— GESTAPÓ —
Þráður vikunnar - Stúfhendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 18, 19, 20 ... 49, 50, 51  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 20/7/12 22:06

Þér er varla viðbjargandi vina mín
Sefur þegar sólin skín

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 21/7/12 00:39

Skín nú sólin skratti lengi skyggir vart
Fá ei svefn sinn finnst mér hart

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 22/7/12 17:00

Hart í ári hér á lútnum harla er,
burtu þörf að bregða sér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 22/7/12 20:51

Sérstakt leyfi iðnir eflaust allir fá
yrkja ljóð um Mjása má

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 23/7/12 09:46

Má hér skáldin skrautleg sjá með skítlegt glott.
Obelix mun efni gott.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 23/7/12 17:02

Gott er ef þér gæti hælt og glatt þig smá
og hvatvís að þér hvísla mjá

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 23/7/12 20:28

Mjálmið frá þér mínu hjarta mikið gaf,
víst því ekki veitti af.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 24/7/12 13:58

Afleitt var ei kattarklór i kvæðaþraut
sem vindur um mín eyru þaut

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 24/7/12 19:39

Þaut úr hvofti þekkilegast þrauta mix.
Ættað beint frá Obélix.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 24/7/12 20:47

Obélixinn yrkir ljóðin ekki væn
og fjandi sjaldan fer með bæn

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 24/7/12 21:17

Bænum mínum heima hjá er hlíðarbrekka.
Ég held ég ætt'að hætt'að drekka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 24/7/12 21:25

Drykkju sína Mjási má nú minnka síst
því skánar oft með víni víst

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 24/7/12 21:56

Víst mig koma vöflur á, þó vammið eitt,
í mér blundi yfirleitt.

Betra?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 26/7/12 09:33

Leitt að þurf'að láta vita litli sveinn
Hjá þér stakk af stuðull einn

roðna smá við að kalla þig lítinn

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 26/7/12 17:40

Bænin mín er bara sú bragasveinn
í bóli liggi ekki einn.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 26/7/12 19:48

Einn ef rugling annars finn sem yrkja kann
Ber mér þá að hundsa hann?

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 26/7/12 21:33

Hann sem ruglar hoppast yfir, herra minn.
Ýtar reyna í annað sinn.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 26/7/12 21:35

Hann sem ruglast hoppum yfir hefðin er
og teljum best að tengja hér.

Sinni mitt var seint því önnur samin er
vísan sem að væn er hér.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
        1, 2, 3 ... 18, 19, 20 ... 49, 50, 51  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: