— GESTAPÓ —
Hvað eruð þér að hugsa?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 90, 91, 92, 93, 94  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 2/1/11 13:11

Hvaðan sú trú að kanínulappir veiti þeim sem ber þær á sér, lukku sé komin... ég meina, það virkaði greinilega ekki fyrir aumingjans kanínuna.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 2/1/11 14:53

Góð spurning. Kaninu- eða héralappir... Nú er kaninan í páskaskreytingum líka og hefur sennilega verið forn frjósemistákn, enda spólgröð á vorin. Gæti komið einhverveginn þaðan.
Eða svo ekki.

Hugsa alltof margt og mér er illt í hálsninum. Þarf að fá mér engiferjate með hunangi.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 22/1/11 21:41

Síðasta innlegg vakti mig til umhuxunar um engifer. Kiddi Finni talar um engiferjate. Lýtur engifer sömu beygingareglum og til dæmis ber? Er ekki talað um berjate? Engiferjate hljómar akkúrat rökrétt fyrir mér. ‹Íhugar að skrifa lærða grein um efnið›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Madam Escoffier 22/1/11 21:47

Madömunni var það kennt ungri að engifer beygist líkt og Lúsífer, og er eins í eintölu og fleirtölu.

En Madaman er aðalega að hugsa um kvíkmyndir og hvað gerir kvikmynd að verðlaunamynd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 26/1/11 11:30

Grágrímur mælti:

Hvaðan sú trú að kanínulappir veiti þeim sem ber þær á sér, lukku sé komin... ég meina, það virkaði greinilega ekki fyrir aumingjans kanínuna.

Það er akkúrat öfugt hjá kanínunum. Þar er það lukkumerki að eiga mannsfót...

Annars var ég að huxa hvort ég ætti að fara að skjóta á mig smá kaffi og jólaköku, svona í hádeigisverð, eða bara smá verkjalyfjum og fara að leggja mig.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Albert Yggarz 3/12/11 00:21

hvar er blóðug með sinn ölvaða bónus?

Baggalútsfyllstur * Íþrótta og kvennamálaráðherra Baggalútíu * Baggalútsfyllst SKÁL* sæmdur í september 2005 heiðursmerki forsetaembættisins fyrir þrotlausa útbreiðslu sannleikans
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 11/12/11 00:27

Hva' ég var að éta þegar ég var með þessar kanínulappapælingar í byrjun árs...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 11/12/11 02:28

Ég er að hugsa hversu mikið hægt sé að hugsa um hversu mikið sé hægt að hugsa um að hugsa.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Madam Escoffier 4/1/12 00:04

Madaman er að hugsa um stöðu sína á vinnumarkaðinum, þar sem hún gekk út af vinnustað sínum til 10 ára, nú um áramótin. Hvert skal halda, hvað skal gera? Vinna eða ekki vinna? Vinna fyrir aðra eða vinna sjálfstætt? Svo margt veltist um í kollinum á kellu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 4/1/12 21:08

Ég er að velta því fyrir mér hvort hægt sé að taka upp þráð eftir 20 ár, eða hvort það sé bara rugl.

sígræn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 4/1/12 23:46

Teljum vér, að vel þyrfti að grafa eftir þeim þræði.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 5/1/12 00:23

Sjálfsagt má grafa upp gamla þræði ************ eftir tuttugu ár. Um gæði þráðarins leyfum vér oss að efast.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 5/1/12 10:13

Ég var að velta fyrir mér hversu mikið sé búið að skrökva í fólk í gegnum tíðina. Þetta er viðurkenndur risaiðnaður í heiminum og ein af grunnstoðum samfélags manna á jörðinni. Sérstaklega þykir mér það kaldhæðið að í einu helsta ósannindaritinu eru uppskrifaðr vinnureglur um hvernig fólk skal haga lífi sínu, m.a. þessi: Þú skalt ekki ljúga...

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 7/1/12 23:17

Ég hugsa voða lítið og sjaldan og núna er ég t.d. ekki að hugsa neitt.

sígræn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 14/1/12 18:30

Hvort ég sé búinn að skrifa of mörg innlegg í dag... ‹Starir þegjandi út í loftið›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Madam Escoffier 14/1/12 18:33

Á þessum óvissutímu er aldrei of mikið skrifað. En Madaman er að spá í hvort hún eigi að gera eitthvað að viti eða halda áfram lestri gamalla þráða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 14/1/12 18:35

Í framhaldi af hugsunum Grágríms veltum vér fyrir oss, hve mikið telst of mikið. Þar á undan snerust hugsanir vorar um sítrónusýruhringinn.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 16/1/12 22:36

Eftir að hafa horft á landsleik í handknattleik fyrr í kveld varð mér huxað til þess hversu ótrúlega töff króatar eru; enn með sítt að aftan og alles.

Það held ég nú!
        1, 2, 3 ... 90, 91, 92, 93, 94  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: