— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 372, 373, 374 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 7/5/12 21:22

Ljúfir dagar líða hjá.
lyftist á karli brúnin.
Elska vorið ekkert smá.
Æður skaffar dúninn.

Bregð í sumar beittum ljá
á blessuð, sprottin túnin.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 7/5/12 21:58

Bregð í sumar beittum ljá
á blessuð,sprottin túnin.
Bænum mínum heima hjá,
hreinsar frúin dúnin.
---------------------------------
Esjan hún er fegurst fjalla,
faldar sínum ljósa koll.

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 9/5/12 14:44

Esjan hún er fegurst fjalla
faldar sínum ljósa koll.
Hrópa ég til kvenna og kalla:
"Klífið fjallið ekkert droll".

Viðinn kurlar Valur Sveinn
verksígjarni smiðurinn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 11/5/12 23:38



Viðinn kurlar Valur Sveinn
verksígjarni smiðurinn.
Exina beittu hefur Hreinn,
heima bíður friðurinn.
---------------------------------
Þoka ruddi,skrugga skúr,
skollans árans kvellur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 13/5/12 03:36

Þoka ruddi,skrugga skúr,
skollans árans kvellur.
Svona lappi klæmist klúr
og kaupir sýktar mellur.

Þeir búast nú við byl og hríð
sem bannsett tóku skeytin.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 13/5/12 16:48

Þeir búast nú við byl og hríð
sem bannsett tóku skeytin.
Nú vorið farið ferleg tíð
og ferlega köld sveitin.

Dætur mínar dömur þrjár
duglegar að syngja.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 15/5/12 17:39

Dætur mínar dömur þrjár
duglegar að syngja.
Fallegar með brúnar brár,
bjöllur í haus mér klyngja:
_------------------------------------------
Kindur mínar þessar þrjár
þikja æði bústnar.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 15/5/12 18:36

Kindur mínar þessar þrjár
þykja æði bústnar.
Nokkur lömb þær eiga í ár,
auður verður mikill fjár.

Bústnar ær nú eiga von
á undralöngum sumardögum.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 15/5/12 22:40

Bústnar ær nú eiga von
á undralöngum sumardögum.
Landið éta, lon og don,
uns ljósið þverr á bitnum högum.

Svo kemur slabb með slydduhríð,
til slátrunar skal lömbin reka

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 16/5/12 14:09

Svo kemur slabb með bleituhríð
til slátrunar skal lömbin reka.
Bændur þá vaða vötnin stríð
og værukæra finna breka.
----------------------------------------
Út við stekkinn vælir kjói
veiðibjalla hlíðir á.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 17/5/12 23:04

Svo kemur slabb með slydduhríð,
til slátrunar skal lömbin reka.
Líða saman líf og tíð,
ljúf er mynning æskubreka.

Ljót mér þykja Lappa för,
ligga djúpt í skítnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
18/5/12 16:34

Ljót mér þykja Lappa för,
ligga djúpt í skítnum.
Kappinn fylgir æstur, ör,
óðarreglum skrítnum.
---
Einu sinni og aldrei meir
á ævi sinnar skeiði

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 18/5/12 23:58

Einu sinni og aldrei meir
á ævi sinnar skeiði
niður um sig girti Geir
og gekk til örna á leiði.

Karen var með sárasótt
samt hún tældi Stjána

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 19/5/12 14:47

Karen var með sárasótt,
samt hún tældi Sjána.
Hann fékk smit í heila fljótt.
Henni fer að skána.

-Heyrðu, dekkið datt af bílnum.
Duga þrjú til Grenivíkur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 21/5/12 00:01

Heirðu dekkið datt af bílnum
duga þrjú til Grenivíkur?
Nei, áðan mætti skrattans skrílnum
skröltandi með fjórar tíkur.
-----------------------------------------------
Hundurinn svarti Tátu tók,
trítilóður upp á hól.

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 26/5/12 16:39

Hundurinn svarti Tátu tók
trítilóður upp á hól.
Lá ég úti og las í bók.
Logn þá var og mikil sól.

Leirinn hef ég hnoðað
Haldinn sinnisveikur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 29/5/12 20:28

Leirinn hef ég hnoðað
Haldinn sinnisveikur.
Fræðin bestu boðað:
Bragkúnstin er leikur.

Sumarkoman sýnist mér
sönnuð þetta árið.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 2/6/12 00:16

Sumarkoman sýnist mér

sönnuð þetta árið.
Fréttum góðum fagna ber,
fegnir ölið gárið.

Laufþunn klæði læðast í
limir naktra trjáa.

        1, 2, 3 ... 372, 373, 374 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: