn.

Selfoss bænum sef nú í
sef þar næstu daga. (reyndar sef ég um nætur en þá hefði einhver stuðlareglugerðarsérfræðingurinn skammað mig)

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 2/8/12 19:24

Selfoss bænum sef nú í
sef þar næstu daga.
Bróður má nú besta því
bjóða upp á Bragakaffi, ofstuðla bara eins og mér hentar.?

Selfoss fyllist fólki af,
flý ég brátt af hólmi.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 2/8/12 20:32

Selfoss fyllist fólki af,
flý ég brátt af hólmi.
Drottin tók og Drottin gaf
datt í hug að gera haf.

Lognið frekar fer um hratt
festa þarf nú tjaldið.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 2/8/12 21:25

Lognið frekar fer um hratt
festa þarf nú tjaldið.
Margur getur farið flatt
fyrirlít'ann valdið.

Ísland Svíþjóð sýnist mér
svaka flottur leikur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 3/8/12 17:37

Ísland Svíþjóð sýnist mér
svaka flottur leikur.
Yrkir þú um íþrótt hér
oftar, leggst ég veikur.

Antisportið er mín grein
efst á blaði.

vér kvökum og þökkum
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 4/8/12 16:56

Antisportið er mín grein
efst á blaði
Heilafimi heldur reyn
helzt í baði.

Mig langar að kynna land mitt og þjóð
og laða að þeim ferðamenn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 4/8/12 20:33

Mig langar að kynna land mitt og þjóð
og laða að þeim ferðamenn.
Reyna að styrkja ríkisins sjóð
og rétta af hallann sem þjakar enn.

flatur liggja lesa bók
latur tyggja nammi

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 4/8/12 22:05


Flatur liggja lesa bók
latur tyggja nammi.
Með ularteppi,kalda kók
konan bíður frammi
------------------------------------
Er á föstu flakkarinn
frjáls með kellu sinni.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 5/8/12 00:00

Er á föstu flakkarinn
frjáls með kellu sinni.
Pírir augun prakkarinn
plata ef hann kynni.

Manninn kvelur myrkrið þungt
morgunsglætu bíður

Nú væri gott að fá sér villigölt
        1, 2, 3 ... 378, 379, 380 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: