— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 29, 30, 31 ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 17/1/11 10:27

Arason Páll þetta eymdarlíf kveður
Adolfs og drottins í nafni.
Nú verður hans gulnaði gamlingjareður
geymdur í krukku á safni.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 31/1/11 23:57

Dagsins verki loks er lokið
legst ég bráðum koddan á.
En úti geysar regn og rokið
ræsin stíflast voði þá.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 2/2/11 20:33

Helgi er verðlauna verður
og víst er fínt skáld hún Gerður.
Þótt bæði nú hnossið hreppi
veit Helgi þó meira um sveppi.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 2/2/11 22:44

Oní glasið aðeins lít,
einkum þó á kvöldin.
Hverrar stundar kátur nýt
og klíp í ástarhöldin.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/2/11 23:56

Vísa dagsins verður nú
voðalega klén.
Innihaldið út úr kú
og umgjörðin vart pen.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 16/2/11 20:09

Ég er bæði lúmskur og laginn.
Lýg og stel. Það veit ei fjöldinn.
Þau gæði sem ég græði á daginn
grilla ég svo heima á kvöldin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 9/3/11 16:44

Nú er úti frost og fjúk
fennir yfir sporiin hanns
Sem gengur einn á Hágangshnjúk
hugaðs göngu og snalamanns.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 20/3/11 21:21

Næs er í dag, ei nokkuð að gera,
og notaleg stund, sælu þrungin.
Mér líkar svo vel að liggja og vera,
ljúflega að strjúka, eistun og punginn.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/4/11 23:02

Uppi er bæði slægur og slungin
slopp gerast eystun.bæði
Augunum báðum pýrir á punginn
piltur í næði:

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 1/5/11 11:44

Að veturinn skuli ekki burtu úr bæ
og brumin að verða að laufi.
Að verkalýðsforystu fyrsta maí
fyrirmynd sé Hans klaufi.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/5/11 00:00


Vorið er komið og karlinn er glaður
krían og svanur í hólman er sest.
Vorboðinn ljúfi hnitmiðar hraðar,
heiri í lóu þeim indæla gest.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 6/6/11 20:21

Vikukúr af Vóstar-S
virðist lækna meinið.
Afslöppun og ekkert stress
endurnærir beinið.

sígræn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jón Sigurðsson 17/6/11 11:53

Í tvöhundruð ár hef ég yfir þér vakað,
auðmjúka þjóðin er svipuna kennir.
Og konurnar hafa með kaffinu bakað
kleinur og pönnsur sem niður þú rennir.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 17/6/11 18:53

Upp reis Jón úr þungri sára sótt.
Sómi Íslands togaði hann á fætur.
Vildi frelsi Íslands enda þótt,
ýmsir hefðu á því litlar mætur.

- - - - - - - - - - - - - -
Ó! Þjóð mín kæra haldin sárri sótt
Sýkt af skuldum, kreppu og vondum ráðum.
Rís upp! sem Jón og heimta fjör þitt frjótt
Frelsi, mundu að, við loksins náðum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 31/7/11 16:32

Sjaldan hann nú í fjósið fer
og forðast þar lengi að vera,
því kviðmágur bola karlinn er
sem kálfarnir vitni bera.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 4/8/11 15:12

Þótt hafi ég liðuga limi,
með löngun til útlanda skimi,
ég bæti vart metið,
sem í biblíu er getið,
og Kristur hann setti í krossfimi.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 24/8/11 22:47

Hugurinn til fjallana flýgur
farinn að hugsa til rétta.
Framhjá mér smalinn smýgur
smátt mun hér annars að frétta.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 8/9/11 23:22

Smá tilraun við sléttubönd

Hestur góður, aldrei er
illur mjög við drengi
Bestur talinn, fráleitt fer
fullhratt niðr'á engi

        1, 2, 3 ... 29, 30, 31 ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: