Skeint hef ég börnum næsta nóg,
og nært þau tel ég hafi.
En áður en komi ég lífinu í lóg
mig langar að verða afi.
Afi hans sem inn hér gekk
var oft með hálft í tá.
Þann eiginleik í arf hann fékk
eins og nú má sjá.
Sjáðu til... æi.. sko.. æ, hérna ... sko!
(þú afsakar hvernig ég læt).
Ástin mín kæra, þú ert bara svo
asskoti falleg. Og sæt.
Sætindi og súkkulað
sést hér oft á borðum.
Best er strax að borða það
og bæta á sig forðum.
Forðabúrið bumban mín
býsna vegleg kúla.
Elska mat og eðalvín
ei að strit'og púla.
Púlarar nú glotta gleitt og gaman henda
að þeim sem að oft það stunda
yfir þá að drulla og brunda.
Brun darragnýr brekka roðin
berserkjanna dreyra.
Sitja aldrei aftur boðin
eða munda geira.
Geira, þeim með gullinn fingur,
gengur allt í hag.
Geira, þeim sem gullinn syngur,
gleður fallegt lag.
Krossgata hefur eitthvað ruglast í ríminu ,og Billi fylgt á eftir.
-------------------------------------------------------------------------
Púla enn og puða hér
pungsveittur á lúti.
Ógnar var það mæða mér
mætti áðan hrúti.
Hrútar brúka leyniletur
við loðin brag
Reyndar nú ég reyni betur
að raula lag.
Nei, krossgata hélt áfram frá felulituðu vísunni minni sem var ekki fyrir alla.
Lagið sungið listavel
og létt er dreypt á stúti.
Réttarskemmtun trauðla tel
ég tileinkaða hrúti.
Hrútar dýrka desember
dreyma oft þann mánuð.
biljónin sem betur fer
bara fengin lánuð.
Lánuð í leyfisleysi
lítil íslensk króna
auð standa hálftóm hreysi
held ég piss´í skóna
Skórinn oftast fer á fót
fætur ver gegn drullu.
Gólfin reyndar rosa ljót
og ryksugan á fullu.
Fullur er nú félaginn
og finnst hann til í slaginn
heldur út í heim um sinn
en hrýtur allan daginn.
Daginn út og daginn inn
dunda mér við lestur.
Þannig er það maður minn
morguninn er bestur.
Dagurinn var dágóður
dularfullt er Bauvið.
Tættur niður trjágróður
og tekið burtu laufið.
Bestur finnst mér Frank Zappa
fyndinn nokkuð klæminn
Þótt þeir telji þann kappa
þverann mann og væminn.