— GESTAPÓ —
Óska eftir ráðum frá hagmæltum
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kolkrabbinn 20/6/12 21:59

Ég ákvað að reyna aðeins við skáldskap, en ég hef voðalega takmarkaða reynslu. Ég hef grun um að hrynjandinn sé svolítið skakkur á stöku stað. Endilega segið mér hvað er að.

Enginn verður óbarinn biskup, svo ég reyndi að setja saman tvöfalda sónhendu.

Landskjálftar vöktu kempu hvít eldforna,
upplausn og sótt valdataflið skóku,
þá drápu kónginn hirðmennirnir klóku.
Nýr herra vildi buga menn frjálsborna.
Í norðri inn um firði ögurskorna,
Var gjöful náma er gaf málminn deiga,
gaf arð til kóngs er alla vildi eiga,
bjó herrann boð til allra landsinshorna.

„Þá skulu höfuð fjúka – bolir brytjast,
ef óvinir matast eða klæddir verða;
fé þínu slátra – akra salti strái“

„Níu sekkir silfurs skulu til kóngs flytjast,
Þá mun her hvíla og hlut þinn ei skerða.“
Já, griðin kaupa skal sjóðurinn grái.

Um virki settist liðið svo herskáa,
Þá skyldi þunga sekki nú strax gjalda,
Uns allt er borgað mun her áfram tjalda.
Lésherrann bauð allt sitt silfur fagurbláa
Virkið brann því hann skorti sekki örfáa.
Þeir heldri féllu á sverð sín blóðrauð,
sómalaus alþýða varð ei vopndauð
svo tætti herinn veggina steingráa.

Áletrun undir mosa faldi þúsöld,
Í stein rist: „Ég er Jóhann kóngur kónga,
Sjá: Sigur á þeim er valdboði neita.

Nú er allt yfir gróið á atómöld
En nýjir tímar geta líka kónga,
Þá enginn lætur sig um Jóhann skeita.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 20/6/12 22:13

Reyndu að syngja þetta við lagið „Ég bið að heilsa“ („Nú andar suðrið...“).
Þá ættirðu að heyra hvar þú dettur út úr hrynjandinni.

Einnig ættirðu að skoða stuðlasetninguna.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kolkrabbinn 20/6/12 22:18

Texi Everto mælti:

Reyndu að syngja þetta við lagið „Ég bið að heilsa“ („Nú andar suðrið...“).
Þá ættirðu að heyra hvar þú dettur út úr hrynjandinni.

Einnig ættirðu að skoða stuðlasetninguna.

Já, heyrðu það hjálpar að hlusta á það.

Ég var nú ekkert að reyna stuðla.

Þakka þjer!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 8/7/12 15:35

‹Hlær góðlátlega.›
Ef þér leggið skáldskap í dóm þegna Baggalútíu megið þér gera ráð fyrir, að athugasemdir verði gerðar við stuðlasetningu.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: