— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 329, 330, 331 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 20/1/11 21:53

lappi mælti:


Ég vill fá í maga minn
mat sem körlum sæmir.
Magál,hákkarl ef fiskinn finn
frábær harður og garnir tæmir.
--------------------------------------------
Þorra blótin geðið bæta,
brennivínið hressir menn.

Þú þart að taka þig á, a.m.k. í stuðlasetningunni lappi!

Þorra- geðið -blótin bæta,
brennivínið hressir menn.
Af óþolinu í að mæta
allsgáður ég loga, brenn.

Á bóndadaginn bíður mín
boddínudd og humar.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 21/1/11 22:24



Á bóndadaginn bíður mín
boddínudd og humar.
Einóm sæla gáski grín
og gamalmennis rumar.
--------------------------------
Bráðum kemur báturinn,
Bliki minn að landi.

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 22/1/11 04:12

Bráðum kemur báturinn
Bliki minn að landi
Hefst þá gamli gráturinn:
Geigvænt tap og vandi.

Ég er nefndur bögu bósi.
Bull þeir kalla skáldverk mín.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 22/1/11 13:48


Ég er nefndur bögu bós.
Bull þeir kalls skáldverk mín.
Vitgrannir með þruglu þrasi.
það er talið grín.
--------------------------------------------
Ganan þegar lagleg ljóð
lifna hér á þræði.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
23/1/11 22:43

Gaman þegar lagleg ljóð
lifna hér á þræði.
Þá er hefðin þrusugóð
þau að lesa í næði.
---
Áðan nýtt ég uppgötvaði
útvarpslag.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 24/1/11 12:00


Áðan nýtt ég uppgötvaði
útvarpslag.
Og þamba kaldan bjór í baði
bætir hag.
---------------------------------------------
Bjartar okkar vonir vakna
vetur mildur er.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 24/1/11 22:32

Bjartar okkar vonir vakna
vetur mildur er.
Vetrarharðra vinda ei sakna,
vil þó frostið hér.

Leiðinlegur dagur dvín
dregst hann ekki lengur.

( http://en.wikipedia.org/wiki/Blue_Monday_%28date%29 )

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 25/1/11 11:59

Leiðinlegur dagur dvín
dregst hann ekki lengur.
Í morgunsárið kári kvín,
kaldur og vinda strengur.
----------------------------------
Nú er bloti og vattna vextir
vorblíða á þorranum.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/1/11 10:16

Nú er bloti og vattna vextir
vorblíða á þorranum.
Verða hér þó vondar pestir
og von er enn á morranum.

Þegar lífið þýtur hjá
sem þruma úr lofti heiðu

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/1/11 12:11

Þegar lífið þýtur hjá
sem þruma úr lofti heiðu
Stuðning góðn þurfum þá
þá mun allt til reiðu.
-------------------------------------------
Gamall er og lotiinn leiður
langar karl á fyllerí.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 29/1/11 22:15

Gamall er og lotiinn leiður
langar karl á fyllerí.
Sær er mér þó ætið eiður:
ekki skánar neitt með því.

Því hversu mjög sem vínið verkar
á veiklundaðan drykkjumann.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 31/1/11 21:52


Því kversu mjög sem vínið verkar
á veiklundaðan drykkjumann.
Það rennur ljúft um karlsins kverkar
koníakið,gleður hann.
----------------------------------------------
Ætíð finnst mér bjórinn bestur
blandaður í spíritus.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 1/2/11 11:57

Ætíð finnst mér bjórinn bestur
blandaður í spíritus.
Svo í dansinn mæti mestur
í marsa, polka, Vínarkrus.

Djöfull er sú vísa vond
sem vitleysingur botnar.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 2/2/11 00:02

[i]
Djöfull er sú vísa vond
sem vitleisingur botnar.
Gömul ær og Billý bond
báqðar verða skotnar.[/i
-----------------------------------
Drynur hátt í tómri tunnu,
taktinn Gvendur slær.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 2/2/11 20:40

Drynur hátt í tómri tunnu,
taktinn Gvendur slær.
Líkt og hann til einskis unnu
Alþingsmenn í gær.

Mig langar til að leggja orð
í lífsins belg:

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 2/2/11 23:09


Mig langar til að leggja orð
í lítinnn belg.
þá mun gefa á bæði borð
í bragar svelg.
---------------------------------------------
Ég vil gera lítið ljóð
og lagið með.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/2/11 00:13

Ég vil gera lítið ljóð
og lagið með.
Auka þannig okkar sjóð
og efla geð.

Í bíó vil ég bjóða þér
ef borgar þú.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 6/2/11 08:18

Í bíó vil ég bjóða þér
ef borgar þú.
Á hardcore-mynd sem hentar mér
og hananú!

Komdu með til Kanarí,
þú kaupir miðann.

vér kvökum og þökkum
        1, 2, 3 ... 329, 330, 331 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: